Page 1 of 1
WIKI síða fágunar
Posted: 27. May 2009 15:48
by Öli
Fyrsta tillaga að Wiki síðu fyir Fágun hefur verið sett í loftið.
http://edda.fagun.is/
Til að frá skrifréttindi að henni er best að senda mér póst - olafure at gémeil punktur com.
Auðvitað kemur þessi síða aldrei í stað spjallborðsins, en hún getur reynst skemmtileg viðbót þarf sem hægt er að safna upplýsingum með skipulögðum hætti.
Óskað er eftir ábendinum og svörum við eftirfarandi spurningum:
1. Hvað wiki síðan/bókin að heita. Skýrði hana Edda. Hún verður jafn fræg og Snorra-Edda eftir 1.000 ár

Hún má heita hvaða sem er. Óskað er eftir góðum tillögum. Bjórbók (stolið), Gerbók, Gergás (grágás

), Erill, Ferill og Gerill ?
2. Að mínu mati þyrftum við 'ritstjóra' (í eintölu eða fleirtölu). Þeir hafa auga með síðan verði ekki ruslahaugur með tímanum. Allir geta skrifað samt sem áður.
3. Fleira ? Endinlega komiði með tillögur.
Re: WIKI síða fágunar
Posted: 27. May 2009 15:50
by Öli
Legg til að Eyvindur verð a.m.k. einn af ritstjórum wiki síðunar, þar sem hann dregur svo fallega til stafs
Hjalti - geturðu límt þennan þráð í svolítin tíma ?
Re: WIKI síða fágunar
Posted: 27. May 2009 15:53
by Eyvindur
Til er ég, en ég kemst ekki inn á thetta.
Re: WIKI síða fágunar
Posted: 27. May 2009 15:59
by Hjalti
Global Anouncement í 10 daga...
Re: WIKI síða fágunar
Posted: 27. May 2009 16:00
by Öli
Hvað færðu upp ?
Re: WIKI síða fágunar
Posted: 27. May 2009 16:00
by Stulli
Líst vel á þetta.
Ger-Edda, hljómar svoítið einsog "gera þetta", það er bara kúl
En hvernig er það, ef að hver sem er má skrifa eitthvað í þetta, verða þá ekki eitthvað af endurtekningum og staðreyndavillum?
Re: WIKI síða fágunar
Posted: 27. May 2009 16:15
by Hjalti
Ég tilnefni eginlega Stulla í þetta ritstjóradjobb í saminingu til þess að það sé hægt að finna og sjá staðreyndarvillur og fá út réttar upplýsingar eins fljótt og hægt er

Re: WIKI síða fágunar
Posted: 27. May 2009 16:23
by Stulli
Æ, ég var nú ekkert að meina að það yrðu staðreyndavillur hægri og vinstri oþh. Ég var bara að spá í hvernig að það yrði leiðrétt ef að svoleiðis kæmi upp og ef að það kæmu endurtekningar.
En ef að það er eitt af hlutverkum ritsjórnar, þá er ég alveg til í að taka þátt í því

Re: WIKI síða fágunar
Posted: 27. May 2009 16:27
by Öli
Stulli: það er kosturinn og gallinn við wiki síðu. En ég held að við séum flestir í hópnum nokkuð hugsandi menn. Fyrst að Wikipedia gengur þá hlýtur þetta að ganga hjá okkur. En já, það er samt grundvöllurinn fyrir þessu að allir geti skrifað og breytt. Hægt er að gerast 'áskrifandi að breytingum' að ákveðnum síðum eða öllu saman - þá fær maður póst. Það er ráð að gera það fyrir efni sem maður sjálfur hefur skrifað.
Það er svo ritstjóranna að berja fólk (með orðum, má nota símaskrár á þá tregustu) fyrir að skíta allt saman út.
Sammála því annars að það væri flott að hafa Stulla í þessu líka!
Þegar ég segi 'ritstjóra' þá megum við samt ekki tapa okkur í alvarleikanum - þetta er jú líka til að hafa gaman að
Bónus:
Við fundum galla í RSS feedinu - ef að þráður verður að 'announcement' þá hverfur hann útúr RSS feed!
Re: WIKI síða fágunar
Posted: 27. May 2009 16:29
by Hjalti
Drasl RSS... breyti þessu í Sticky...
Re: WIKI síða fágunar
Posted: 27. May 2009 21:58
by Andri
wiki.fagun.is hljómar vel í mínum eyrum
Re: WIKI síða fágunar
Posted: 27. May 2009 22:13
by Eyvindur
Æ, nei. Miklu frekar Edda. Wiki er ekki íslenska.
Re: WIKI síða fágunar
Posted: 27. May 2009 22:22
by Öli
Það stingur svolítið í stúf já að setja Wiki með því fallega íslenska orði sem Fágun er.
wiki.fagun.is er reyndar skráð, en það er ekki public url-ið fyirri síðuna - það er edda.fagun.is.
Google Apps vill hafa subdomain fyrir wiki dótið og svo er hægt að hafa önnur til að vísa í ákveðnar wiki bækur.
Hefur annar einhver þýtt orðið orðið wiki yfir á íslensku ?
Re: WIKI síða fágunar
Posted: 27. May 2009 22:29
by Andri
alfræðirit
Re: WIKI síða fágunar
Posted: 27. May 2009 22:32
by Eyvindur
Wiki er samt ekki alfræðirit. Wiki er einfaldlega vefsvæði þar sem allir geta lagt sitt af mörkum. Til dæmis verður þetta ekki alfræðirit, heldur opinbert fræðirit um gerjun. Wikipedia er alfræðirit. Wiktionary er orðabók. Svo er urmull af svona svæðum um allt mögulegt, sem eru þó ekki alfræðirit.
Mér finnst Edda eiginlega bara mjög fínt, því við munum aldrei finna íslenskt orð yfir Wiki...
Re: WIKI síða fágunar
Posted: 28. May 2009 02:26
by Andri
Fróðleikshorn, en eddan væri betri þar sem þetta þarf líka að vera auðvelt að muna og fljótlegt að skrifa inn að mínu mati.
wiki.fagun.is
edda.fagun.is
Mér finnst það ekkert ófágað að nota ensku. Á kanski að skrifa fróðleikin í ljóðum inn á edduna?
Re: WIKI síða fágunar
Posted: 28. May 2009 10:30
by Öli
Á kanski að skrifa fróðleikin í ljóðum inn á edduna?
Stór plús ef þú skrifar ölgerðargrein í bundnu máli

Re: WIKI síða fágunar
Posted: 6. Jun 2009 14:17
by andrimar
Hver er tæknilega hliðin á þessu, verandi tölvunarfræðingur hef ég pínu, ok mikinn, tæknilegann áhuga á þessu öllu saman. Hvað er þetta google pages? Smá off topic, hvar er forumið hýst og svona?
Re: WIKI síða fágunar
Posted: 6. Jun 2009 15:55
by Öli
Google Pages er wiki kerfi skrifað upphaflega af JotSpot og Google keypti síðan. Það er með mjög góðum WYSIWYG editor og því þarf fólk ekki að læra mis cryptískan wiki syntax.
Þykist viss um að þetta forum sé hýst hjá 1984. Hjalti veit allt um það.
Re: WIKI síða fágunar
Posted: 8. Dec 2009 10:10
by Oli
Hvernig er það lognaðist þetta útaf?