Page 1 of 1

[Til sölu] Suðutunna

Posted: 20. Nov 2010 18:58
by kalli
Til sölu er lítið notuð 60L síldartunna (suðutunna) á góðu verði. Tunnan hentar vel til að sjóða stærri lagnir eftir gamla laginu og einnig í BIAB. Á tunnunni eru 3 göt fyrir hitöld, 1 gat fyrir krana og 1 gat fyrir vatnshæðarmæli. Ekkert að bora, bara skrúfa. Vatnshæðarmælir og hitöld geta fylgt með fyrir aukagjald. Verð tunnunnar er: 1000 kr.

Re: [Til sölu]

Posted: 20. Nov 2010 19:57
by Idle
Hvað myndirðu setja á allan pakkann, þ. e. tunnu með hitöldum, krana og vatnshæðarmæli?

Re: [Til sölu]

Posted: 20. Nov 2010 20:03
by kalli
Idle wrote:Hvað myndirðu setja á allan pakkann, þ. e. tunnu með hitöldum, krana og vatnshæðarmæli?
5.500 kall. Ég er búinn að afmontera þetta allt en það er fljótgert að setja það saman aftur.

Re: [Til sölu] Suðutunna

Posted: 20. Nov 2010 23:18
by gunnarolis
Þetta er besta tilboð á suðutunnu sem bíðst, ever.
Ef einhver byrjandi sér þetta og kaupir þetta ekki mun hann sjá eftir því í töluverðann tíma...

Re: [Til sölu] Suðutunna

Posted: 21. Nov 2010 01:04
by Oli
gunnarolis wrote:Þetta er besta tilboð á suðutunnu sem bíðst, ever.
Ef einhver byrjandi sér þetta og kaupir þetta ekki mun hann sjá eftir því í töluverðann tíma...
getur verið gott að fá svona tunnu, þarft ekki að vera byrjandi til þess að geta notað svona apparat enda byrjar maður frekar í einhverju auðveldara.

Re: [Til sölu] Suðutunna

Posted: 21. Nov 2010 10:35
by kalli
Tunnan er líklega seld.

Re: [Til sölu] Suðutunna

Posted: 21. Nov 2010 11:26
by gunnarolis
Ég verð að viðurkenna það Óli að ég skil ekki einusinni kommentið þitt hérna fyrir ofan.

Mér hefur sýnst að mjög margir séu að byrja með svona suðutunnu til þess að sleppa við að kaupa stórann pott sem kostar töluvert meira. Ég veit allavegana að þegar ég byrjaði þá byrjaði ég með svona tunnu, og hún kostaði verulega mikið meira heldur en 5500kr....

Re: [Til sölu] Suðutunna

Posted: 21. Nov 2010 12:34
by Oli
flestir byrja væntanlega með pott á eldavélinni, fara ekki beint í plastsuðutunnu með elementum, auðvitað eru undantekningar á því.

En já þetta er fínt verð fyrir svona tunnu, enda er hún þegar seld.

Re: [Til sölu] Suðutunna

Posted: 2. Dec 2010 21:25
by einsiboy
Ohh vildi að ég hefði séð þetta fyrr, er einmitt að pæla í hvort ég eigi að byrja á all grain bruggi fljótlega.