Page 1 of 1

Skíjað vín

Posted: 1. Nov 2010 22:50
by Bjori
Sælt veri fólkið.

Nú í Ágústbyrjun skelltí ég í hvítvín, reyndar bara svona "kit vín " úr Ámuni, en engu að síður þá ákvað ég að gera tvöfalta uppskrift ,semsé 46 lítra ;) ekkert nema gott um það að segja.

Þetta gerði ég í 55 ltr kút sem ég keipti mér í verkefnið, en þegar kom að umfleytingu ( vínið orðið tært og fínt ) þá gerðist það slæma :cry: þegar ég var búinn að fleyta 25 ltrun af 46 og byrjaður að setja í seinni flöskuna þá hefur mér tekist að taka upp slatta af gruggi :oops: en þar sem ég var að gera það sem maður á aldrei að gera í víngerð ( flýta sér ) þá tók ég ekki eftir því fyrr en núna þegar ég ættlaði að fara að setja þetta á flöskur.....

Eigið þið einhver ráð, önnur en að leigja síju hjá Ámunni ?

kveðja

Bjóri

Re: Skíjað vín

Posted: 1. Nov 2010 23:05
by Idle
Það gerir ekkert til. Gruggið sest aftur á botninn með tímanum. Sama hvort þú þyrlar því upp við átöppun af óvarkárni eður ei, þá sest það alltaf til botns aftur. Þegar kemur að því að bragða á veigunum, vandaðu þig bara svolítið við að hella úr flöskunum; gerðu það hægt, varlega, og skildu vænan sopa eftir í botninum ef þú vilt ekki fá öll bætiefnin með í glasið. :)

Re: Skíjað vín

Posted: 2. Nov 2010 01:23
by Andri
Skella þessu í ískáp á lægsta hita í einhverja daga, ætti að lagast við það.
Eða jafnvel út þar sem núna fer að verða asskoti kalt í veðri :)
10-20% vín frýs við einhverjar -5 til -10 gráður celsius
Ég gerði allavegana tilraun með 25 lítra af gambra einu sinni, varð kristaltær eftir örfáa daga í -1°C.