Page 1 of 1
Flöskur
Posted: 3. Oct 2010 19:46
by Örvar
Sælir
Hvar hafa menn verið að fá flöskur undir bruggið sitt hér á höfuðborgarsvæðinu annarstaðar en í ríkinu?
Er ennþá hægt að fá tómar flöskur í Ölvisholti?
Vantar smá slatta af flöskum sem fyrst svo ríkið er ekki alveg að ganga núna fyrir mig

Re: Flöskur
Posted: 3. Oct 2010 20:40
by sigurdur
Þú athugað hjá öllum vinum þínum og veitingastöðum.
Re: Flöskur
Posted: 3. Oct 2010 21:38
by Örvar
Hef ekki prófað veitingastaði. Eru þeir almennt til í að selja manni flöskur?
Re: Flöskur
Posted: 3. Oct 2010 21:44
by sigurdur
Það er voðalega mismunandi, fer víst eftir hvernig þú nálgast þetta.
Þú getur orðið heppinn.
Re: Flöskur
Posted: 4. Oct 2010 23:23
by Andri
Bjóða þeim 15-20kr fyrir flöskuna, sparar þeim ferðina á endurvinnslustöð. Allavegana gerði ég það, keypti einhverjar 100 litlar grolsch flöskur (ekki með swingtop..) Það hjálpar ef þú þekkir einhvern eða kannast við aðila sem er á veitingastað/matsölustað...
Flöskurnar eru misskemtilegar þegar það kemur að því að skella tappanum á.
Re: Flöskur
Posted: 4. Oct 2010 23:29
by anton
Mér finnst skemmtilegast að versla flöskurnar í ríkinu og sjá sjálfur um að tæma úr þeim
En ef farið er á veitingarstaði skal passa sig að mæta "off hours", helst virka daga, fljótlega eftir helgi (þá koma flöskurnar inn tómar) , sumsé ekki í hádegis eða kvöldmatartíma. Þetta er samt misjafnt, sem betur fer á ég góða að í fjölskyldunni svo þetta er meira svona úrslita ráð hjá mér...
Re: Flöskur
Posted: 4. Oct 2010 23:38
by Andri
Semsagt mjög drykkfel... ég meina fágaða fjölskyldu?:)
Re: Flöskur
Posted: 5. Oct 2010 08:23
by anton
thja, eða stór fjölskýlda, þið ráðið hvernig þið túlkið STÓR.
En svona ábending Kalda flöskumiðar renna af vandræðalaust sem og LaTrappe miðarnir, en þeir fara sjálfkrafa af sé flaskan í bleyti í nokkra tíma. Svo er oftast best að taka miða af flöskum þegar þær eru ískaldar en þurrar helst, þá er límið ekki klístrað og minna verður eftir af því á flöskunni - þ.e. sé ætlunin að taka miðana af yfir höfuð!
Re: Flöskur
Posted: 5. Oct 2010 16:23
by Stebbi
Kalda flöskurunar sem ég hef tekið miðana af hafa farið undir heita vatnið í smá stund og svo látið renna undir miðan með heitu þegar ég toga hann af. Ekkert lím og ekkert vesen.
Re: Flöskur
Posted: 6. Oct 2010 08:07
by anton
Enda renna kaldamiðarnir af alveg vandræðalaust - Maður þarf eiginlega bara að horfa á miðana þá fara þeir af og ofan í ruslið.
En með flestar aðrar flöskur þá hefur mér reynst farsælla að vera ekki að hita miðana þá verður allt svaðalega klístrað. Betra að renna köldu vatni á ef þess þarf og taka svo miðan eða taka hann af kaldri flösku (t.d. þegar ölið er tekið úr ískápnum og því helt í glasið). En svo má nota heitt vatn, klórin og almenna þolimæði með svömpum til að ná restinni af líminu af flöskunni
Svo eru sumir miðar þannig að ég hef notað stóra gluggasköfu og skafið miðana af. Verst að það er ekki hægt að fá blað í sköfuna sem er bogið eins og flaskan, þá værum við að tala saman !
En gangi þér allavega vel að finna flöskurnar!
Re: Flöskur
Posted: 6. Oct 2010 09:16
by kristfin
ef Þið eruð ekki í tímaþröng, þá er fínt að hafa stóra fötu úti á svölum með sem hægt er að stinga flöskunum ofaní og láta tímann vinna á þeim. ég setti vatn og sápu úr uppþvottavél í stóra fötu, og sting flöskum ofaní hana. eftir viku er allt laust
Re: Flöskur
Posted: 6. Oct 2010 10:04
by hrafnkell
kristfin wrote:ef Þið eruð ekki í tímaþröng, þá er fínt að hafa stóra fötu úti á svölum með sem hægt er að stinga flöskunum ofaní og láta tímann vinna á þeim. ég setti vatn og sápu úr uppþvottavél í stóra fötu, og sting flöskum ofaní hana. eftir viku er allt laust
Þetta hljómar eins og eitthvað sem ég myndi nenna! Ég hef hingað til ekki nennt að standa í einhverjum þvílíkum þrifnaðaraðgerðum á flöskunum mínum, þótt það sé auðvitað langskemmtilegast að vera með hreinar og fínar flöskur.
Re: Flöskur
Posted: 6. Oct 2010 20:39
by Diazepam
kristfin wrote:ég setti vatn og sápu úr uppþvottavél í stóra fötu,
Ég stóð í þeirri trú að þrífa flöskurnar með sápu væri ekki gott. Er það einhver vitleysa eða þværðu flöskur sérstaklega vel á eftir ef þú notar sápu?
Re: Flöskur
Posted: 6. Oct 2010 21:02
by Idle
Örvar wrote:Sælir
Hvar hafa menn verið að fá flöskur undir bruggið sitt hér á höfuðborgarsvæðinu annarstaðar en í ríkinu?
Er ennþá hægt að fá tómar flöskur í Ölvisholti?
Vantar smá slatta af flöskum sem fyrst svo ríkið er ekki alveg að ganga núna fyrir mig

Ég get látið þig hafa eitthvað af flöskum. Ætlaði með slurk í endurvinnsluna, en get alveg eins "skilað" þeim til annarra.

Re: Flöskur
Posted: 6. Oct 2010 22:33
by Örvar
Idle wrote:Örvar wrote:Sælir
Hvar hafa menn verið að fá flöskur undir bruggið sitt hér á höfuðborgarsvæðinu annarstaðar en í ríkinu?
Er ennþá hægt að fá tómar flöskur í Ölvisholti?
Vantar smá slatta af flöskum sem fyrst svo ríkið er ekki alveg að ganga núna fyrir mig

Ég get látið þig hafa eitthvað af flöskum. Ætlaði með slurk í endurvinnsluna, en get alveg eins "skilað" þeim til annarra.

Sendi þér póst
Re: Flöskur
Posted: 6. Oct 2010 23:15
by kristfin
Diazepam wrote:kristfin wrote:ég setti vatn og sápu úr uppþvottavél í stóra fötu,
Ég stóð í þeirri trú að þrífa flöskurnar með sápu væri ekki gott. Er það einhver vitleysa eða þværðu flöskur sérstaklega vel á eftir ef þú notar sápu?
fyrsta umferð er bara til að ná miðunum.
síðan skola ég þær vel og klóra þær eða nota joðfór til að sótthreinsa þær