Page 1 of 1

Gerjun - að bæta við geri eftirá?

Posted: 17. Nov 2010 11:16
by tolvunord
Sælir félagar,

Búinn að lesa heilmikið hjá ykkur hérna og læra margt - styttist í að maður fari að færa út kvíarnar í eitthvað meira en extrakt bruggun :beer:

Ég skellti 2 Geordies kittum úr europris saman í eina blöndu og setti báða gerpakkana út í.

OG var 1.045 og þetta er búið að vera núna rúmar 2 vikur í gerjunarkútnum - nokkrir dagar síðan ég varð var við nokkuð bubbl. Ég mældi gravity í gær og það var í 1.020.

Mín spurning er þá sú hvort það sé í lagi að setja annan pakka af geri út í núna, eða hvort það komi til með að eyðileggja þetta alveg?

kv.
Mundi

Re: Gerjun - að bæta við geri eftirá?

Posted: 17. Nov 2010 11:22
by hrafnkell
Það ætti ekki að eyðileggja neitt. Hinsvegar er spurning hvort það geri eitthvað, kannski stoppar þetta kit bara í 1.020. Hvað segja leiðbeiningarnar um það?

Re: Gerjun - að bæta við geri eftirá?

Posted: 17. Nov 2010 11:31
by tolvunord
Minnir að það hafi verið 1.006 í leiðbeiningunum, en leiðbeiningarnar tala líka um að nota sykur sem er væntanlega auðmeltanlegri fyrir gerið. Ég prófa bara að skella meira í þetta í kvöld og sé hvað gerist 8-)

Re: Gerjun - að bæta við geri eftirá?

Posted: 17. Nov 2010 11:46
by sigurdur
Það er ekki óþekkt að það sé bætt við geri eftirá til að klára gerjun þegar maður er kominn með karakterinn sem að maður vill.
Skelltu us-05/nottingham eða því geri sem að þú vilt til að klára gerjunina.

Re: Gerjun - að bæta við geri eftirá?

Posted: 17. Nov 2010 13:10
by kristfin
það er þekkt í þessum kittum að gerið sé í minna lagi því það er gert ráð fyrir sykri, sem er auðgerjanlegri.

reddaðu þer þurrgeri. settu svona 2-3 dl af soðnu vatni í hreina skál. vatnið svona 35°c og stráðu þurrgerinu yfir. gefðu því 15 mín með álpappír yfir.

hrærðu ofurvarlega, til að fá sem minnst súrefni í bjórinn, í fötunni með hreinni sleif og heltu síðan gerinu yfir.

gefðu því síðan 2 vikur við 20 gráður (jafnvel hærra) og sjáðu hvort þú nærð ekki að snúa því niður í 1010

Re: Gerjun - að bæta við geri eftirá?

Posted: 17. Nov 2010 14:46
by ElliV
Það getur alveg verið eðlilegt að hann stoppi í 1.020 ef þú notaðir 2 dósir af maltextrakt og engann sykur. Maltið í dósunum inniheldur hátt hlutfall ógerjanlegs sykurs/malts til að vega upp á móti að viðbætti sykurinn gerjast 100%.

Re: Gerjun - að bæta við geri eftirá?

Posted: 17. Nov 2010 15:09
by tolvunord
Takk fyrir svörin...

Ég prófa að gera eins og kristfin leggur til og vona hið besta. Annars verður þetta bara fínn bjór að fá sér í miðri viku, rétt rúm 3 % :)

Re: Gerjun - að bæta við geri eftirá?

Posted: 17. Nov 2010 15:33
by hrafnkell
Gætir líka hent smá sykri eða malti í til að fá áfengismagnið upp :)

Re: Gerjun - að bæta við geri eftirá?

Posted: 17. Nov 2010 15:37
by kristfin
sennilega er ekki vitlaust að setja sykur til að fá þetta af stað. kannski 200-400gr

Re: Gerjun - að bæta við geri eftirá?

Posted: 8. Dec 2010 15:17
by tolvunord
Þetta fór niður í 1.015, sleppur alveg... sá ekki uppástungurnar um sykurinn fyrr en of seint - nú er bara að sjá hvort þetta verði drekkanlegt.

Takk fyrir hjálpina.