Page 1 of 1

Hitastig of lágt

Posted: 25. Oct 2010 14:45
by thk
Sælir

Ég er með spurningu varðandi hitastigið. Málið er það ég er búinn að vera með hvítvín í gerjun í fötu í 7 daga núna.

Mér tókst að halda hitastiginu um 20-25°C í 4 daga, þá fór ég út á land.

Þegar ég kom aftur á degi 6 var hitastigið í c.a. 12°C og ekkert loft virtist koma út um vatnslásinn, hvorki á 6 daga víninu né bjórnum sem ég var búinn að hafa í gerjun í 4 daga.
Ég keyrði hitastigið upp en lítið virðist breytast síðan í gær (á degi 6).

Nú spyr ég hvað er til ráða?

Getur gerillinn drepist við of lítið hitastig, hvernig hefur það áhrif á bragðið og ætti ég að bæta geri við?

Re: Hitastig of lágt

Posted: 25. Oct 2010 15:24
by hrafnkell
Gerillinn ætti ekki að drepast í kulda, hann bara hvílir sig, og gæti verið seinn í gang.

Re: Hitastig of lágt

Posted: 25. Oct 2010 19:58
by sigurdur
Ef þú ert ofur áhyggjufull/ur þá getur þú tekið flotvogsmælingu, og svo aftur eftir ~4 daga.
Ef vínið/bjórinn var ekki kominn niður í áætlaða mælingu og það er munur á mælingunum, þá veistu að það er allt í lagi.

Re: Hitastig of lágt

Posted: 26. Oct 2010 12:45
by thk
ok skoða þetta, takk fyrir svörin