Page 1 of 1

Rúv í augnablikinu

Posted: 25. May 2009 20:46
by Hjalti
Einhverjir indverjar sem eru að ná sér í hunang og kreista úr búinnu lítravís af hunangi.

Getið þið ímyndað ykkur Mjöðið sem væri hægt að gera úr svona hunangi! Væri til í að prufa þetta alltsaman :)

Re: Rúv í augnablikinu

Posted: 25. May 2009 22:18
by Öli
Prufa þetta alltsaman já... ég skal bíða niðri á meðan þú klifrar upp í tré að sækja hungangið :)

Fyrir þá sem, eins og ég, misstu af þættinum þá í það minnsta hét hann "Jungle Nomads of the Himalayas".

Re: Rúv í augnablikinu

Posted: 25. May 2009 22:36
by Andri
*

Re: Rúv í augnablikinu

Posted: 25. May 2009 22:53
by Oli
fínir þættir um mjaðargerð á basicbrewing, ræða þar um mismunandi tegundir hunangs við mjaðargerð og hunang til að præma bjór.

Re: Rúv í augnablikinu

Posted: 25. May 2009 23:01
by Andri
Ákvað að prófa þennann leik, markmiðið er að búa til brugghús og viðhalda því, búa til ýmsa bjóra og svona.
Þú hefur um 3 lönd að velja, bretland, belgíu & þýskaland, þú getur valið microbrewery og einhver 2 aðrar stærri stærðir af brugghúsum. Svo geturðu tekið á móti gestum og svona crap...

Ölvisholt 2 :D

Re: Rúv í augnablikinu

Posted: 25. May 2009 23:13
by Eyvindur
Strákar, væruð þið vinsamlegast til í að hafa skráaskipti á efni sem heyrir undir höfundarrétt ykkar á milli og halda því utan þessa spjalls? Þetta er ólögleg iðja og ég held að ég sé tæpast einn um að vilja halda öllu slíku fjarri Fágun. Ég held að það væri jafnvel best að þessir þræðir hyrfu héðan, því það verður okkur tæpast til framdráttar ef utanaðkomandi aðilar detta hér inn og sjá ólögleg skráaskipti fara fram á spjallinu okkar.

Ég er viss um að þið skiljið þessar áhyggjur. Við þurfum að hugsa út í þessa hluti, því við höfum jú öll sama markmiðið: Að auka veg og virðingu áhugamálsins okkar. Þá er best að halda svona löguðu fjarri ásýnd okkar út á við. :)

kk