Page 1 of 1

Fuller's bjórar í ríkinu.

Posted: 13. Nov 2010 22:30
by gunnarolis
Fyrir ykkur sem hafið verið að tala um að ykkur langi að smakka öl frá Fuller's en hafið ekki séð það í ríkinu.

Ég fór í ríkið í Kringlunni í gær og þar voru til 6-7 tegundir af Fuller's bjórum.
Vintage ale var farið, en Honey Dew var komið í staðin.

Það sem var í boði (eftir minni): ESB, London Pride, Chiswick Bitter, IPA, Honey Dew og síðastur en ekki sístur, 1845.

Hlaupi nú hver sem fætur toga út í ríki og komið höndum yfir bjórana áður en það verður um seinann.
Eða eins og maðurinn sagði: Heimsendir í nánd, síðasti séns að kaupa Vesfiskan harðfisk á 300.

Re: Fuller's bjórar í ríkinu.

Posted: 13. Nov 2010 22:49
by valurkris
Í skútuvoginum er einnig hægt að fá vintage ale og discovery

Re: Fuller's bjórar í ríkinu.

Posted: 13. Nov 2010 23:11
by halldor
En ég sakna mest Fullers London Porter sem er einn af mínum uppáhalds porterum (og jafnframt uppáhalds bjórum). Hann hefur ekki sést í hillum í meira en ár :(

Re: Fuller's bjórar í ríkinu.

Posted: 14. Nov 2010 17:07
by Andri
Ég er með einn svona Vintage Ale, ég veit ekki hvort ég fæ mig í það að drekka hann strax. Ég var hrifinn af Chiswick bitter en mér fannst ipa'inn ekki vera það spes..

Re: Fuller's bjórar í ríkinu.

Posted: 14. Nov 2010 19:03
by karlp
ég var mjög hrifinn af Chiswick Bitter líka. Frábært bjór að drekka, frekar en smakka og dæma ;)

Re: Fuller's bjórar í ríkinu.

Posted: 14. Nov 2010 20:45
by anton
Ég keypti "seríuna" einmitt um daginn. Flestir alveg mjög góðir, allir á sinn hátt!