Page 1 of 1

Whiskysmökkun

Posted: 2. Nov 2010 20:52
by elvar
Ef einhverjir einmöltungsmenn eru hérna þá gætu þetta verið fyrir þá.

Boðað er til smökkunar hjá whiskyfélugum 13 nóvember kl 17. Ýmislegt nýmeti verður til skoðunar úr nýliðinni Skotlandsferð undirritaðs, líklega 5 til 6 tegundir. Meiningin er að hafa einskonar eyjaþversnið allt frá Orkneyjum til Islay með viðkomu í Oban.
Sama form og áður hjá félaginu þ.e þáttakendur mæla sér sjálfir liðlega 20ml skrá við nafn sitt og gera upp í lokin. 20ml myndu kosta 400-500kr.
Ég ætla að reyna að fá heldur fleiri til að mæta og hafa þetta í Friðarhúsi svo hægt sé að hafa smá myndasýningu meðfram.
Ef áhugi er nægur þá gætum við borðað saman á staðnum. Ég er þá að
að hugsa um krækling á flæmska vísu og einhvern eftirrétt sem myndi kosta 2000kr Skráning í mat og smökkun yrði að liggja fyrir á þriðjudeginu á undan. Þeir sem vildu gætu þá fengið sinn betri helming í matinn. Ekkert væri því til fyrirstöðu að taka með sér eigin drykkjarföng en Friðarhús býr þó að þokkalegum bjórskáp.
Skráning og upplýsingar hjá systaelv@itn.is
kveðja Elvar

Re: Whiskysmökkun

Posted: 2. Nov 2010 22:32
by gunnarolis
Hvaðan er þetta komið, hvar er eitthvað meira info um þetta?

Re: Whiskysmökkun

Posted: 3. Nov 2010 13:31
by Hjalti
Meiri upplýsingar! :)

Re: Whiskysmökkun

Posted: 3. Nov 2010 20:41
by elvar
Þetta er mjög einfalt, Á hótel holti koma saman mánaðarleg einhverjir úr 30 manna hópi til að skoða single malt whisky og ræða saman. Eftir að botninn datt úr innflutningi þá höldum við einkasmakkanir þegar einhverjir hafa náð í nýjar tegundir. Við erum oftast um 12 en núna datt mér í hug að reyna ná til aðeins fleiri. kv Elvar Ástráðsson systaelv@itn.is

Re: Whiskysmökkun

Posted: 4. Nov 2010 20:59
by elvar
Laugardaginn 6 nóv kl 16 til 19 er næsti fasti whiskyfundur á Hótel Holti allir alltaf velkomnir í hópinn.
Þar verður rætt um ofangreinda smökkun.
kv Elvar