Page 1 of 1

coopers

Posted: 29. Oct 2010 12:51
by snowflake
Sælir veit að þið eruð ekki hrifnir af þessum kitum, en hvað af þessu finnst ykkur hafa komið best út án þess að vera eitthvað að eiga mikið við þetta. Er betra að nota hunang. Er að prufa þetta þar sem ég er ekki búinn að útbúa mér suðu og kæligræju en er kominn með meskiker :)

k.kv

Re: coopers

Posted: 29. Oct 2010 13:06
by Oli
Sæll, það hefur komið þokkalega út að nota tvö svona kit, þ.e. tvær dollur í stað sykurs, einnig geturðu notað eina dollu og reddað þér hreinu maltextrakti í staðinn fyrir sykurinn, muna bara að nota nógu mikið til að ná nógu hárri eðlisþyngd, getur þá líka notað sykur með því.
Einnig er ágætt að sjóða hluta í kannski 15-30 mín og bæta við smávegis af humlum.
Þetta verður kannski enginn gæðabjór en alveg drekkanlegt eftir mánuð.

Re: coopers

Posted: 29. Oct 2010 13:15
by snowflake
En hvaða kit þá hvaða bragð? En ef að maður hefur ekki maltið er hægt að nota hunang hef ekki séð þetta malt útí búð

Re: coopers

Posted: 29. Oct 2010 13:21
by Oli
Bara nota ljósasta og bragðminnsta kittið í stað sykurs, hunangið gefur þessu kannski eitthvað meira bragð en sykurinn, hunang samanstendur hinsvegar mestmegnis af frúktósa og dextrósa og smávegis af maltósa þannig að þú færð líklega svipaða niðurstöðu og þegar dextrósi er notaður eingöngu. Þú færð maltextrakt í krukku út í apóteki, svo er hægt að fá bakaramaltextrakt einhversstaðar líka.

Re: coopers

Posted: 29. Oct 2010 16:45
by Squinchy
Mér fannst lagerinn koma best út frá þeim

Re: coopers

Posted: 29. Oct 2010 18:48
by snowflake
Og þá bara með sikri? Við hvaða hitastig var hann í gerjun?

Re: coopers

Posted: 29. Oct 2010 22:55
by sigurdur
Ég heyrði að Coopers Stout væri besti kit'n'kilo bjórinn þegar ég var að byrja að brugga. Ég get ekki staðfest það, en þú getur prófað hann.
Annars hefur Real Ale verið gefið sem ágætt til breytingar.

Re: coopers

Posted: 30. Oct 2010 16:47
by arnarb
Þess má geta að Vínkjallarinn er kominn með DME (Dried Malt Extract) sem má nota í stað sykurs. Þó þarf að gæta þess að nota þarf DME í meira magni en sykur.

Re: coopers

Posted: 30. Oct 2010 23:03
by Squinchy
Ég prófaði að nota tvær dósir af lager, og svo sykur þangað til ég náði OG sem ég sæti mig við og random magn af vatni, kom virkilega vel út

Re: coopers

Posted: 31. Oct 2010 01:13
by sigurdur
arnarb wrote:Þess má geta að Vínkjallarinn er kominn með DME (Dried Malt Extract) sem má nota í stað sykurs. Þó þarf að gæta þess að nota þarf DME í meira magni en sykur.
Það þarf ekkert, bara æskilegra ef þú ætlar að fá sömu áfengisprósentu.

Re: coopers

Posted: 31. Oct 2010 13:49
by Maddi
Squinchy wrote:Ég prófaði að nota tvær dósir af lager, og svo sykur þangað til ég náði OG sem ég sæti mig við og random magn af vatni, kom virkilega vel út
OG er þá bara það sem mælist með sykurflotvog? Hvað er leitast eftir háu OG? Mælirðu þetta í heitu vatninu?
Hvernig virkar þetta, sýður maður þá dósirnar báðar saman við vatn og bætir við sykri?

Re: coopers

Posted: 31. Oct 2010 14:04
by snowflake
Er í lagi að nota þetta malt extract sem að maður fær útí apóteki? kostar einhver 800 kall ein dós

Er í lagi að gerja svona kit við 10-13°c ?

Re: coopers

Posted: 31. Oct 2010 17:38
by sigurdur
Maddi wrote:OG er þá bara það sem mælist með sykurflotvog?
OG er skammstöfun fyrir Original Gravity. Þetta er talan á flotvoginni áður en þú byrjar að gerja bjórinn.
Hvað er leitast eftir háu OG?
Fer eftir hvað þú ert að reyna að gera.
Mælirðu þetta í heitu vatninu?
Nei, mælirinn er yfirleitt stilltur fyrir 16°C. Best er að mæla í kring um það hitastig.
Hvernig virkar þetta, sýður maður þá dósirnar báðar saman við vatn og bætir við sykri?
Tilgangurinn með tveim dósum er að reyna að sleppa sykrinum.
Það er ekki óvitlaust að skella tveim pökkum af coopers geri í virtinn ef þú setur tvær dósir í.
En það er gott að blanda þessu á meðan það er heitt til að gera blöndunina auðveldari.
Ég mæli með að þú lesir How to brew til að fá betri skilning á þessu ferli.
http://www.howtobrew.com/" onclick="window.open(this.href);return false;
Það gæti verið gott að skoða eftirfarandi myndbandsseríu
http://www.youtube.com/watch?v=sAJKWCda ... playnext=1" onclick="window.open(this.href);return false;
snowflake wrote:Er í lagi að nota þetta malt extract sem að maður fær útí apóteki?
Já, en ég myndi nota a.m.k. 3 dósir ef þú ætlar að gera 23-25 lítra.
Er í lagi að gerja svona kit við 10-13°c ?
Það er í lagi, en þú þarft að redda þér öðru geri sem að ræður betur við að gerja á þessu hitastigi.
Haltu hitastiginu í uþb 18°C ef þú vilt halda bragðinu eins hlutlausu og hægt er með Coopers gerinu.

Re: coopers

Posted: 31. Oct 2010 19:00
by Stebbi
Coopers Real Ale og 1300-1500gr af maltextracti gerjað í 18° í með einum og hálfum pakka af coopers geri hefur virkað fínt hjá mér og skilaði góðum árangri. Ég minkaði að vísu vatnið aðeins síðast og endaði í 20-21L minnir mig og fékk þá mun bragðmeiri bjór. Sá bjór var bestur af þessum dollubjórum sem ég hef gert.

Re: coopers

Posted: 31. Oct 2010 19:48
by Maddi
Stebbi wrote:Coopers Real Ale og 1300-1500gr af maltextracti gerjað í 18° í með einum og hálfum pakka af coopers geri hefur virkað fínt hjá mér og skilaði góðum árangri. Ég minkaði að vísu vatnið aðeins síðast og endaði í 20-21L minnir mig og fékk þá mun bragðmeiri bjór. Sá bjór var bestur af þessum dollubjórum sem ég hef gert.
Var það maltextract sem þú keyptir í apótekum?

Re: coopers

Posted: 31. Oct 2010 21:43
by Stebbi
Nei ég keypti 15kg í Kjarnavörum í sumar. Það er langt komið og ég er ekki sá duglegasti í brugginu.