Page 1 of 1

S:t Eriks Pompona Porter

Posted: 3. Oct 2010 22:26
by aki
http://www.galatea.se/svenskol.aspx
Náði í eintak af þessum enda vakti hann athygli í fallegri uppmjórri flösku með upphleyptu merki gamla S:t Eriks brugghússins í Stokkhólmi sem var eitt af þeim stóru á síðari hluta 19. aldar en gekk síðan inn í hin ýmsu samlög sýnist mér. Bjórinn er framleiddur í takmörkuðu upplagi af örbrugghúsinu Slottskällans Bryggeri (http://slottskallan.se/) í Uppsölum fyrir vörumerkið Three Towns Independent Breweries sem er í eigu drykkjarisans Galatea.

Image
Það sem fyrst vekur athygli er hversu mikið er lagt í flöskuna, merkið og annað sem allt er í klassískum stíl, gyllt og svart, og Eiríkur helgi upphleyptur á flöskuhálsinum. Flaskan sjálf er dökk með stuttan, breiðan kropp og langan háls. Í glasi er ölið dökkt með ljósbrúnan, þykkan haus. Um leið og ölinu er hellt gýs upp angan af súkkulaði og vanillu sem finnst svo greinilega í munni en er horfin í eftirbragðinu. Mér fannst hann ekkert áberandi sætur heldur í ágætu jafnvægi. Þetta er auðvitað eins og konfektmoli, þungt í maga og ekki til að þamba, en mér þótti bragðupplifunin ganga fullkomlega upp. Það er talsverð kolsýra í drykknum, en hún skemmir ekkert fyrir. Virkilega góður súkkulaðiporter. Einkunn 4/5.

Re: S:t Eriks Pompona Porter

Posted: 4. Oct 2010 09:27
by Hjalti
Hvað kostar flaskan af þessum?

Re: S:t Eriks Pompona Porter

Posted: 4. Oct 2010 10:42
by aki
Eitthvað um 20 SEK minnir mig í Systembolaget. Það eru sirka 350 ISK reiknast mér til.

Re: S:t Eriks Pompona Porter

Posted: 6. Oct 2010 09:20
by kristfin
þú verður að hafa flösku með þér heim áki