Page 1 of 1

Góðan dag

Posted: 15. Nov 2010 15:19
by bjarkith
Sælir, ætla að kynna mig aðeins, ég heiti Bjarki og hef verið að brugga með kittum í heilt ár núna með góðri útkomu bæði bjór og vín, núna er það ekki nóg og ætla ég að demba mér út í bjórgerð frá grunni og hlakka til. Þetta spjallborð hefur nú þegar hjálpað mér töluvert og vona að það geti hjálpað mér enn meir í framtíðinni.

Kveðja, Bjarki

Re: Góðan dag

Posted: 15. Nov 2010 16:24
by sigurdur
Sæll og velkominn Bjarki.

Gott að spjallborðið hefur hjálpað þér.
Er einhver sérstakur hluti þess sem að hefur hjálpað þér meir en einhver annar?

Re: Góðan dag

Posted: 15. Nov 2010 19:30
by bjarkith
Bara verið að lesa spjöll hér sem undirbúning fyrir fyrstu allgrain bruggunina, ein spurning sem ég hef samt, þegar maður kaupir korn frá brew.is eru þau þá möltuð eða þarf ég að malta þau sjálfur?

Re: Góðan dag

Posted: 15. Nov 2010 19:35
by sigurdur
Þau eru möltuð .. enda eru þetta maltkorn ;)
Þú ræður hinsvegar hvort þú vilt þau möluð eða ekki.

Re: Góðan dag

Posted: 15. Nov 2010 19:51
by bjarkith
:) ok gott að vita þá er það bara að demba sér í þetta eftir prófin.

Re: Góðan dag

Posted: 15. Nov 2010 21:12
by hrafnkell
Eina vitið að drífa í þessu :) Ég verð kominn með einhverskonar startpakka fljótlega.

Re: Góðan dag

Posted: 15. Nov 2010 22:06
by kristfin
velkominn. bara að kíla á þetta