Brauð úr notuðu korni

Post Reply
User avatar
OliI
Kraftagerill
Posts: 70
Joined: 28. Aug 2010 10:42

Brauð úr notuðu korni

Post by OliI »

Datt um þessa á netinu: http://captainsbeerblog.com/2009/08/26/ ... ew-review/" onclick="window.open(this.href);return false;
Fannst nú flækjustigið fullhátt, sauð þetta saman í eftirfarandi:

9 dl hveiti
3 dl vatn
2.5 dl (ca 100g) notað korn úr meskingu
1 msk hunang
1 msk olía
1 tsk salt
1 tsk þurrger

Skellti þessu í brauðvél og úr varð ljómandi gott brauð.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Brauð úr notuðu korni

Post by hrafnkell »

Þetta er girnilegt.. Verst að allar þessar uppskriftir úr notuðu korni eru með ansi litlu korni. Maður þyrfti að baka ansi mörg brauð til að það sæist eitthvað á kornhaugnum eftir bruggun :)
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Brauð úr notuðu korni

Post by Hjalti »

Ég hef reynt að gera þetta og þetta kemur feikilega vel út á meðan að kornið sem maður er að nota er ekki of ristað.
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Brauð úr notuðu korni

Post by bergrisi »

Mér finnst oft svo mikil synd að henda öllu gamla korninu. Henti þessu einusinni í beðin hjá mér en fannst það ekki gera neitt.

Er það bara tunnann eða er eitthvað hægt að nýta þetta?
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Brauð úr notuðu korni

Post by viddi »

Ég hef verið að prófa að dreifa þessu á túnið hjá ömmu (brugga þar). Áberandi grænna grasið þar sem kornið fer niður. Hef verið að setja korn líka í kartöflugarð. Get ekki fullyrt um útkomuna ennþá.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Brauð úr notuðu korni

Post by Classic »

Ég hef gefið mömmu afgangskorn, frysti það bara eins og það kemur úr pokanum. Hún tekur 100g af því á móti 500g af hveiti í brauðuppskrift og kemur eðalfínt út. Ber þó að geta að kornhrat frá mér inniheldur bara sérmalt, svo það gefur sérstaklega mikið bragð og lit í brauðið.

Ætla að prófa þetta einhvern tímann sjálfur og nota þá heimagerða mysu sem vökva í brauðið. Full nýting á "ruslinu" þar á ferð.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Brauð úr notuðu korni

Post by bergrisi »

Ætla að prufa að setja þetta á grasið. Er með ekkert svakalega stóran blett og ætti að sjá árangur ef einhver er.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Brauð úr notuðu korni

Post by bjarkith »

Worst case scenario, þá verða þrestirnir og stararnir í garðinum þínum extra feitir, þeir hafa klárað korn úr heilum lögnum ofan af snjó á veturna hjá mér.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Brauð úr notuðu korni

Post by bergrisi »

Það er ekki gott. Ætli ég fái þá ekki fleiri "helvítis" ketti í garðinn minn!!! Það er nú nóg af þeim fyrir.

En ég held ég geri samt tilraunina og sjái hvað kemur úr þessu. Ef það koma margir fuglar og kettir á eftir þeim þá get ég setið úti með bjór í hönd og teyjubyssu í hinni og reynt að útrýma þessum kvikindum.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Brauð úr notuðu korni

Post by helgibelgi »

bjarkith wrote:Worst case scenario, þá verða þrestirnir og stararnir í garðinum þínum extra feitir, þeir hafa klárað korn úr heilum lögnum ofan af snjó á veturna hjá mér.
Er mamma þín alveg hætt að baka úr þessu eða hvernig var það? Ég smakkaði nú einu sinni brauðið frá henni og það var örugglega með bestu heimagerðu brauðum sem ég hef smakkað.
bergrisi wrote:Það er ekki gott. Ætli ég fái þá ekki fleiri "helvítis" ketti í garðinn minn!!! Það er nú nóg af þeim fyrir.

En ég held ég geri samt tilraunina og sjái hvað kemur úr þessu. Ef það koma margir fuglar og kettir á eftir þeim þá get ég setið úti með bjór í hönd og teyjubyssu í hinni og reynt að útrýma þessum kvikindum.
Ef þú kemur einhvern tímann í heimsókn, þá ætla ég að fela kisa litla! :lol:
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Brauð úr notuðu korni

Post by hrafnkell »

Ég gerði brauð í vikunni:
http://brew.is/blog/2012/04/spent-grain-bread/" onclick="window.open(this.href);return false;
Post Reply