Dautt ger? Ef svo, hægt að redda brugginu?

Spjall um víngerð og allt henni tengt.
Post Reply
icegooner
Villigerill
Posts: 25
Joined: 21. Aug 2009 17:40

Dautt ger? Ef svo, hægt að redda brugginu?

Post by icegooner »

Sælinú

Var að byrjað brugga kíwí vín úr setti frá Euroshopper í gær, hendi því inní kompu þar sem hitastigið var uþb 21 gráða, en kjörhitastig fyrir gerjun er víst 23-25 gráður þannig ég setti tunnuna nær heitum rörum inní kompunni, en klikkaði að kíkja á hitamælinn innan skammst til að tékka hvort hitinn væri nokkuð uppúr öllu valdi. Svo opna ég kompuna í morgun til að tékká hitastiginu og sé að hitinn á tunnunni alveg við rörin eru 30 gráður, þannig ég færi tunnuna strax frá rörunum og opna rifu á glugganum.

Nú spyr ég, gæti gerið hafa drepist við þessar 30 gráður í 10 tíma?

Ef svo, get ég reddað brugginu með því að henda meira geri í? (hvernig geri þá?)

Næst á dagskrá er að setja 3kg af sykri í 3 lítra af sjóðandi vatni, leyfa því að kælast niðrí 25 gráður og setja það svo í tunnuna. Planið er að gera þetta um 5 leitið í dag. Er eitthvað sem ég ætti að gera áður en ég geri það?

Ætti kannski að vera bullandi bubblur á vatnslásinum núna eftir einn sólarhring (setti 2kg af sykri í basically 16 lítra af vatni, einhverja sýru og ger í gær)?
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Dautt ger? Ef svo, hægt að redda brugginu?

Post by kristfin »

icegooner wrote: Var að byrjað brugga kíwí vín úr setti frá Euroshopper í gær, hendi því inní kompu þar sem hitastigið var uþb 21 gráða, en kjörhitastig fyrir gerjun er víst 23-25 gráður
veistu hvaða ger þú ert með? ég mundi segja að þú sért góður við 18-25 gráður, 20 er fínt. of heitt þá kemur verra áfengisbragð.
icegooner wrote: þannig ég setti tunnuna nær heitum rörum inní kompunni, en klikkaði að kíkja á hitamælinn innan skammst til að tékka hvort hitinn væri nokkuð uppúr öllu valdi. Svo opna ég kompuna í morgun til að tékká hitastiginu og sé að hitinn á tunnunni alveg við rörin eru 30 gráður, þannig ég færi tunnuna strax frá rörunum og opna rifu á glugganum.

Nú spyr ég, gæti gerið hafa drepist við þessar 30 gráður í 10 tíma?
Ef svo, get ég reddað brugginu með því að henda meira geri í? (hvernig geri þá?)
ég hef enga trú á því að þetta sé búið dragðu tunnuna frá rörinu og þetta verður flott. ef ekkert er farið
að gerast eftir 2 daga, fáðu kampavínsger í ámunni og skelltu í. bara ekki vera að stressa þig og opna fötuna ótt og títt

icegooner wrote: Næst á dagskrá er að setja 3kg af sykri í 3 lítra af sjóðandi vatni, leyfa því að kælast niðrí 25 gráður og setja það svo í tunnuna. Planið er að gera þetta um 5 leitið í dag. Er eitthvað sem ég ætti að gera áður en ég geri það?

Ætti kannski að vera bullandi bubblur á vatnslásinum núna eftir einn sólarhring (setti 2kg af sykri í basically 16 lítra af vatni, einhverja sýru og ger í gær)?
þetta hljómar bara sætt og fínt. þú þarft bara að slaka á.

en áður en þú leyfir fólki að smakka, láttu viðkomandi vita að það er kiwi í þessu. ég þekki 2 með bráðaofnæmi við kiwi
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
icegooner
Villigerill
Posts: 25
Joined: 21. Aug 2009 17:40

Re: Dautt ger? Ef svo, hægt að redda brugginu?

Post by icegooner »

Takk fyrir góð svör.

Ég er ekki klár á því hvernig ger þetta er, en það stóð á pokanum, skal tékka hvort ég finni hann ekki þegar ég kem heim á eftir.

Gott tip með kíwí ofnæmið, hefði aldrei dottið þetta í hug að láta fólk vita eitthvað sérstaklega.

En já, ég fer þá bara í að redda ca 20 gráðum þegar ég kem heim, vonandi hefur þessi hiti ekki skemmt bragðið, en það kemur þá bara í ljós :)
ElliV
Villigerill
Posts: 33
Joined: 4. Sep 2009 23:15

Re: Dautt ger? Ef svo, hægt að redda brugginu?

Post by ElliV »

Engin hætta á að gerið drepist við 30°c það verður bara fljótar að starta og fjölga sér. Ef þú ert með kútinn í 20°c getur hitinn í vökvanum verið talsvert hærra. Kröftug gerjunin myndar hita og oft er 3-5°c hærri hiti í kútnum en umhverfis. Það er gott að halda gerjunni undir 20°c á hvítvínum og slíku en rautt er ok þó hitinn sé aðeins hærri
Post Reply