Page 1 of 1

Cider - carbonering

Posted: 23. Oct 2010 14:14
by ego
Sæl!

Ég er með í gerjun 10 lítra af cider sem ég þarf fljótlega að fara að tappa á flöskur. Eruð þið með einhver góð ráð varðandi carboneringu í flöskunum? Er búinn að lesa eitthvað um hunang - er þetta líka í góðu lagi bara í venjulegar 750ml með korktappa?

Einhver með reynslu af þessu?

Re: Cider - carbonering

Posted: 23. Oct 2010 18:01
by kristfin
þú notar carbonation calculator á vefnum. eins og
http://hbd.org/cgi-bin/recipator/recipa ... ation.html" onclick="window.open(this.href);return false;
setur inn magnið og hitann og hvað þú vilt kolsýra mikið.
cyder er flottur 2-4, en þú mátt ekki fara yfir 2 með bjórflöskur.
þú getur ekki notað korktappa nema þú sért með kampavínsflöskur og svoleiðis tappa.
einfaldast að setja bara á bjórflöskur

Re: Cider - carbonering

Posted: 23. Oct 2010 19:06
by ego
Ok takk fyrir þetta!

En hvað með hvítvíns/rauðvínsflöskur með skrúfutappa? Eða plastflöskur, 1/2 lítra, 1ltr eða 2ltr?

Re: Cider - carbonering

Posted: 23. Oct 2010 19:19
by kristfin
ekkert mál með plastflöskurnar. ég mundi samt ekki nota stærri en 500ml.
og þá mundi ég líka miða við 3 í kolsýringu.

hafðu bara í huga að það er hægt að missa hausinn ef flöskur springa. ekki setja þrýsting á flösku nema vera viss um að hún haldi

Re: Cider - carbonering

Posted: 5. Feb 2014 22:38
by Snordahl
kristfin wrote:þú notar carbonation calculator á vefnum. eins og
http://hbd.org/cgi-bin/recipator/recipa ... ation.html" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
setur inn magnið og hitann og hvað þú vilt kolsýra mikið.
cyder er flottur 2-4, en þú mátt ekki fara yfir 2 með bjórflöskur.
þú getur ekki notað korktappa nema þú sért með kampavínsflöskur og svoleiðis tappa.
einfaldast að setja bara á bjórflöskur

kristfin áttu við að bjórflöskur þoli ekki meiri þrýsting en sem þarf til að mynda meira en 2.0 Volume af CO2?
Ég hef aðeins verið að reyna að finna á netinu hvað bjórflöskur eiga að þola mikinn þrýsting en hef fundið lítið um áreiðanlegar upplýsingar varðandi það. Ég hef þó séð marga tala um að flöskur eigi að þola um 50psi.
Það væri gaman að heyra hvað menn vita um þetta. Mest hef ég sett um 2.7vol af CO2 á flöskurnar og það var í lagi en mér skilst að sumir stílar þurfa meira.

Re: Cider - carbonering

Posted: 5. Feb 2014 23:01
by hrafnkell
Venjulegar glerflöskur eiga að þola ~3.0, belgískar og hveitibjórs flöskur eru gerðar fyrir bjóra ~4.0 og þola því væntanlega langleiðina í 5.0. Þú þarft að vera óheppinn til að lenda í vandræðum með venjulegar flöskur í >3.0, en maður hefur samt lesið um marga og heyrt af einhverjum sem hafa lent í því.


1.0 atm er ~ 14.7 PSI.

kristfin er frekar ólíklegur til að svara þessum pósti.. næstum 1.5 ár síðan hann póstaði seinast :)

Re: Cider - carbonering

Posted: 6. Feb 2014 22:56
by Snordahl
Gott að vita.
Ég var farinn í einhverjar pælingar að meta styrk þeirra eftir þyngd en skilst að það sé ekki endilega marktækt þar sem framleiðsluaðferðin skiptir höfuðmáli hvað það varðar.

Re: Cider - carbonering

Posted: 8. Feb 2014 15:46
by Idle
Ég miðaði alltaf við 3,6 með hveitibjórana mína. Þeir fóru flestir á flöskur undan Erdinger og Fuller's bjórum. Engar sprengjur né áföll.

Þegar ég gerði cider setti ég allt á tveggja lítra plastflöskur undan gosi eins og appelsíni, 7 Up, kók og því um líku. Samkvæmt Beersmith hef ég miðað við 2,5 þar. Hann varð samt ekki góður fyrr en entir ríflega hálft ár.

En það er sama, eins og aðrir benda réttilega á. Aðgát skal höfð! :skal: