Page 1 of 1

Viking JólaBock

Posted: 18. Nov 2010 09:13
by OmarG
FYI:

Nýtt í jólabjórsflóruna - JólaBock

JólaBock er nýjasta afurðin í Íslenskur úrvals fjölskylduna þar sem menn fara ótroðnar slóðir. JólaBock er bruggaður í stíl hefðbundinna Bock bjóra "Traditional Bock". Í réttu ljósi kemur skemmtilega dökkrauðbrúnn liturinn fram. Grunnmaltið er Munichmalt sem gefur ríkulegt maltbragð og svolítinn karmellu- og súkkuaðikeim sem kemur fram í eftirbragðinu, ásamt að gefa bjórnum mýkt og smá sætleika.
Bjórinn er sterkur en maltbragðið felur styrkleikann sem er þó í bakgrunni og gefur smá vermandi tilfinningu. JólaBock er undirgerjaður og í hann eru notaðir bæverskir humlar í nokkru magni til að gefa bjórnum jafnvægi.

Upphaflega kemur Bock bjór frá Einbeck í Þýskalandi, þar sem bjórgerð blómstraði á dögum Hansakaupmanna á14-17 öld. Sterki bjórinn frá Einbeck þoldi vel geymslu og var fluttur út víða um lönd. Bruggarar í Munich reyndu að líkja eftir bjórnum frá Einbeck en það gekk ekki fyrr en þeir réðu til sín bruggmeistara þaðan, Elias Pichler, árið 1614. Bjórinn sem hann skapaði er fyrirmynd Bockbjóra í dag. Líklegasta skýringin á nafninu er talin vera að í framburði bæjara hafi Einbeck breyst í Ein Bock og svo bara Bock. Bock þýðir líka geit á þýsku og því er oft geithafur á miðum Bock bjóra.
Bock bjórar skiptast í nokkra flokka sem eru: MaiBock/Helles bock, Traditional bock, Doppelbock og Eisbock.

Íslenskur Úrvals JólaBock er 6,2% bjór sem kemur eingöngu í 33cl glerflöskum.

Re: Viking JólaBock

Posted: 18. Nov 2010 09:25
by kristfin
ég smakkaði þennan í vikunni og var mjög hrifinn.

lyktar æðislega, malt og humlar en maltfókusinn yfir eins og á að vera í bock.
bragðið er með smá karamellu og ristað, mjög gott bragð í fullkomnu jafnvægi.
haus og fylling fín.

einn besti bjór sem ég hef drukkið lengi

Re: Viking JólaBock

Posted: 18. Nov 2010 10:25
by hrafnkell
Þessi er spennandi, fæ mér pottþétt smakk af þessum. Hvenær er byrjað að selja jólabjórinn? Bara í dag eða er það klukkan eitthvað ákveðið?

Re: Viking JólaBock

Posted: 18. Nov 2010 11:43
by Oli
Gott mál, Víking er greinilega að farið að hugsa aðeins út fyrir rammann í jólabjórnum.

Re: Viking JólaBock

Posted: 18. Nov 2010 12:03
by kristfin
bruggmeistarinn þeirra mjög klár. en í þessu eins og svo mörgu öðru er það bara business sem drífur hlutina áfram.

Re: Viking JólaBock

Posted: 18. Nov 2010 13:40
by einarornth
Þessi er kominn í Ríkið, náði mér í nokkra áðan.

Re: Viking JólaBock

Posted: 19. Nov 2010 21:09
by snowflake
Fór í ríkið áðan og ætlaði að ná mér í nokkra, en þá var búið að taka þá úr sölu. Mér var sagt að þeir hefðu verið innkallaðir vegna galla í gleri? :shock: Vonandi að hann komi sem fyrst í hillur aftur

Re: Viking JólaBock

Posted: 19. Nov 2010 21:49
by sigurdur
Hann hefur farið í förgun .. er Eyvindur kominn á klakann?

Re: Viking JólaBock

Posted: 19. Nov 2010 22:36
by hrafnkell
snowflake wrote:Fór í ríkið áðan og ætlaði að ná mér í nokkra, en þá var búið að taka þá úr sölu. Mér var sagt að þeir hefðu verið innkallaðir vegna galla í gleri? :shock: Vonandi að hann komi sem fyrst í hillur aftur
What? Magnað. Ég er með einn í glasi núna, hann er ljúffengur! Líklega besti íslenski jólabjórinn.

Re: Viking JólaBock

Posted: 19. Nov 2010 22:42
by einarornth
Ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir vonbrigðum með þennan. Á erfitt með að lýsa nákvæmlega það er, en eitthvað bragð sem ég er ekki ánægður með. Fannst hann líka of þurr í munni og vanta fyllingu.

Export jólabjórinn hjá Ölvisholti sem ég smakkaði áðan var hins vegar afskaplega góður.

Re: Viking JólaBock

Posted: 19. Nov 2010 23:36
by Hjalti
Ég fór í Kringluna í dag og fann engan Ölvisholt jólabjór. Mér leiddist það :(

Re: Viking JólaBock

Posted: 19. Nov 2010 23:48
by hrafnkell
ég sá miklholts papa í heiðrúnu í dag.

Re: Viking JólaBock

Posted: 19. Nov 2010 23:58
by sigurdur
hrafnkell wrote:Líklega besti íslenski jólabjórinn.
Ég er ekki búinn að smakka JólaBock, en ég smakkaði ársgamlan jólabjór frá Ölvisholti og hann var æðislegur :)
hrafnkell wrote:ég sá miklholts papa í heiðrúnu í dag.
Hann er búinn að vera í sölu a.m.k. í Skútuvogi í 1-2 mánuði.

Re: Viking JólaBock

Posted: 20. Nov 2010 10:25
by hrafnkell
Ah já, papi var víst páskabjórinn :) Mér finnst ölvisholt jólabjórinn ekki alveg nógu frábær, ég er ekki mikið fyrir reykta bjóra.