BIAB skolun , nýtni

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
ElliV
Villigerill
Posts: 33
Joined: 4. Sep 2009 23:15

BIAB skolun , nýtni

Post by ElliV »

Ég er einn af þeim sem nota BIAB og fannst alltaf hálf leiðinlegt að skola með því að setja pokann í fötu og hella skolvatninu yfir, taka pokann láta renna úr osfrv. Útbjó pokann því þannig að ég set rör ca 20 cm í þvermál í opið á pokanum og helli skolvatninu beint í gegnum maltið fyrir ofan pottinn. Hætti svo bara þegar réttu magni er náð í pottinn.
Nýtnin varð betri og mun auðveldara að skola.
Hvaða aðferð eru þið að nota við skolun í BIAB ?
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by kristfin »

jedúddamía.

ég er að leggja af stað í BIAB og ætla bara ekkert að skola. bara hafa pokann í og hífa hann síðan upp og láta drjúpa úr honum meðan verið er að sjóða.
The Essence of BIAB

With BIAB, the mashing (soaking) and lautering (rinsing) process is essentially carried out as follows...

1. All liquor needed for the brew is added to the kettle and heated to strike temperature.
2. At strike temperature, a bag is added to the kettle and the entire grain bill is added to start the mash.
3. The mash temperature/s is/are maintained by occasional heat applications and stirring for usually 90 minutes.
4. The bag which holds the mash is removed at the end of the mash period or alternatively after a mashout. The action of removing the bag leaves the sweet liquor (or wort) in the kettle ready to be boiled.
tekið af biabrewer.info

ég hef hinsvegar prófð mig áfram með partial mash og table top mashing og þá nota ég 2 potta. meski í einum, skola síðan í öðrum og blanda saman
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
ElliV
Villigerill
Posts: 33
Joined: 4. Sep 2009 23:15

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by ElliV »

Potturinn sem ég á er ekki nógu stór fyrir þannig lúxus, bara með 20L pott og nýbúinn að selja stóra plastpottinn :-)
Það er auðvelt að auka nýtnina talsvert með svona skolun.
En það er óneitanlega þægilegast að sleppa skoluninni
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by hrafnkell »

Ég ætla að sleppa skoluninni líka og frekar bara notast við mashout (77 gráður). Siggi hefur verið að ná góðri nýtni með þeirri tækni. Mér er líka nokk sama um nýtnina, svo lengi sem hún sé endurtakanleg og að hún sé yfir 70% eða svo :)
User avatar
OliI
Kraftagerill
Posts: 70
Joined: 28. Aug 2010 10:42

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by OliI »

Ég sé að menn eru helst að nota gardínuefni ('stórris'). Hvað um þéttara efni s.s. sængurver/lak? Er það fullþétt?
Einhver?
ElliV
Villigerill
Posts: 33
Joined: 4. Sep 2009 23:15

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by ElliV »

Bómullarefni ein og sængurver og lök virka ekki bómullin verður nánast þétt og maður endar með poka sem rennur óskaplega hægt úr (búinn að prófa það og það var mikið maltklístur í skúrnum eftir þann dag)
Þéttofið gerfiefni virkar best
Veit ekki með satín rúmföt en ég veit að frúin hefði ekki orðið ánægð ef ég hefði notað koddaverið hennar í bruggbúnað :-)
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by gunnarolis »

Er ekki bómullin líka lifandi og myglar og gefur úr sér óþarfa viðbjóð?

Ekki það að ég noti BIAB, hef bara lesið þetta einhversstaðar.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by hrafnkell »

Já ég held að bómull sé alveg ómöguleg í þetta, úldnar fljótt, brotnar niður, stíflast og fleira vesen.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by sigurdur »

Ég skola ekki. Mitt ferli er eftirfarandi:
1. Ég set allt vatnið í meskinguna og meski í ~65-69°C í 60-90 mín.
2. Hita allt upp í 75°C og held því þar í 10 mín.
3. Leyfi vökvanum að leka úr.

í seinustu bruggun þá fékk ég 89% nýtni með þessari aðferð.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by kalli »

sigurdur wrote:Ég skola ekki. Mitt ferli er eftirfarandi:
1. Ég set allt vatnið í meskinguna og meski í ~65-69°C í 60-90 mín.
2. Hita allt upp í 75°C og held því þar í 10 mín.
3. Leyfi vökvanum að leka úr.

í seinustu bruggun þá fékk ég 89% nýtni með þessari aðferð.
HVAÐ? Ég er með talsvert lakari nýtingu með dýra meskikerinu með kopargrind að hætti Palmers! :shock:
Ferlið mitt fer nú beint í endurskoðun.
Life begins at 60....1.060, that is.
ElliV
Villigerill
Posts: 33
Joined: 4. Sep 2009 23:15

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by ElliV »

89% nýtni er mjög gott. Ég verð samt að halda mig við skolunina til að fylla pottinn.
Ég hef bara hitað rétt yfir 70°c í lokin og svo skolað og er að fá um 80% nýtingu og nokkuð stöðuga og bara sáttur við það
Kannski ég prufi aðeins meiri hita næst og sjá hvort það breyti einhverju
Braumeister
Kraftagerill
Posts: 137
Joined: 19. Jul 2009 16:21

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by Braumeister »

ElliV wrote:Bómullarefni ein og sængurver og lök virka ekki bómullin verður nánast þétt og maður endar með poka sem rennur óskaplega hægt úr (búinn að prófa það og það var mikið maltklístur í skúrnum eftir þann dag)
Ég get staðfest þetta... Misstum líka einu sinni pokann aftur ofan í pottinn. Það er enn að draga dilk á eftir sér.
hrafnkell wrote:Já ég held að bómull sé alveg ómöguleg í þetta, úldnar fljótt, brotnar niður, stíflast og fleira vesen.
Og þetta :D

BIAB og No-Chill (ef rétt gert) eru án efa ódýrasta og einfaldasta leiðin inn i all grain.
Fyrirhugað: Stout og Alt
Í Gerjun: Westvleteren 12
Á flöskum: Fjelagsjóhann Ammrískur IPA
Bruggaður bjór: 650L
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by karlp »

sigurdur wrote:Ég skola ekki. Mitt ferli er eftirfarandi:
1. Ég set allt vatnið í meskinguna og meski í ~65-69°C í 60-90 mín.
2. Hita allt upp í 75°C og held því þar í 10 mín.
3. Leyfi vökvanum að leka úr.

í seinustu bruggun þá fékk ég 89% nýtni með þessari aðferð.
Can you run these numbers by me?

How much water do you put in?
How much are you left with after you take the bag out?
What's the gravity of the wort _before_ the boil?
What's the grain bill?
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by sigurdur »

Allt á http://sigurdurbrews.blogspot.com/" onclick="window.open(this.href);return false;

Mölt:
4.70 kg Pale Malt (Simpson) (3.0 SRM) Grain 77.94 %
0.50 kg Roasted Barley (300.0 SRM) Grain 8.29 %
0.35 kg Cara-Pils/Dextrine (2.0 SRM) Grain 5.80 %
0.24 kg Caramunich II (Weyermann) (63.0 SRM) Grain 3.98 %
0.24 kg Chocolate Malt (Simpson) (457.0 SRM) Grain 3.98 %
0.00 kg Barley, Flaked (1.7 SRM) Grain 0.00 %

Setti ~36-37 lítra af vatni IIRC
Endaði með ~33@1.048 lítra eftir meskingu
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by karlp »

Ok good :) My numbers match up with your numbers, 89%. So at least when I calculate 55% for me, I know it must be "right" then.

I use about the same size grain bill, but only about half as much water. I guess my mash tun is just too small to run enough sparge water through.

Though, if this is all correct, I should also just be able to make a BIAB bag, as big as my current kettle will allow, and use less grain for the same result...... áhugavert....
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by sigurdur »

Þetta kallar á tilraun hjá þér :)
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by kristfin »

ég tók eina bruggun í síðustu viku með kæliboxinu mínu. skolaði ekkert, setti bara allt vatnið í með korninu og mér taldist til að ég væri með 70% nýtni úr því. versus 75% nýtni með því að skola. þá er ég að hugsa um brewhouse efficientcy eins og beersmith reiknar
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
ElliV
Villigerill
Posts: 33
Joined: 4. Sep 2009 23:15

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by ElliV »

skellti uppskriftinni af blogginu í forritið sem ég nota og fékk 88% mash efficiency sem er frábær nýtni. 1% munur er innan skekkjumarka td aðrar skilgreiningar á rakastigi ofl. Setti svo inn overall efficiency sem er 21 l. í gerjun og þá fellur hún í rúm 72% því það verður alltaf meira botnfall í BIAB.
Þetta eru flottar tölur og greinilegt að Sigurður er að gera þetta vel.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by sigurdur »

Takk fyrir það Elli.

Ég vona bara að þetta hvetji fólk til að prófa BIAB ef það er að leita að leið til að breyta bruggferlinu hjá sér.
Erlendur
Villigerill
Posts: 40
Joined: 8. Jan 2010 09:03

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by Erlendur »

sigurdur wrote:...
Ég vona bara að þetta hvetji fólk til að prófa BIAB ef það er að leita að leið til að breyta bruggferlinu hjá sér.
það væri ekki amalegt að stytta bruggdaginn, ég er spenntur fyrir að prófa þetta. Ég sá á blogginu þínu að þú ert með eins suðutunnu og ég, hvað myndirðu treysta þér í að gera stóran skammt (batch) með þessari aðferð? Er þörf á að einangra tunnuna eða notarðu kannski ekki hitastýringu?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by hrafnkell »

Erlendur wrote:
sigurdur wrote:...
Ég vona bara að þetta hvetji fólk til að prófa BIAB ef það er að leita að leið til að breyta bruggferlinu hjá sér.
það væri ekki amalegt að stytta bruggdaginn, ég er spenntur fyrir að prófa þetta. Ég sá á blogginu þínu að þú ert með eins suðutunnu og ég, hvað myndirðu treysta þér í að gera stóran skammt (batch) með þessari aðferð? Er þörf á að einangra tunnuna eða notarðu kannski ekki hitastýringu?
Ég gerði þetta um daginn í 30l fötu, með hitastýringu. Þetta stytti bruggdaginn óhugnarlega mikið, líka þökk sé því að ég nennti ekki að kæla. Ef þú ert með hitastýringu þá sleppurðu við einangrun, en þarft að hræra á amk 10mín fresti til þess að hitinn haldist jafn. Ef þú einangrar tunnuna vel þá geturðu líklega sleppt því alveg að vera með nokkra hitun í meskingunni, ætli hitinn falli nokkuð um nema svona 1 gráðu.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by sigurdur »

Erlendur wrote:
sigurdur wrote:...
Ég vona bara að þetta hvetji fólk til að prófa BIAB ef það er að leita að leið til að breyta bruggferlinu hjá sér.
það væri ekki amalegt að stytta bruggdaginn, ég er spenntur fyrir að prófa þetta. Ég sá á blogginu þínu að þú ert með eins suðutunnu og ég, hvað myndirðu treysta þér í að gera stóran skammt (batch) með þessari aðferð? Er þörf á að einangra tunnuna eða notarðu kannski ekki hitastýringu?
Ég nota ekki hitastýringu (enn a.m.k.), og ég finn litla þörf fyrir slíkt á meðan ég er að meskja með þessa einangrun.
Hitinn fellur ekki nema um 1°C á klukkustund eða svo þannig að ég hef engar áhyggjur af hitafalli.
Það er rétt það sem Hrafnkell segir, þú þarft að hræra reglulega með hitastýringu.

Í sambandi við magn, þá finnst mér alltaf gaman að hugsa til "Can I mash it?" reiknivélarinnar á rackers.org.
Ef ég ætti að fylla tunnuna við meskingu þá skv. reiknivélinni að ofan þá get ég sett 53 lítra af vatni með 10 kílóum af korni og þá er ég kominn í ~60 lítra heildarmagn. Ég myndi svo áætla að 10 lítrar yrðu eftir í korninu þannig að 43 lítrar væru eftir í preboil. Það er mögulega um 30 lítrar í gerjunartunnu miðað við að ég geri full volume mash.
Það eru til aðrar aðferðir sem að heita MiniBIAB og MaxiBIAB þar sem að þú ert að meskja einungis í hluta af vatninu til að ná meira magni heldur en potturinn leyfir, en ég er ekki búinn að kynna mér þær aðferðir mjög vel.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by kalli »

hrafnkell wrote:
Erlendur wrote:
sigurdur wrote:...
Ég vona bara að þetta hvetji fólk til að prófa BIAB ef það er að leita að leið til að breyta bruggferlinu hjá sér.
það væri ekki amalegt að stytta bruggdaginn, ég er spenntur fyrir að prófa þetta. Ég sá á blogginu þínu að þú ert með eins suðutunnu og ég, hvað myndirðu treysta þér í að gera stóran skammt (batch) með þessari aðferð? Er þörf á að einangra tunnuna eða notarðu kannski ekki hitastýringu?
Ég gerði þetta um daginn í 30l fötu, með hitastýringu. Þetta stytti bruggdaginn óhugnarlega mikið, líka þökk sé því að ég nennti ekki að kæla. Ef þú ert með hitastýringu þá sleppurðu við einangrun, en þarft að hræra á amk 10mín fresti til þess að hitinn haldist jafn. Ef þú einangrar tunnuna vel þá geturðu líklega sleppt því alveg að vera með nokkra hitun í meskingunni, ætli hitinn falli nokkuð um nema svona 1 gráðu.
Í BIAB, hvað ætli ég þurfi stóran pott til að meskja og sjóða í? Gerum ráð fyrir 8kg af korni, að í upphafi suðu séu 32L í pottinum og fari 25L af virti í gerjunarílátið.
Life begins at 60....1.060, that is.
kalli
Gáfnagerill
Posts: 440
Joined: 9. Jan 2010 09:43
Location: Hafnarfjörður

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by kalli »

kalli wrote:
Í BIAB, hvað ætli ég þurfi stóran pott til að meskja og sjóða í? Gerum ráð fyrir 8kg af korni, að í upphafi suðu séu 32L í pottinum og fari 25L af virti í gerjunarílátið.
Ok. Samkvæmt Sigurði að ofan, þá þarf 42L pott. Þá er 11 gallona potturinn sem ég var að skoða of lítill. Damn :)
Life begins at 60....1.060, that is.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: BIAB skolun , nýtni

Post by hrafnkell »

Ég náði 21l lögn úr 30l fötu. Fer auðvitað aðeins eftir hvað þú ert með mikið af korni og uppgufun í suðu, en 30l fata ætti að duga í flesta 5 gallona skammta (standard stærð hjá kanabruggurum)
Post Reply