Page 1 of 1

Jólabjórar 2010

Posted: 17. Nov 2010 00:34
by arnarb
Fréttatíminn fjallar um jólabjóra sem verða í boði í ár og fékk nokkra meðlimi Fágunar til liðs við sig til að smakka bjóranna. Mikil stemning myndaðist við bjórsmökkunina og áttu allir aðilar glaða kvöldstund við að bragða og dæma hima ýmsu bjóra sem verða í boði í vínbúðunum næsta fimmtudag.

Erfiðlega gekk að fá aðila til að taka þátt í smökkuninni (not) en þetta fór fram með þeim hætti að smakkað var á öllum bjórunum og þeim gefin einkunn fyrir ilm, útlit, bragð og heildareinkunn.

Upplýsingar um bjórsmökkunina og hvaða bjórar komu best út kemur í Fréttatímanum á föstudaginn.

kv. Arnar

Re: Jólabjórar 2010

Posted: 17. Nov 2010 13:07
by kristfin
þetta var rosalega skemmtilegt og pró. margt sem kemur í ljós þegar maður smakkar alla þessa bjóra hlið við hliðo

Re: Jólabjórar 2010

Posted: 18. Nov 2010 12:21
by kristfin
hér má sjá snillingana frá fágun við smökkun jólabjóranna 2010. tekið á skrifstofu fréttatímans.

frá vinstri: arnar, úlfar og gunnar óli. stjáni bak við snjallsímann.
fagun_smakkar_2010.jpg
fagun_smakkar_2010.jpg (58.08 KiB) Viewed 8836 times

Re: Jólabjórar 2010

Posted: 18. Nov 2010 13:27
by halldor
Pant vera með næst :(

Re: Jólabjórar 2010

Posted: 18. Nov 2010 14:45
by hrafnkell
halldor wrote:Pant vera með næst :(
Einmitt það sem ég var að hugsa :)

Re: Jólabjórar 2010

Posted: 18. Nov 2010 15:16
by Hjalti
Dittó á það!

Re: Jólabjórar 2010

Posted: 18. Nov 2010 22:29
by gunnarolis
Blaðið var að detta inn um lúguna hjá mér....svakalega erum við fallegir.

Re: Jólabjórar 2010

Posted: 19. Nov 2010 00:06
by kristfin
koddu með mynd. ekki komið blaðið í úthverfin

Re: Jólabjórar 2010

Posted: 19. Nov 2010 08:44
by Oli
Helvíti flottir sérfræðingarnir :beer:
http://www.frettatiminn.is" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Jólabjórar 2010

Posted: 19. Nov 2010 13:14
by anton
Mig grunar að það gangi mikið á JólaBockinn næstu dagana - að sjálfsögðu hefur aðal umræðuefnið á vinnustaðnum verið "jólabjór" og búið að prenta út og hengja upp síðuna úr blaðinu hér (ég átti þó ekki þátt í því athæfi)

Allir sem ég hef heyrt til hafa litið á einkunnagjöfina og keypt Jólabock í mis-stórum stíl nú þegar.

Ég tók mér hálfan kassa og hlakkar svo sannarlega til!

Re: Jólabjórar 2010

Posted: 19. Nov 2010 14:21
by hrafnkell
Ég var að kaupa 4stk og hálf sé eftir að hafa ekki keypt meir. Fer kannski aftur í vínbúðina á eftir :)

Re: Jólabjórar 2010

Posted: 19. Nov 2010 14:49
by anton
Vá. Fékk smá smakk áðan af Jólabock. Vá. Hann uppfyllir það sem ég hafði vonað og rúmlega það. Virkilega góður og ég hélt að ljúfa malt-eftirbragðið ætlaði aldrei að fara af tungunni