Page 1 of 1

Pottur

Posted: 13. Nov 2010 23:53
by raggi
Sælir

Við karl faðir minn erum í þessu hoppýi saman og erum að spá í því að betrum bæta græjurnar okkar. Höfum verið með 25L pott sem okkur finnst vera of lítill og ætlum að láta smíða fyrir okkur 40L pott. Erum með þetta á gas brennara og notum BIAB aðferðina.
Við erum að hugsa um að setja falskan botn í pottinn, þannig að við getum sett pokan með maltinu beint út í með bundið fyrir. Pokinn mundi þá ekki snerta botninn útaf falska botninum.
Það sem mig langar að vita hvort einhver hafi hugmynd um hvort að það sé í lagi að gera þetta svona.

Kveðja
Raggi

Re: Pottur

Posted: 14. Nov 2010 01:27
by sigurdur
Ég held að þetta verði stórfínt hjá ykkur.

Re: Pottur

Posted: 14. Nov 2010 16:11
by kristfin
ef þið eruð að nota gas, þá á ég 50 lítra pott fyrir ykkur. soldið kúptur botninn en það skiptir ekki máli í gasinu

Re: Pottur

Posted: 17. Nov 2010 10:09
by raggi
Takk kærlega fyrir boðið, en þar sem smíðin er farin af stað þá verð ég að afþakka gott boð.