Page 1 of 1

Gerjun á lager

Posted: 8. Nov 2010 18:44
by raggi
Sælir.

Jæja þá er maður byrjaður að nota gullið er pantað var að utan. Ég er að bögglast við að búa til lager bjór úr Pils 3 EBC. Varðandi gerjunina þá hafði ég hugsað mér að láta þetta gerjast í kæliskáp þar sem hitastigið er um 8°C. Er það of lágt hitastig og gæti verið að ég þyrfti að setja 2 pakka af geri. Er a ð fara að nota S-23 ger.

Re: Gerjun á lager

Posted: 8. Nov 2010 19:11
by Oli
Sæll
hvað er skammturinn stór og hvað er áætlað o.g.?

Re: Gerjun á lager

Posted: 8. Nov 2010 21:52
by raggi
Sæll

Þetta eru 20L OG er 1054.
Upphaflega var ég með 18L af vatni og 4,5 kg af malti. Eftir meskingu skolaði ég kornið með sex lítrum af vatni. Reikna með að það hafi verið um 22L af vatni í pottinum fyrir suðu. Ég virðist hafa tapað miklu við suðuna vegna þess að í lok suðu var virturinn einungis 16 lítrar og OG í 1085. Sauð þá vatn, kældi og bætti út í upp að 20L. Eins og áður sagði var þá OG komið í 1054.
Ætti þetta ekki að verða svona nokkuð drykkjarhæft. Er að nota BIAB aðferðina.

Re: Gerjun á lager

Posted: 8. Nov 2010 21:55
by gunnarolis
RDWHAHB.

Re: Gerjun á lager

Posted: 8. Nov 2010 21:57
by Idle
Samkvæmt Mr. Malty (http://www.mrmalty.com/calc/calc.html" onclick="window.open(this.href);return false;) ættirðu að þurfa rétt tæpa tvo (1,9) 11,5 gramma poka af geri.

Re: Gerjun á lager

Posted: 8. Nov 2010 22:13
by Oli
já setja 2 poka af saflager, vekja gerið upp í heitu vatni skv. leiðbeiningum
http://www.fermentis.com/FO/pdf/HB/EN/S ... -23_HB.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;

ef þú stráir því beint út í þá drepst stór hluti gersins þannig að þá þarftu kannski aðeins stærri skammt, 8 ° er undir neðri mörkunum samkvæmt fermentis.com en ég hef gerjað s 23 við 8° með fínum árangri.

hann verður fínn eftir nokkrar vikur, ég tek yfirleitt 2 vikur í primary við 10° og lækka svo niður í 1-2° í 3-4 vikur. Svo er ágætt að taka diacetyl hvíld eftir 2 vikur í primary ef þú hefur sett gerið í við hærra hitastig.

Re: Gerjun á lager

Posted: 9. Nov 2010 13:12
by raggi
Takk kærlega fyrir svörin.

Re: Gerjun á lager

Posted: 12. Nov 2010 12:59
by kristfin
ég hef verið í vanda með s23 gerið í 8 gráðum. reyni að halda því milli 10 og 12.
WY2124 er hinsvegar að rokka í 9 gráðum. hef ekki farið neðar með það.

eg hef tekið 2 daga í diacytil rest með lagerana mína hingað til. en bruggmeistarinn hjá agli sagði að það væri móðursýki. bara sleppa því nema lykt eða bragð sé fyrir hendi (smjörbragð). þeir eru síðan ekki að lagera við 0-4 eins og maður hélt. bara við 10 gráður (minnir mig) í 2 vikur.

næsta lager ætla ég að prófa að lagera í tvennu lagi. helming við 4 gráður og helming við 12. ef það er ekki greinanlegur munur, hví þá að bíða í auka 4 vikur?

Re: Gerjun á lager

Posted: 23. Nov 2010 13:04
by gislihh
Það fer að koma að lageringu á okkar fyrsta lager. Búinn að gerjast í 11 daga.
Ég hef verið að rekast á gagnrýni á netinu á það að nota plastfötur til að lagera í. Er þetta í alvörunni eitthvað stórmál?
Ef þetta er stórmál, -mætti maður þá setja bjórinn, sem nú er í 1,014, beint í "swing top" flöskur, láta hann gerjast í ca. viku í þeim við herbergishita eða niður í 1,012, og lagera bjórinn svo kolsýrðan í flöskunum eftir það?
Mér sýnist þjóðverjarnir lagera sitt undir þrýstingi.

Re: Gerjun á lager

Posted: 23. Nov 2010 13:24
by Oli
gislihh wrote:Það fer að koma að lageringu á okkar fyrsta lager. Búinn að gerjast í 11 daga.
Ég hef verið að rekast á gagnrýni á netinu á það að nota plastfötur til að lagera í. Er þetta í alvörunni eitthvað stórmál?
Ef þetta er stórmál, -mætti maður þá setja bjórinn, sem nú er í 1,014, beint í "swing top" flöskur, láta hann gerjast í ca. viku í þeim við herbergishita eða niður í 1,012, og lagera bjórinn svo kolsýrðan í flöskunum eftir það?
Mér sýnist þjóðverjarnir lagera sitt undir þrýstingi.
Það er ok að nota fötur í þetta ef þið eruð ekki að lagera í nokkra mánuði eða lengur, ekkert stórmál. Þið þurfið ekki einu sinni að fleyta úr primary, bara henda fötunni í lageringu við 0-5°, bjórinn verður fínn eftir nokkrar vikur. Þið getið lagerað í tvær vikur og sett svo á flöskur, ætti að vera orðinn drekkanlegur 2-3 vikum eftir átöppun.
Það er alveg hægt að lagera undir þrýstingi, það gerum við td oft í cornelius kútunum, en það er ekki nauðsyn, bara passa að oxun eigi sér ekki stað.

Re: Gerjun á lager

Posted: 23. Nov 2010 13:59
by gislihh
Takk fyrir þetta.

Ef ég bæti svo maís sykri út í áður en ég set á flöskur, hefur það engin neikvæð áhrif á bragðið?

Svo langar mig að vita hvort flöskumenn lenda mikið í því að þurfa að bæta við geri eftir ca. mánaðarlageringu.

Re: Gerjun á lager

Posted: 23. Nov 2010 15:44
by kristfin
ég mundi lagera í secondary, geri það allavega sjálfur. þá er ég viss um að það er ekkert gerbragð að skila sér og ég get byrjað að nota gerið aftur.

með venjulegan pilsner, ekki rosalega sterkan, sem er lageraður í nokkrar vikur, á ekki að vera nokkuð vandamál með ger. það eru amk 1-2 milljónir gerfruma í ml sem er kappnóg.

nokkur sykurkorn í bjórinn áður en hann fer á flöskur skipta engu máli. ég hef tam ekki fundið mun á því að nota þrúgusykur eða venjulegann.

Re: Gerjun á lager

Posted: 23. Nov 2010 17:58
by gislihh
Flott, þetta svarar því sem var að vefjast fyrir mér.

Að vísu er lagerinn okkar heldur sterkur, líklega 6,4%. Þetta stafar af því að við lentum í 90% nýtingu með BIAB aðferðinni okkar. Þorðum ekki að þynna virtinn, en hefðum kannski átt að gera það.

Re: Gerjun á lager

Posted: 23. Nov 2010 18:10
by gunnarolis
Það getur ekki allt gengið upp í fyrstu bruggun...:)

Þið ættuð kannski að reyna að forðast það að fá alveg svona háa nýtni næst, svona mikil nýtni getur farið að koma niður á gæðum bjórsins. Geturðu samt lýst aðferðinni (tímum og hitastigi) og útskýrt hvernig þið náðuð svona hárri nýtni?
Jafnvel væri gaman að fá að sjá uppskrift og mæliniðurstöðurnar...

Re: Gerjun á lager

Posted: 23. Nov 2010 18:23
by kristfin
gislihh wrote:Flott, þetta svarar því sem var að vefjast fyrir mér.

Að vísu er lagerinn okkar heldur sterkur, líklega 6,4%. Þetta stafar af því að við lentum í 90% nýtingu með BIAB aðferðinni okkar. Þorðum ekki að þynna virtinn, en hefðum kannski átt að gera það.
skiptir engu máli.

en þegar það er verið að búa til sterka og mikla lagera eða öl og secondary ferlið (lagering eða conditoning) er í marga mánuði er gjarnan bætt við geri áður en það fer á flöskur

Re: Gerjun á lager

Posted: 23. Nov 2010 20:16
by Braumeister
gislihh wrote:Það fer að koma að lageringu á okkar fyrsta lager. Búinn að gerjast í 11 daga.
Ég hef verið að rekast á gagnrýni á netinu á það að nota plastfötur til að lagera í. Er þetta í alvörunni eitthvað stórmál?
Ef þetta er stórmál, -mætti maður þá setja bjórinn, sem nú er í 1,014, beint í "swing top" flöskur, láta hann gerjast í ca. viku í þeim við herbergishita eða niður í 1,012, og lagera bjórinn svo kolsýrðan í flöskunum eftir það?
Mér sýnist þjóðverjarnir lagera sitt undir þrýstingi.
Þýzkir heimabruggarar tappa yfirleitt á flöskur eða kúta rétt áður en gerjunin er búin.

Þannig kolsýra þeir bjórana sína.

Re: Gerjun á lager

Posted: 23. Nov 2010 22:16
by gislihh
Type: All Grain
Date: 13.11.2010
Batch Size: 28,00 L
Brewer: G & H
Boil Size: 33,72 L Asst Brewer:
Boil Time: 90 min Equipment: Pottur Lúlúar
Taste Rating(out of 50): 35,0 Brewhouse Efficiency: 90,00
Taste Notes:

Ingredients

Amount Item Type % or IBU
5,00 kg Pils malt Brewferm 3EBC (3,0 EBC) Grain 76,92 %
1,50 kg Vienna Malt Richter (7,0 EBC) Grain 23,08 %
30,00 gm Amarillo Richter [7,50 %] (65 min) Hops 18,5 IBU
12,00 gm Hallertauer Hersbrucker [4,20 %] (15 min) Hops 2,0 IBU
1 Pkgs SAFLAGER W34/70 West European Lager (DCL Yeast #W34/70) Yeast-Lager



Beer Profile

Est Original Gravity: 1,052 SG
Measured Original Gravity: 1,063 SG
Est Final Gravity: 1,016 SG Measured Final Gravity: 1,014 SG
Estimated Alcohol by Vol: 5,1 % Actual Alcohol by Vol: 6,40 %
Bitterness: 20,5 IBU Calories: 598 cal/l
Est Color: 7,4 EBC Color: Color


Mash Profile

Mash Name: Double Infusion, Medium Body Total Grain Weight: 6,50 kg
Sparge Water: 2,83 L Grain Temperature: 22,2 C
Sparge Temperature: 75,6 C TunTemperature: 22,2 C
Adjust Temp for Equipment: TRUE Mash PH: 5,4 PH

Double Infusion, Medium Body Step Time Name Description Step Temp
30 min Protein Rest Add 13,00 L of water at 56,5 C 50,0 C
30 min Saccrification Add 9,10 L of water at 97,6 C 67,0 C
0 min Mash Out Add 8,50 L of water at 83,1 C 71,0 C
3 min Mash out Add 6,80 L of water at 83,1 C 73,0 C
8 min Mash out Add 0,00 L of water at 74,0 C 74,0 C
6 min Mash out Add 0,00 L of water at 75,0 C 75,0 C


Ekkert sparge.
Út úr þessum 28 lítrum fékk ég 25 lítra í secondary.

Re: Gerjun á lager

Posted: 23. Nov 2010 22:43
by Bjarki
Minn fyrsti Kölsch er í gerjun þessa dagana. Er með stýringu á kæliskáp sem heldur stöðugum 15°C hita. Planið er að gerja í u.þ.b. 2 vikur eftir það að kæla niður í 1-4°C og lagera við það hitastig í 3 vikur eða svo. Gerið fór í við 20°C.

Er að velta fyrir mér hvort rétt sé að taka hlé í 1-2 daga við 18-20°C til að losna við óbragð (smjörbragð?) vegna diacetyl "mengunar". Hefur einhver reynslu af þessu ?

Re: Gerjun á lager

Posted: 23. Nov 2010 23:17
by kristfin
Bjarki wrote:Minn fyrsti Kölsch er í gerjun þessa dagana. Er með stýringu á kæliskáp sem heldur stöðugum 15°C hita. Planið er að gerja í u.þ.b. 2 vikur eftir það að kæla niður í 1-4°C og lagera við það hitastig í 3 vikur eða svo. Gerið fór í við 20°C.

Er að velta fyrir mér hvort rétt sé að taka hlé í 1-2 daga við 18-20°C til að losna við óbragð (smjörbragð?) vegna diacetyl "mengunar". Hefur einhver reynslu af þessu ?
ef þú settir gerið í við 15 gráðu hita, eru nær engar lýkur á því að það sé diacetyl mengun. ef þú settir í við 20 og það tók langan tíma að lækka niður, er séns að þú fáir diacetyl en mér finnst það mjög ólíklegt. bara smakka á bjórnum í lokin. ég er þá að gera ráð fyrir að þú sért með kölsh ger eða cal-ale.

tékkaðu á palmer
http://www.howtobrew.com/section1/chapter10-5.html" onclick="window.open(this.href);return false;
til að sjá tímann á lageringunni. ef þú ferð svona kalt þarftu lengri tíma

Re: Gerjun á lager

Posted: 23. Nov 2010 23:27
by Bjarki
Kældi nður á 16-20 klst. eða svo. Er með tvo skammta með mismundandi ölgeri annars vegar Safale S05 og hins vegar S33. Skrúfa sennilega lagerhitan aðeins upp miðað við þetta, efast um að ég nenni að bíða í 7-8 vikur :)

Re: Gerjun á lager

Posted: 23. Nov 2010 23:44
by kristfin
þegar ég bjó til kölsh síðast, "lageraði" ég hann við 12 gráður í 4 vikur og hann kom vel út.

Re: Gerjun á lager

Posted: 24. Nov 2010 09:47
by Oli
kristfin wrote:ég mundi lagera í secondary, geri það allavega sjálfur. þá er ég viss um að það er ekkert gerbragð að skila sér og ég get byrjað að nota gerið aftur.
Já ég hef prófað báðar aðferðir, það hefur vanalega verið venja að fleyta yfir í secondary og lagera þar, ég hef yfirleitt gert það, hin aðferðin að geyma bjórinn bara áfram í primary og lagera á gerkökunni kom alveg jafnvel út.
Þegar um svona litla skammta er að ræða þá ertu ekki að fá neitt aukabragð frá gerkökunni þó að bjórinn sitji á henni í 2-4 vikur aukalega, ekki nema umrætt ger sé í mjög slæmu standi og fari að drepast í stórum stíl.
En um að gera að prófa báðar aðferðir og sjá hvor hentar ykkur betur.

Re: Gerjun á lager

Posted: 24. Nov 2010 14:39
by Oli
Bjarki wrote:Minn fyrsti Kölsch er í gerjun þessa dagana. Er með stýringu á kæliskáp sem heldur stöðugum 15°C hita. Planið er að gerja í u.þ.b. 2 vikur eftir það að kæla niður í 1-4°C og lagera við það hitastig í 3 vikur eða svo. Gerið fór í við 20°C.

Er að velta fyrir mér hvort rétt sé að taka hlé í 1-2 daga við 18-20°C til að losna við óbragð (smjörbragð?) vegna diacetyl "mengunar". Hefur einhver reynslu af þessu ?
Ölger vinnur hraðar en lagerger, það er semsagt fljótara að framleiða undanfara díacetyl og líka fljótara að hreinsa það upp, en við gerjun á 15°c er gerið væntanlega að vinna hægar en vanalega og þó svo að 2 vikur ætti að vera feykinógur tími til að hreinsa allt þá finnst mér að það sé lítið mál að hækka hitastigið í 18-20° í 2 daga í restina til að vera viss, sérstaklega ef það tók langan tíma að lækka hitastigið úr 20 niður í 15°.