Spurning um flöskur og Sykur

Spjall um víngerð og allt henni tengt.
Post Reply
Haraldur
Villigerill
Posts: 2
Joined: 22. Oct 2010 11:51

Spurning um flöskur og Sykur

Post by Haraldur »

Góðann daginn ágæta fólk.

Maður datt einhvernveginn inn í það að ákveða að fara að brugga. Ég rakst á þessa frábæru spjallsíðu í gegnum google :D
Er maður nú alger byrjandi í víngerð.
Ég fór í ámuna og keypti mér allt tilheyrandi og þetta fína rauðvín, Merlot.
ég er að pæla það stendur í leiðbeiningunum að það eigi alltaf að láta gerjun klárast alveg, og svo meigi alltaf sæta vínið eftir á.
Vínið hjá mér fór alveg úr 8 í -8. á einum sólahring, flokkast það ekki sem mjög þurrt vín?
Ef svo er, hvaða sykur á maður að nota til að sæta? bara venjulegan hvítan sykur eða einhver sérstakan sykur?

Og svo hvar getur maður fengið Rauðvínsflöskur á skikkalegu verði?
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: Spurning um flöskur og Sykur

Post by Andri »

Skil ekki þessar tölur hjá þér. Þetta er þá 1.008 & 0.992? 0.992 er þurrt vín
Skalinn á flotvoginni segir til um þéttleika eða density. Eðlismassi vatns 1000 kg/m^3 (Væri þá 1.000g/cm^3) og eðlismassi eth áfengis 790kg/m^3, sykur hefur eðlismassa sem er ca 1500kg/m^3 ef ég man rétt.
Þegar gerið umbreytir sykrunum í áfengi þá sekkur flotvogin og sýnir þéttleika vökvans

Láttu gerjunina klárast alveg, ef eðlismassinn er sá sami í X daga þá er gerjunin líklegast búin en batnar náttúrulega alltaf með tímanum :)
Ef þú vilt gera vínið sætt þá þarftu að drepa gerið annars étur það upp sætuna sem þú bætir út í og vínið verður kolsýrt í flöskunum, held þeir í ámunni selja campden töflur.
Ég keypti "Vendor Likör bas" hjá ámunni til að sæta hvítvínið sem ég gerði. Mundu bara að gera prufuskammta til að vita hversu sætt vín þú vilt þannig að maður sé ekki að klúðra öllu :|
Venjulegur sykur ætti að duga en mundu að leysa hann upp

Veit ekki með flöskurnar, veitingastaðir? Ætli þeir yrðu ekki bara sáttir með að spara sér ferð á sorpu. Bjóða þeim einhverja tíkalla fyrir hverja flösku, ekki mikill peningur þar
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
raggi
Kraftagerill
Posts: 77
Joined: 10. Dec 2009 22:35

Re: Spurning um flöskur og Sykur

Post by raggi »

Ég fór í dósa móttökuna á Suðurnesjum, heitir Dósasel. Spurði hvort þeir ættu flöskur til að selja mér. Þeir héldu það nú, komu með heilt kar sem þeir höfðu verið að safna í og sögðu mér að taka eins og ég vildi. 12 kr stykkið.
Spurning hjá þér að ath með söfnunarstaði þar sem þú býrð.
Haraldur
Villigerill
Posts: 2
Joined: 22. Oct 2010 11:51

Re: Spurning um flöskur og Sykur

Post by Haraldur »

Ég þakka snögg og frábær svör :)
já ég var að meina 1.010 niður í 0.992 og það er búið að vera þannig í 2 daga þannig gerjunin hlítur að vera búin.

takk fyrir þetta ég athuga þetta
Post Reply