Viking JólaBock
Posted: 18. Nov 2010 09:13
FYI:
Nýtt í jólabjórsflóruna - JólaBock
JólaBock er nýjasta afurðin í Íslenskur úrvals fjölskylduna þar sem menn fara ótroðnar slóðir. JólaBock er bruggaður í stíl hefðbundinna Bock bjóra "Traditional Bock". Í réttu ljósi kemur skemmtilega dökkrauðbrúnn liturinn fram. Grunnmaltið er Munichmalt sem gefur ríkulegt maltbragð og svolítinn karmellu- og súkkuaðikeim sem kemur fram í eftirbragðinu, ásamt að gefa bjórnum mýkt og smá sætleika.
Bjórinn er sterkur en maltbragðið felur styrkleikann sem er þó í bakgrunni og gefur smá vermandi tilfinningu. JólaBock er undirgerjaður og í hann eru notaðir bæverskir humlar í nokkru magni til að gefa bjórnum jafnvægi.
Upphaflega kemur Bock bjór frá Einbeck í Þýskalandi, þar sem bjórgerð blómstraði á dögum Hansakaupmanna á14-17 öld. Sterki bjórinn frá Einbeck þoldi vel geymslu og var fluttur út víða um lönd. Bruggarar í Munich reyndu að líkja eftir bjórnum frá Einbeck en það gekk ekki fyrr en þeir réðu til sín bruggmeistara þaðan, Elias Pichler, árið 1614. Bjórinn sem hann skapaði er fyrirmynd Bockbjóra í dag. Líklegasta skýringin á nafninu er talin vera að í framburði bæjara hafi Einbeck breyst í Ein Bock og svo bara Bock. Bock þýðir líka geit á þýsku og því er oft geithafur á miðum Bock bjóra.
Bock bjórar skiptast í nokkra flokka sem eru: MaiBock/Helles bock, Traditional bock, Doppelbock og Eisbock.
Íslenskur Úrvals JólaBock er 6,2% bjór sem kemur eingöngu í 33cl glerflöskum.
Nýtt í jólabjórsflóruna - JólaBock
JólaBock er nýjasta afurðin í Íslenskur úrvals fjölskylduna þar sem menn fara ótroðnar slóðir. JólaBock er bruggaður í stíl hefðbundinna Bock bjóra "Traditional Bock". Í réttu ljósi kemur skemmtilega dökkrauðbrúnn liturinn fram. Grunnmaltið er Munichmalt sem gefur ríkulegt maltbragð og svolítinn karmellu- og súkkuaðikeim sem kemur fram í eftirbragðinu, ásamt að gefa bjórnum mýkt og smá sætleika.
Bjórinn er sterkur en maltbragðið felur styrkleikann sem er þó í bakgrunni og gefur smá vermandi tilfinningu. JólaBock er undirgerjaður og í hann eru notaðir bæverskir humlar í nokkru magni til að gefa bjórnum jafnvægi.
Upphaflega kemur Bock bjór frá Einbeck í Þýskalandi, þar sem bjórgerð blómstraði á dögum Hansakaupmanna á14-17 öld. Sterki bjórinn frá Einbeck þoldi vel geymslu og var fluttur út víða um lönd. Bruggarar í Munich reyndu að líkja eftir bjórnum frá Einbeck en það gekk ekki fyrr en þeir réðu til sín bruggmeistara þaðan, Elias Pichler, árið 1614. Bjórinn sem hann skapaði er fyrirmynd Bockbjóra í dag. Líklegasta skýringin á nafninu er talin vera að í framburði bæjara hafi Einbeck breyst í Ein Bock og svo bara Bock. Bock þýðir líka geit á þýsku og því er oft geithafur á miðum Bock bjóra.
Bock bjórar skiptast í nokkra flokka sem eru: MaiBock/Helles bock, Traditional bock, Doppelbock og Eisbock.
Íslenskur Úrvals JólaBock er 6,2% bjór sem kemur eingöngu í 33cl glerflöskum.