Page 1 of 1
Barley crusher - hvernig mótor?
Posted: 1. Oct 2010 21:32
by hrafnkell
Nú fyrst ég er byrjaður að vesenast með brew.is, þá vantar mig leið til að mala kornið fyrir viðskiptavini.
Ég á barley crusher, en vandamálið er að borvélin sem ég á meikar ekki að snúa crushernum nógu hægt til að kornið tætist ekki. Ansi líklegur til að bræða úr henni nema fyrir lítið magn.
Hvernig get ég reddað mér einhverjum mótor eða einhverju til að nota við crusherinn? Helst ódýrt auðvitað

Re: Barley crusher - hvernig mótor?
Posted: 1. Oct 2010 22:04
by Idle
Ég rakst á áhugaverðan þráð um þetta nýverið, en finn hann ekki aftur í fljótu bragði. Þangað til er HBT a. m. k. óþrjótandi uppspretta upplýsinga.
http://www.homebrewtalk.com/f11/motoriz ... her-55049/" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Barley crusher - hvernig mótor?
Posted: 1. Oct 2010 22:20
by kristfin
þú getur alltaf sett sveif. ef þeir sem kaupa eru ákafir, eru þeir enga stund að mala
Re: Barley crusher - hvernig mótor?
Posted: 1. Oct 2010 22:22
by Idle
kristfin wrote:þú getur alltaf sett sveif. ef þeir sem kaupa eru ákafir, eru þeir enga stund að mala
Sveifin fylgir, svo það er vissulega möguleiki! Örlítil líkamsrækt í leiðinni.

Re: Barley crusher - hvernig mótor?
Posted: 2. Oct 2010 09:40
by hrafnkell
úff það væri ekki alveg í það bjóðandi, að mala 10kg+ með sveifinni... Þetta tekur óstjórnlega langan tíma, ég hef prófað það

Re: Barley crusher - hvernig mótor?
Posted: 2. Oct 2010 17:43
by Andri
Getur fundið fullt af mótorum í sorpu, þurrkaramótorar t.d.
En þú þarft þá líklegast að fá hjól til að lækka rpmið
Áttu ekki einhvern ættingja sem á gíraðann rafmagnsbor ( ekki rafhlöðu ) sem er kominn til ára sinna.
Ég ætla að checka útí bílskúr og gá hvort ég eigi eitthvað til
http://www.youtube.com/watch?v=yORXoQHR ... re=related" onclick="window.open(this.href);return false;