Page 1 of 1
Bjórreiknir á netinu
Posted: 16. Oct 2010 20:39
by ulfar
Hef verið að nota
http://www.hopville.com/" onclick="window.open(this.href);return false; reiknivélina undanfarna mánuði. Það kostar ekki neitt að nota hana og hún er alveg ágæt. Hún getur ekki gert allt en hún getur reiknað út korn og humla - eitthvað sem mægir mér.
Langaði að deila þessu með ykkur.
kv. Úlfar
Re: Rjórreiknir á netinu
Posted: 16. Oct 2010 21:13
by hrafnkell
Þetta líst mér vel á - þægilegra að hafa aðgang að uppskriftinni hvar sem er, ekki bara þar sem maður gerði hana
Re: Bjórreiknir á netinu
Posted: 17. Oct 2010 01:10
by sigurdur
Flott reiknivél .. fann einn galla sem að ég lét hönnuðinn vita af, en annars tiltölulega einföld og þægileg.
Re: Bjórreiknir á netinu
Posted: 20. Oct 2010 16:25
by Squinchy
Mjög flott reiknivél, vantar þó að geta sett inn hitann á korninu svo það sé hægt að reikna út hitann sem "Strike water" þarf að vera
Re: Bjórreiknir á netinu
Posted: 21. Oct 2010 16:54
by arnarb
Sælir.
Vildi benda ykkur á að ef þið eruð með Android símtæki getið þið fengið ókeypis bjórforrit, Brewzor Pro, en þar er að finna fjölmargar reiknivélar sem þægilegt er að nota við bruggunina, geri ég ráð fyrir. Það er einnig hægt að setja inn uppskriftir.
Ég downloadaði þessu forriti á símann minn og ætla að nota reiknivélarnar á bruggdeginum, þó ég haldi áfram að nota BeerToolsPro til að setja saman uppskrift.