Page 1 of 1
BREWFERM korn og gögn og gæði
Posted: 4. Nov 2010 22:52
by kalli
Þá er að koma Brouwland pöntuninni inn í Inventory í BeerSmith. En með kornið væri gagnlegt að hafa einhverjar upplýsingar td. potential, diastatic power, dry yield og protein. Ég hef ekki getað fundið þessar upplýsingar. Lumar einhver á lausninni?
Re: BREWFERM korn og gögn og gæði
Posted: 4. Nov 2010 23:39
by sigurdur
Þetta er allt belgískt, þannig að þú ættir að geta notað gögnin um belgískt korn í beersmith gagnagrunninum.
Ég sendi póst til Brouwland þar sem að ég bað um gögn um Brewferm kornið, ég skal pósta því um leið og ég fæ þau, ef ég fæ þau.
Re: BREWFERM korn og gögn og gæði
Posted: 5. Nov 2010 00:14
by Idle
Ég veit að allt korn sem ég pantaði er upprunnið frá Weyermann. Pale Ale, og nokkrir fimm kílóa sekkir af ýmsu sérmalti. Það er nú þegar allt inni í BeerSmith hjá mér.
Þetta er ekki allt belgískt. Tekið er fram við hverja korntegund (a. m. k. þær sem ég skoðaði fyrir pöntun) hvaðan þær eru.
Re: BREWFERM korn og gögn og gæði
Posted: 5. Nov 2010 00:23
by sigurdur
Ha, er BrewFerm maltið ekki allt belgískt?
Jæja, þá þurfið þið væntanlega að lesa vel á pakkningarnar áður.
Gagnablöðin koma samt hingað, ef ég fæ þau.
Re: BREWFERM korn og gögn og gæði
Posted: 8. Nov 2010 23:06
by sigurdur
Jæja, loksins loksins.
Hér eru gögnin sem að ég fékk frá Brouwland um Brewferm kornið.
Þarna eru allar upplýsingar sem að þarf að setja í Beersmith, eða eitthvað annað forrit.
Athugið þó að litagildi í EBC er
ekki það sama og SRM gildi.
Formúlan til að breyta EBC í SRM er eftirfarandi
Heimild:
http://en.wikipedia.org/wiki/Standard_Reference_Method" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: BREWFERM korn og gögn og gæði
Posted: 8. Nov 2010 23:36
by kalli
Glæsilegt. Takk fyrir það.
Re: BREWFERM korn og gögn og gæði
Posted: 9. Nov 2010 09:09
by anton
Æði!
Ég er að vona að sá munur sem virtist vera á mælingu á OG í raun og OG skv beersmith um helgina hjá mér hafi verið útaf því að ég var líklega að nota kolvitlausar skilgreiningar í beersmith .. en ekki afþví að nýtnin var léleg
Ef einhver er búinn að hamra þetta inn í beersmith gæti sá hinn sami sett beersmith extension skrá hér (.bsm)
Re: BREWFERM korn og gögn og gæði
Posted: 9. Nov 2010 10:44
by andrimar
sigurdur wrote:Jæja, loksins loksins.
Hér eru gögnin sem að ég fékk frá Brouwland um Brewferm kornið.
Þarna eru allar upplýsingar sem að þarf að setja í Beersmith, eða eitthvað annað forrit.
Athugið þó að litagildi í EBC er
ekki það sama og SRM gildi.
Formúlan til að breyta EBC í SRM er eftirfarandi
Heimild:
http://en.wikipedia.org/wiki/Standard_Reference_Method" onclick="window.open(this.href);return false;
Ein spurning í framhaldi. Vitum við hvernig þessi EBC gildi eru fengin? Því það virðist víst skipta máli uppá SRM <-> EBC útreikningana. Sbr. þessi umræða á HBT
http://www.homebrewtalk.com/f128/ebc-sr ... rs-111374/" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: BREWFERM korn og gögn og gæði
Posted: 9. Nov 2010 11:29
by sigurdur
andrimar wrote:Ein spurning í framhaldi. Vitum við hvernig þessi EBC gildi eru fengin? Því það virðist víst skipta máli uppá SRM <-> EBC útreikningana. Sbr. þessi umræða á HBT
http://www.homebrewtalk.com/f128/ebc-sr ... rs-111374/" onclick="window.open(this.href);return false;
Ég veit ekki hvernig EBC gildið var fundið hjá BrewFerm.
Ég sendi þeim tölvupóst en ég veit ekki hvort að ég fái gott svar.
Við skulum byggja á því að þeir séu með puttann á púlsinum og hafi uppfært búnað og formúlur eftir 1991 með heiminum.
Prófaðu bara að nota þessi gildi.
Re: BREWFERM korn og gögn og gæði
Posted: 9. Nov 2010 13:26
by andrimar
Já held það sé skynsamlegast.
