Page 1 of 2

Skráning í Hópferð í Ölvisholt

Posted: 23. May 2009 14:34
by Hjalti
Brottför er klukkan 15:00, mánudaginn 1 Júní frá BSÍ að Vatnsmýrarvegi 10 í Reykjavík.

Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda mér póst á skraning@hjalti.se og ég skal sjá til þess að við leigjum rétta rútustærð.

Skráningarfrestur er fram að miðnætti á Fimmtudaginn.

Heildar verð fyrir rútuna er um 25þ krónur samtals þannig að því fleiri meðlmimir sem skrá sig því ódýrara verður þetta.

Re: Skráning í Hópferð í Ölvisholt

Posted: 23. May 2009 23:48
by Hjalti
Vil minna á þetta!

16 Skráðir so far
  • Hjalti
  • Korinna
  • Haldór
  • Árni Long
  • Stulli
  • Eyvindur
  • Úlfar
  • Karl
  • Óli
  • Páll
  • Öli
  • Hrotti (Óttar Örn)
  • Stefán
  • Jökull
  • Valgeir
  • Palli
Koma svo fleiri!

Re: Skráning í Hópferð í Ölvisholt

Posted: 24. May 2009 20:19
by arnilong
Er það ekki, allir að mæta? Úlfar og Eyvindur, eruð þið ekki með?

Re: Skráning í Hópferð í Ölvisholt

Posted: 24. May 2009 20:30
by Eyvindur
Jú, ég er með og þykist 90% viss um að Úlfar ætli líka að koma... Hef bara ekki komist í tölvupóstinn minn í dag...

Re: Skráning í Hópferð í Ölvisholt

Posted: 24. May 2009 23:38
by Andri
ég kemst ekki í þessa ferð, fer í næstu sem verður vonandi bráðlega eftir þessa :)
Ég fer í sveinsprófið þann 2-6. þetta eru nokkur próf sem eru 4-10 tímar hvert þannig að ég mun vera að nota tímann í að læra

Re: Skráning í Hópferð í Ölvisholt

Posted: 25. May 2009 02:12
by Squinchy
Hvað kostar sýningin hjá þeim ?

Re: Skráning í Hópferð í Ölvisholt

Posted: 25. May 2009 08:02
by Hjalti
Við fáum þetta frítt en vanalega kostar þetta 1000 krónur á mann og lámarks fjöldi er 10 manns.

Re: Skráning í Hópferð í Ölvisholt

Posted: 26. May 2009 14:02
by Hjalti
Fjöldin er kominn í 10.

Ég er kominn með staðfest tilboð. Brottför rétt eftir 3 Mánudaginn 1 júní Heimkoma klukkan 8 með Rútu frá Kynnisferðum

23.900 fyrir 14 Manna rútu
28.700 fyrir 22 Manna rútu

þannig að það bendir allt til þess að við tökum stærri bílinn.

Verið snögg að skrá ykkur svo hægt sé að fá eins gott verð og hægt er!

Re: Skráning í Hópferð í Ölvisholt

Posted: 26. May 2009 20:08
by halldor
Snilld :)

Re: Skráning í Hópferð í Ölvisholt

Posted: 27. May 2009 23:31
by Korinna
eigum við að taka nesti með okkur eða ætlum við að fara eitthvað saman eftir á?

Re: Skráning í Hópferð í Ölvisholt

Posted: 30. May 2009 13:26
by Palli
Ég vill endilega verða fullgildur meðlimur og staðfesti hér með að ég mæti í ferðina

kv. Páll Ernisson

Re: Skráning í Hópferð í Ölvisholt

Posted: 30. May 2009 14:12
by Öli
Mér líst ágætlega á að fara eitthvað eftir ferðina til að borða. Í að minnsta hver ég fólk til að borða vel áður en við förum, þetta eru 5 tímar af matarleysi.

Re: Skráning í Hópferð í Ölvisholt

Posted: 30. May 2009 22:07
by Eyvindur
Ef það er stefnt út að borða eftirá, má ég mælast til að það verði gert í Reykjavík? Ég hef bæði ekki efni á því, og svo efast ég um að ég geti leyft mér að vera að heiman langt fram á kvöld. Ég er með tvö lítil börn heimafyrir, og verð helst að vera kominn heim fyrir háttatíma...

Re: Skráning í Hópferð í Ölvisholt

Posted: 30. May 2009 22:08
by Eyvindur
Annars gætum við líka slegið saman í nesti, haft hálfgert samskotasnarl eða eitthvað... Fengið okkur eitthvað að narta með bjórnum, allir koma með smá... Hvernig finnst ykkur það hljóma? (Veit að fyrirvarinn er full stuttur, en samt...)

Re: Skráning í Hópferð í Ölvisholt

Posted: 30. May 2009 23:11
by Korinna
Sammála Eyvindi. Ég kem með Mórabrauð :-) Einhver annar gæti tekið ost eða smjör, hnetur, pyslur eða kex...
Mér líst vel á að allir kæmu með eitthvað smá til að narta í. Þetta á nú ekki að enda illa :beer: :beer: :beer:

Re: Skráning í Hópferð í Ölvisholt

Posted: 30. May 2009 23:24
by Hjalti
Hljómar mjög vel! :)

Við mætum með brauð og reyktan silung!

Ekki nóg fyrir 17 en ef allir koma með eithvað þá verður þetta snilld! :)

Re: Skráning í Hópferð í Ölvisholt

Posted: 31. May 2009 07:37
by arnilong
Mér finnst það brilljant að nesta okkur! Ég tek eitthvað með mér.

Re: Skráning í Hópferð í Ölvisholt

Posted: 31. May 2009 12:30
by Eyvindur
Flott mál... Ég kem með eitthvað líka... Vonandi koma sem flestir með smáræði. Um að gera að hafa eitthvað að narta í, eins og Korinna segir, svo fólk verði nú ekki rúllandi áður en yfir líkur. Góð regla að drekka helst ekki bjór á fastandi maga.

Re: Skráning í Hópferð í Ölvisholt

Posted: 31. May 2009 18:26
by arnilong
Ég var að fatta að við förum frá BSÍ og ég hef alltaf verið á leiðinni að fá mér kjamma og kók þar. Kannski tek það með í nesti!

Re: Skráning í Hópferð í Ölvisholt

Posted: 31. May 2009 18:38
by Andri
urg hvað mig langar :cry:

Re: Skráning í Hópferð í Ölvisholt

Posted: 31. May 2009 21:13
by Hjalti
arnilong wrote:Ég var að fatta að við förum frá BSÍ og ég hef alltaf verið á leiðinni að fá mér kjamma og kók þar. Kannski tek það með í nesti!
Mæli ekki með Bíttu Skíttu nema þú ætlir immit að gera það... Bíta og svo fara strax að skíta.... Rosalega vond búlla þar á ferð...

Re: Skráning í Hópferð í Ölvisholt

Posted: 1. Jun 2009 13:45
by Hjalti
Vil taka það fram að greiðsla fyrir ferðina er gerð við Bílstjóra niðri á BSÍ og það helst með korti þar sem bílstjórin verður með posa en ég veit ekki alveg með skiptimynnt.

Skulum reyna að taka með okkur eithvað skemtilegt nesti í ferðina og reynum að sýna hvað við getum í heimagerðri nestisgerð.

Sjáumst klukkan 15:00 á BSÍ!

Re: Skráning í Hópferð í Ölvisholt

Posted: 2. Jun 2009 00:14
by Eyvindur
Takk fyrir daginn... Ég er gáttaður á því að ég hafi komist heill heim.

Re: Skráning í Hópferð í Ölvisholt

Posted: 2. Jun 2009 08:13
by Hjalti
Og ég er gáttaður á því að vera í alvöru vaknaður klukkan 8!

Re: Skráning í Hópferð í Ölvisholt

Posted: 2. Jun 2009 11:14
by Eyvindur
Svona er að drekka að mestu ófilteraðan bjór... Maður er óhemju hress daginn eftir. Ég var klæddur og kominn á ról klukkan 9 í morgun, hress sem aldrei fyrr.