Page 1 of 1
Beer Machine
Posted: 22. Oct 2010 15:57
by Oli
Hefur einhver prófað svona system eða afurðirnar? Býst svosem ekki við einhverjum eðalveigum úr þessu en gaman að heyra ef einhver hefur prófað.
http://aman.is/index.php?page=shop.prod ... p&Itemid=1" onclick="window.open(this.href);return false;
Annars finnst mér að þeir gætu nú flutt inn smávegis af DME/LME fyrir auðvelda extrakt bruggun með þokkalegri útkomu.
Re: Beer Machine
Posted: 22. Oct 2010 19:28
by Classic
Oli wrote:
Annars finnst mér að þeir gætu nú flutt inn smávegis af DME/LME fyrir auðvelda extrakt bruggun með þokkalegri útkomu.
Algjörlega sammála þessu. Reyndar eru þeir með Muntons LME, en heimskulega dýrt, sem skrifast að mér skilst á hve ósveigjanlegir Muntons eru við litla söluaðila. Sá þetta dót hjá þeim þegar ég skrapp í tappaleiðangur um daginn, ég myndi íhuga að nota duftið og gerja bara í fötu (2 pokar = 20l fyrir 6000 ef ég man rétt) í algjöru hallæri ef ég (og Vínkjallarinn, þeir eiga að mér skilst von á svoleiðis) væri uppiskroppa með DME, hljómar mögulega ögn betur en Coopers, bæði hef ég miðað við mína litlu reynslu meiri trú á DME en LME, svo er ekki ætlast til að þetta sé þynnt til helminga með þrúgusykri svo maður fær á humla/malt jafnvægið sé eðlilegra.. Annars hefði ég sem fyrr segir frekar viljað sjá óhumlað extrakt á skikkanlegra verði frekar en fleiri kit og einhver gizmo með þeim...
Re: Beer Machine
Posted: 22. Oct 2010 20:19
by sigurdur
Hahaha .. þetta er flott tæki.
Fyrsta sem að mér datt í hug þegar ég sá þetta var :
Mr. Beer mark 2 -- Now with more rage