Page 1 of 1

Nils Oscar

Posted: 3. Oct 2010 21:46
by aki
Nils Oscar
(http://www.nilsoscar.se)
Brugghús sem var stofnað 1996 í Norrköping sunnan við Stokkhólm og heitir í höfuðið á afa eigandans. Þeir eru bæði með öl og brennd vín.

Image
God Ale (4.7%)
Þessi fallegi ljósbrúni mild eða brown karamellumaltsbjór olli mér nokkrum vonbrigðum. Ég fékk hann með sænskum tapasforrétti (graflax, síld etc) og þótt hann væri ekki út úr kú svo sem þá var greinilegt gerbragð af honum sem mér fannst ekki passa við stemninguna í bjórnum. Fuggles og East Kent Goldings humlar segir flaskan en þeir voru ekki áberandi. Hann er léttur með meðalfyllingu sem ég býst við að stafi af karamellumaltinu. Mikið kolsýrður með góðan haus. Einkunn 1/5.

Image
India Ale (5.3%)
Eftir þennan fyrri átti ég nú ekki von á neinu stórkostlegu en þessi IPA kom skemmtilega á óvart. Hann er gerður úr pilsner-, munich- og karamellumalti með sterkri amarillo-angan. Virkilega góð humlalykt af honum sem þó var ekki eins áberandi í bragðinu. Örlítil reykt síld í eftirbragðinu sem ég tengdi við maltið, en kann að skjöplast. Þetta er léttur, mikið kolsýrður bjór. Liturinn er rafgullinn, einstaklega fallegur. Það eina sem hægt er að setja út á hann er hvað maður finnur litla humla í bragðinu og hvað hann er lítið áfengur - dálítið eins og tilraun til að gera markaðsvæna útgáfu af IPA. Einkunn 3/5.

Re: Nils Oscar

Posted: 4. Oct 2010 08:29
by Hjalti
Magnað,

Ég hélt alltaf að þessir bjórar væru gæðaöl.

Búinn að vera að skoða þá þegar ég hef verið í svíþjóð og lét mér einhvernveginn ekki einu sinni detta það í hug að þeir væru ekki 100%.

Takk fyrir að deila þessu með okkur.