Page 1 of 1

Pottur

Posted: 18. Nov 2010 13:32
by bjarkith
Núna er ég að undirbúa fyrstu allgrain bruggunina en ég er í smá vandræðum, ég á bara 15 lítra pott til að sjóða/meskja? í. Gæti ég gert þetta í tveim mismunandi suðum og blandað svo wirtinu í dolluna sem ég gerja í eða þarf þetta allt að gerast í einni suðu?

Re: Pottur

Posted: 18. Nov 2010 13:41
by anton
Getur alveg blandað.

Getur alveg gert bjór í 5 l potti ef þú vilt... hinsvegar, þá tekur það að sjálfsögðu miklu meiri tíma að búa til stærri lögun, nema þú sért að tala um að vera með tvo potta í einu á sitthvorri hellunni. Meiri sýkingarhætta líka þar sem þú ert að opna gerjunarfötuna oftar til að bæta í hana o.s.frv. - en það erauðvitað bara að ganga vel um þetta.

Getur reynt að hafa þetta með hátt gravitiy ( "sterkt" ) í suðu og svo bara bætt við soðnu vatni til að þynna í eðlilegt gravity. Grunar þó að þú lendir í vandræðum þar líka ef þú ætlar að meskja í 15 lítra potti.

Re: Pottur

Posted: 18. Nov 2010 13:58
by bjarkith
Ok, gott að vita að ég geti gert þetta svona, er ekki alveg tilbúinn að leggja út í og föndra meskingartunnu strax fyrr en ég veit hvort þetta sé eithvað sem ég ætla að stunda.

Re: Pottur

Posted: 19. Nov 2010 09:25
by arnarb
Endilega kíktu á bókina hjá John Palmer, How to brew. Þar er að finna lýsingu á partial mash, en það er einmitt góð aðferð fyrir þá sem ekki hafa nægilega stóran pott til að sjóða alla lögnina.

Re: Pottur

Posted: 19. Nov 2010 10:13
by kristfin
það er allt hægt.

hvað ertu með stóran pott og bruggfötu?

það er spurning hvort þú getir ekki meskjað í bruggfötunni, soðið í pottinum svona 12 lítra af high gravitiy virti, blandað síðan niður í fötuna.

það sem aðalega tapast við svoleiðis er að þú þarft meira af humlum þar sem nýtingin er ekki eins góð þegar virtinn er sætur, en þá er líka hægt að hafa 5-10% sykur í lok suðu til að hífa upp gravity

Re: Pottur

Posted: 19. Nov 2010 10:26
by kalli
bjarkith wrote:Ok, gott að vita að ég geti gert þetta svona, er ekki alveg tilbúinn að leggja út í og föndra meskingartunnu strax fyrr en ég veit hvort þetta sé eithvað sem ég ætla að stunda.
Ég get lánað ykkur mitt meskiker til að prófa. Það er þessi venjulega kælitaska með kopar grid í botninum.

Re: Pottur

Posted: 19. Nov 2010 11:38
by kristfin
hér er uppskrift, sem ætti að gefa ykkur 23 lítra af virt í gerjunarfötuna, miðað við OG 1048.

Suðustærðin er 14.5 lítrar
Virtinn í pottinum ætti að verða 1092 með sykrinum og þegar búið er að blanda vatninu við í gerjunarfötunni ætti OG að vera 1048

Ég hef prófað að gera svona bjór í potti og skala upp. kom ekkert illa út.

Code: Select all

Recipe: Small Pot Beer
Brewer: Kristján Þór Finnsson
Asst Brewer: 
Style: Blonde Ale
TYPE: All Grain
Taste: (35,0) 

Recipe Specifications
--------------------------
Batch Size: 12,00 L      
Boil Size: 14,37 L
Estimated OG: 1,092 SG
Estimated Color: 7,7 SRM
Estimated IBU: 42,3 IBU
Brewhouse Efficiency: 70,00 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amount        Item                                      Type         % or IBU      
3,49 kg       Pale Malt (Weyermann) (3,3 SRM)           Grain        74,91 %       
0,47 kg       Munich I (Weyermann) (7,1 SRM)            Grain        10,00 %       
0,23 kg       Carapils/Carafoam (Weyermann) (2,0 SRM)   Grain        5,00 %        
35,00 gm      Cascade [5,50 %]  (60 min)                Hops         42,3 IBU      
1,00 items    Whirlfloc Tablet (Boil 15,0 min)          Misc                       
0,47 kg       Sugar, Table (Sucrose) (1,0 SRM)          Sugar        10,09 %       


Mash Schedule: Single Infusion, Medium Body, No Mash Out 68
Total Grain Weight: 4,19 kg
----------------------------
Single Infusion, Medium Body, No Mash Out 68
Step Time     Name               Description                         Step Temp     
60 min        Mash In            Add 17,98 L of water at 72,7 C      67,8 C        


Notes:
------
suðan ætti að vera eins og í 1077 virti, en með sykri eins og 1092.  þarf að auka humlana um 30% vegna meiri sætu.
BIAB mesking með 18 lítrum af 74°heitu vatni í bruggfötunni.   Halda meskingu í 65-69 gráðum í 90 mínútur.
Bæta við 8 gr gypsum og 4 gr epsom til að koma meskingunni niður í pH.
Setja sykurinn út í á síðasta korterinu í suðunni.
Fylla upp í 23 lítra í gerjunarkútnum með virtinum og köldu vatni.
fyrir púrítanana þá má líka bæta hunangi við í staðinn fyrir sykur og kalla þetta braggot :)

Re: Pottur

Posted: 20. Nov 2010 17:56
by bjarkith
Ég er með 15l pott og 30l fötur, held ég prófi bara að gera eins og þú segir í uppskriftinni og sjái hvernig þetta komi út.

Og er að drekka heimabrugg meðan ég skrifa :)

Re: Pottur

Posted: 20. Nov 2010 19:56
by kristfin
skál.

þú reddar þessu