Page 1 of 1
Secondary
Posted: 2. Nov 2010 14:01
by Maddi
Er mælt gegn því að nota plastfötu í secondary gerjun?
Re: Secondary
Posted: 2. Nov 2010 14:06
by Idle
Nei, ekkert sem mælir gegn því. A. m. k. ekkert sem ég hef heyrt, lesið, eða upplifað.
Re: Secondary
Posted: 2. Nov 2010 14:13
by sigurdur
Af hverju viltu nota secondary?
Re: Secondary
Posted: 2. Nov 2010 14:30
by kalli
Það er ekki beinlínis mælt móti því. Hinsvegar er reynt að forðast að súrefni komist í bjórinn á því stigi. Þessvegna hentar glerkútur vel. Hann er með minna rúmmál svo það verður minna pláss fyrir loft í kútnum og svo hleypir gler ekki súrefni í gegn um sig eins og plastið gerir.
Varðandi spurningu Sigurðar um hversvegna secondary? Hvers vegna ekki. Það eru rök með og á móti. Helstu rökin á móti eru hætta á sýkingu við auka fleytingu og stúss. En ef hreinlætis er gætt, þá ætti það ekki að vera vandamál. Maddi er búinn að ákveða að nota secondary og það er bara fínt.
Re: Secondary
Posted: 2. Nov 2010 14:43
by Oli
Ekkert að því að prófa að nota secondary
Re: Secondary
Posted: 2. Nov 2010 14:58
by Maddi
Já mig langaði nú aðallega að prufa það og vildi hafa vaðið fyrir neðan mig.

Eru menn almennt ekkert voðalega mikið að nota það?
Re: Secondary
Posted: 2. Nov 2010 15:24
by kalli
Margir nota secondary. Margir gera það ekki. Kostirnir eru m.a. þessir:
- Bjórinn verður tærri við átöppun. Meira af útfellingum er skilið eftir.
- Gerjun verður hraðari og klárar betur. Þegar hámarki gerjunar er náð setjast gerlarnir á botninn og varna aktivum gerlum að ljúka við gerjun. Við fleytingu yfir á secondary losnar maður við gerlana í botnfallinu og aktivu gerlarnir ná að ljúka við gerjun. Einnig losnar CO2 úr bjórnum við fleytingu og það þýðir betri fullnaðargerjun.
- Hægt er að láta bjórinn gerjast lengur en ella. Bragðið fær þannig að þroskast lengur fyrir átöppun. Ef bjórinn er lengur en 2 vikur á primary, þá byrja sterkari gerlarnir að éta þá veikari og það á að hafa neikvæða þýðingu fyrir bragðið.
Secondary er mikilvægari fyrir sterka bjóra sem þurfa að "mýkjast" við lengri gerjun og svo fyrir lager bjóra. Ég læt PA og IPA gerjast í 3-4 vikur.
Annars eru margir sem nota ekki secondary og telja það ekki koma að sök. Ég hef líka látið gerja í primary í 4 vikur og fann ekkert að bjórnum. Hinsvegar, hefði ég haft samanburð með lögn í secondary, er hugsanlegt að ég hefði fundið einhvern mun.
Annars, ef maður googlar þetta, þá fást mismunandi svör við spurningunni.
Re: Secondary
Posted: 2. Nov 2010 15:32
by sigurdur
Kalli, ég er ekki að spurja hvers vegna maður ætti að setja í secondary heldur hvers vegna Maddi ætlar að setja í secondary. Hann svo svaraði því.
Ég set ekki í secondary nema það sé voðalega sérstakt tilefni til.
Það er gott að nota glerkút eða BetterBottle (eða einhvað carboy gert úr sama plasti og BB) til að minnka allan súrefnisleka í bjórinn.
Almennt held ég að fólk sé ekki að nota secondary fyrir utan ákveðinn hóp í BNA.
kalli, ertu með hlekk á þessar upplýsingar sem að þú útlistar?
Tærari bjór: Nei, ekki endilega.
Gerjun verður hraðari og klárar betur: Eru til rannsóknargögn fyrir því? Ef þau eru til, þá væri mjög skemmtilegt að lesa þau.
Láta bjórinn gerjast lengur en ella: Kalli, hvar fannstu þessar upplýsingar? Það væri gaman að lesa þær. Gerjun ætti að taka jafn langan tíma hvort sem að þú ert með hann í hreinu íláti eða í fyrsta stigs íláti. Er þessi fullyrðing ekki mótsögn við þá fyrri?
Re: Secondary
Posted: 2. Nov 2010 15:51
by kalli
sigurdur wrote:
kalli, ertu með hlekk á þessar upplýsingar sem að þú útlistar?
How to Brew: "For the best results, the beer should be given time in a secondary fermentor before priming and bottling. Even if the yeast have flocculated and the beer has cleared, there are still active yeast in suspension that will ferment the priming sugar and carbonate the beer."
http://www.homebrewjunkie.com/2009/06/i ... y-for.html" onclick="window.open(this.href);return false;
http://everything2.com/title/Homebrewin ... rmentation" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.annapolishomebrew.com/REsecondary.asp" onclick="window.open(this.href);return false;
o.s.frv. ...
Re: Secondary
Posted: 2. Nov 2010 16:00
by atax1c
Ætla að forðast það að blanda mér í þessa hættulegu umræðu, en vill samt benda á að það er ekki allt "rétt" lengur í How to Brew, fyrstu útgáfu.
This was confirmed on a March episode of Brew Strong where John and Jamil talk about how secondary fermentation is an outdated homebrewing technique. John even says that the information in the 1st edition of How to Brew (the web version) is no longer relevant.
Sjá hér:
http://www.homebrewtalk.com/f163/second ... gh-176837/" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Secondary
Posted: 2. Nov 2010 19:29
by gunnarolis
Ég skal súmmera þetta upp fyrir ykkur.
Lemma 1: Ef þú ætlar að þurrhumla, notaðu secondary. Ef þú ætlar að gerja í => 4 vikur notaðu secondary.
Ef það sem þú ætlar að gera fellur ekki undir lemmu 1, ekki nota secondary.
Það má læsa þræðinum, ég er búinn að redda þessu.
Re: Secondary
Posted: 2. Nov 2010 19:58
by Braumeister
Ég hef aldrei skilið að það eigi að þurfa að setja í secondary ef það á að þurrhumla....
Ef ætlunin er að hirða gerið gæti ég etv. fallist á það, en yfirleitt droppa ég humlunum bara ofan í gatið fyrir vatnslásinn og treð honum svo í aftur....
Re: Secondary
Posted: 2. Nov 2010 23:55
by sigurdur
Eins og atax1c nefndi þá eru þessar upplýsingar úr howtobrew ekki alveg réttar, samkvæmt t.d. höfundi bókarinnar sjálfrar.
Heimildirnar sem að voru veittar fyrr í þessum þræði eru því miður misgóðar. Sumar þeirra byggja á mjög mikilli hjátrú og er þeim bent sem fylgjast með þessum þræði að lesa sig vel til áður en tekið er mark á
öllum upplýsingum sem koma hér fram, líka mínum. Ef þetta er hjartans mál fyrir einhvern þá bendi ég á eftirfarandi bækur (ein á við um míkróbrugghús en ekki heimabruggara, góð lesning samt) :
How to brew, þriðja útgáfa
Brewing: Science and Practice
Principles of brewing science
Að setja í seinna ílát getur hljómað sem spennandi hlutur til að gera við bjórinn sinn og það er ekkert rangt við það að gera það. Það er samt oftast ekki mikill hagnaður á því að setja bjórinn í seinna ílát fyrir okkur heimabruggara þar sem að meirihluti gerjunarferlisins (jafnvel allt ferlið) getur átt sér stað í aðal gerjunarílátinu.
Orðið 'secondary' er fleygt svolítið fram og til baka í þessum þræði. Það er til 'secondary fermentation' (annars stigs gerjun) og það er til 'secondary fermentation vessel' (seinna [gerjunar]ílát).
Annars stigs gerjun á sér stað í hvaða íláti sem er, á meðan það er ekki búið að drepa gerið í bjórnum. Þetta kallast 'conditioning phase', þar sem gerið er að "taka til eftir sig". Það þarf ekki að taka bjórinn úr fyrsta gerjunaríláti til þess að þetta eigi sér stað.
Seinna gerjunarílát getur verið mjög nytsamlegt þegar það þarf að aldra bjórinn í mjög langan tíma (marga mánuði), ef maður vill fleyta bjórnum ofan á eitthvað sérstakt eða ef maður vill fá aðgang að gerinu strax. Það er ekki nauðsynlegt að fleyta bjórnum ofan af gerinu ef maður ætlar að bæta einhverju í hann eins og t.d. humlum en sumum finnst það þægilegra. Hættan á því að valda oxun bjórs sem skal geyma lengi (t.d. í heilt ár) með því að fleyta í nýtt ílát er veruleg ef maður fer ekki varlega.
Þetta er mjög heitt umræðuefni þar sem að skoðanir manna á efninu eru mjög mismunandi.
Ég mæli með að ef þú þekkir þetta ferli ekki nógu vel, lestu þig þá til í nýlegum, góðum, vel rannsökuðum bókum og/eða fræðigreinum. Eftir að þú hefur lesið þig til um þetta þá getur þú ákveðið þig hvort þú viljir gera þetta eða ekki.
Það er heldur ekkert að því að bara prófa þetta til að svala forvitninni. Ég er viss um það að bjórinn sem að þú færð verður æðislegur!

Re: Secondary
Posted: 3. Nov 2010 00:02
by Maddi
Þakka mjög góð svör hjá ykkur drengir.
Hluti þess sem ég var að spá í þegar ég var að hugsa um seinni gerjun var einmitt þurrhumlun. Var ekki viss hvort menn væru að dömpa þeim í aðal gerjunarílátið eða hvort til þess væri notuð seinni gerjun.
Fyrst þið viljið meina að þess sé ekki þörf, þá kannski byrjar maður á því að sleppa secondary svona rétt til að byrja með.

Re: Secondary
Posted: 3. Nov 2010 00:14
by sigurdur
Þú getur prófað að gera bæði og gert upp við þig hvort ferlið þér líkar við.
Oxun í bjór (sem veldur of snemmri stöðnun) er hættuefni þegar fleytt er á seinna ílát, en ef þú ert að fara að klára allan bjórinn á innan við 2-3 mánuðum þá þarft þú ekki að hafa neinar áhyggjur af því.
Re: Secondary
Posted: 4. Nov 2010 01:40
by Oli
Spurning um að fá þessar bækur lánaðar hjá þér þegar þú ert búinn að lesa þær? Brewing: Science and practice kostar ansi mikið