Page 1 of 1

Górhátíð Fágunar í Nóvember

Posted: 8. Oct 2010 18:14
by sigurdur
Í Nóvember stendur Fágun fyrir Górhátíð þar sem að meðlimir geta komið saman og deilt með sér heimagerjuðum drykkjar- og matvælum.

Fágun mun hafa sal á leigu og býður öllum að koma og taka þátt í gleðinni.

Staðsetning:
Górhátíðin verður haldin á 10 dropum á Laugarvegi 27.

Tímasetning:
Górhátíðin verður haldin föstudaginn 5. Nóvember milli 20:00 og 01:00 (aðfaranótt laugardags).

Verð:
Verð er 1000 kr. á einstakling, en frítt er fyrir fullgilda meðlimi Fágunar.

Fágun hvetur alla að koma með nóg handa sér og til að gefa öðrum, þannig að það er um að gera að setja í lögn sem fyrst.

Heimilt er að koma með allt sem að Fágun stendur fyrir, heimagert eða keypt.

Rætt verður um hátíðina á næsta mánudagsfundi. Athugað verður hvort áhugi sé fyrir meðlimi að æfa sig að dæma bjóra.

Nafn hátíðarinnar er dregið af forna mánaðarheitinu Górmánuður, sem er u.þ.b. tímabilið 12. október – 11. nóvember. Heimild, vísindavefurinn.

Stjórnin.

P.S. Endilega staðfesta þáttöku í svari á þræðinum.

EDIT: Stjórnin ákvað að breyta tímanum aðeins þannig að við getum skemmt okkur saman lengur.
Bætt við hvað heimilt er að koma með.
Bætt við að rætt verður um hátíðina á næsta mánudagsfundi.

Re: Górhátíð Fágunar í Nóvember

Posted: 8. Oct 2010 18:14
by sigurdur
Ég stefni á að mæta.

Re: Górhátíð Fágunar í Nóvember

Posted: 8. Oct 2010 20:36
by arnarb
Ég mæti og stefni á að mæta með 1-2 með mér.

Re: Górhátíð Fágunar í Nóvember

Posted: 11. Oct 2010 10:09
by ulfar
Ég mætli sæll og glaður

Re: Górhátíð Fágunar í Nóvember

Posted: 11. Oct 2010 11:10
by Hjalti
Ég reyni að mæta, en hvað þýðir Górhátíð?

Er þetta svona splattermyndahátíð? :vindill:

Eða erum við að tala um umhverfismál með Al Gór?

Re: Górhátíð Fágunar í Nóvember

Posted: 11. Oct 2010 11:23
by sigurdur
Hjalti wrote:Ég reyni að mæta, en hvað þýðir Górhátíð?

Er þetta svona splattermyndahátíð? :vindill:

Eða erum við að tala um umhverfismál með Al Gór?
Nafn hátíðarinnar er dregið af forna mánaðarheitinu Górmánuður, sem er u.þ.b. tímabilið 12. október – 11. nóvember.

Gór var sonur Þorra og bróðir Góu og Nórs.

Heimild, vísindavefurinn.

Re: Górhátíð Fágunar í Nóvember

Posted: 27. Oct 2010 12:53
by sigurdur
Ég breytti tímanum aðeins fyrir hátíðina (sami dagur, aðeins breyttur tími).
Ég bætti við hvað er heimilt að koma með.

Ætla ekki allir annars að mæta?

Re: Górhátíð Fágunar í Nóvember

Posted: 27. Oct 2010 13:15
by Idle
Ég kemst ekki með vegna óvæntrar Akureyrarferðar. :(

Re: Górhátíð Fágunar í Nóvember

Posted: 28. Oct 2010 23:39
by halldor
Ég mæti ásamt einhverjum úr brugghúsinu okkar.

Re: Górhátíð Fágunar í Nóvember

Posted: 3. Nov 2010 19:06
by ulfar
Eru ekki allir búnir að finna föt fyrir stóra kvöldið?

Re: Górhátíð Fágunar í Nóvember

Posted: 3. Nov 2010 19:10
by sigurdur
úff .. að finna föt er ekki mín sterka hlið.
Er nokkuð einhver dresskóði? ;)

Re: Górhátíð Fágunar í Nóvember

Posted: 3. Nov 2010 20:21
by ulfar
Bara bannað að mæta í sloppa, annað ekki.

Re: Górhátíð Fágunar í Nóvember

Posted: 3. Nov 2010 22:46
by arnarb
Hva...gengur ekki að mæta í Boris-fötum?

Allir eru velkomnir að mæta og endilega mæta með eitthvað fyrir sig og sína. Ég ætla að mæta með APA til að smakka og fyrir aðra að dæma.

Það verður ekki hægt að kaupa bjór eða aðrar veitingar á staðnum þannig að um að gera að mæta með sínar veigar, hvort sem þær eru heimabruggaðar eða aðkeyptar.

Við gerum ráð fyrir að vera með létt snakk á staðnum en mælum með að allir snæði áður en þeir mæta...með góða skapið.

Re: Górhátíð Fágunar í Nóvember

Posted: 4. Nov 2010 01:01
by halldor
Ég er orðinn geggjað spenntur (en er ekki búinn að ákveða föt... hehe)

Nýjustu tölur eru þær að við mætum allir (4) úr Plimmó og tökum nóg af smakki.

Sjáumst á föstudag :)

Re: Górhátíð Fágunar í Nóvember

Posted: 6. Nov 2010 12:22
by Elli
Takk fyrir góða stemmningu í gær!

Ég er strax farinn að hlakka til næstu gorhátíðar... verðum við ekki að finna ástæðu til þess að halda sambærilegan hitting fljótlega aftur?

Re: Górhátíð Fágunar í Nóvember

Posted: 6. Nov 2010 22:11
by ulfar
Já þetta var mikil gleði. Búin að vera mjög goraður/góraður í allan dag :)

Takk fyrir allan þann góða bjór sem ég fékk að bragða á!

Re: Górhátíð Fágunar í Nóvember

Posted: 7. Nov 2010 09:47
by sigurdur
Takk fyrir skemmtilega veislu! :)

Það var mjög gaman að fá að bragða á öllum bjórnum, verst að ég náði ekki að smakka allan bjórinn.

Það má vera að það verði haldin einhver önnur skemmtileg hátíð brátt aftur.

Re: Górhátíð Fágunar í Nóvember

Posted: 7. Nov 2010 12:10
by arnarb
Sælir og takk kærlega fyrir síðast.

Þetta var mjög skemmtilegt kvöld - verst hvað það var erfitt að komast yfir allan bjórinn sem var á staðnum. Margir mjög góðir bjórar á boðstólnum og skemmtileg tilbreytni að skrá niður smökkunina á blað - maður naut bjórsins enn frekar með því að framkvæma þetta á "vísindalegan" máta.

Það væri frábært að endurtaka leikinn með svipuðu sniði fljótlega.

Re: Górhátíð Fágunar í Nóvember

Posted: 8. Nov 2010 01:08
by karlp
A most excellent evening. Beer coming out my ears. Shame on all of you who were too slack to turn up :)