Page 1 of 1
Verð á kolsýruhylkjum
Posted: 25. Sep 2010 14:01
by Idle
Ég er fjarri því að vera kominn í kútamenninguna sjálfur, en datt í hug að einhverjum kynni að gagnast þetta. Átti tal við mann frá Selecta í gær er hann kom til að skipta um kolsýruhylki í vinnunni, og spurði hann út í kostnað. Hylkin (4 kg) eru lánuð, og hver 4 kg. áfylling kostar um 10.000 kr.
Gallarnir? Jú, þú eignast ekki hylkið sjálft. Áfyllingin er hrottalega dýr.
Það væri gaman að vita hvað kútavæddir bruggarar hér gera. Leigja hylki, kaupa að utan, slökkvitæki, o. s. frv. og verð á öllu saman. Þætti vænt um að fá innskot Stjána hérna.

Re: Verð á kolsýruhylkjum
Posted: 25. Sep 2010 17:25
by Squinchy
Ég pantaði mér 2.kg hylki fyrir nokkru síðan sem er ætlað fyrir fiskabúr, svoleiðis kitt er að kosta í kringum 30 -40 út úr búð með þrísitjafnara og solinoid rofa og fullt hylki líka
Re: Verð á kolsýruhylkjum
Posted: 25. Sep 2010 18:24
by ulfar
Ég á slökkvitæki og borgaði ekki meira en 500 kr/kg síðast þegar ég lét fylla á það. Það má vera að það hafi hækkað eitthvað en 10.000 kr/4 kg er ansi mikið.
kv. Úlfar
Re: Verð á kolsýruhylkjum
Posted: 26. Sep 2010 14:22
by hrafnkell
10.000kr er algjör vitleysa - það kostar kannski 1000-2000kr að fylla á í slökkvitækjaþjónustunni, og svo geturðu líka keypt 2-4kg kúta þar á undir 20 þús.
Ég reddaði mér kút annarsstaðar en er ekki búinn að koma mér upp tengjum og drasli til að taka corny í notkun. Aðal vandamálið er að eiga pláss fyrir auka ísskáp sem rúmar kútana...
Re: Verð á kolsýruhylkjum
Posted: 28. Sep 2010 12:55
by Stebbi
Frank í Slökkvitæki ehf í Hafnarfirði er mjög sanngjarn, mig minnir að 7 eða 9kg fyllingin sé á 5000 kall hjá honum. Svo er hann með nýja kúta á þokkalegum verðum, eitthvað undir 30 þús. Svo er hægt að semja við hann um að yfirfara gamla kútinn, stimpla í hann og kaupa fyllingu í leiðini.
Re: Verð á kolsýruhylkjum
Posted: 29. Sep 2010 14:24
by kristfin
Idle wrote:Ég er fjarri því að vera kominn í kútamenninguna sjálfur, en datt í hug að einhverjum kynni að gagnast þetta. Átti tal við mann frá Selecta í gær er hann kom til að skipta um kolsýruhylki í vinnunni, og spurði hann út í kostnað. Hylkin (4 kg) eru lánuð, og hver 4 kg. áfylling kostar um 10.000 kr.
Gallarnir? Jú, þú eignast ekki hylkið sjálft. Áfyllingin er hrottalega dýr.
Það væri gaman að vita hvað kútavæddir bruggarar hér gera. Leigja hylki, kaupa að utan, slökkvitæki, o. s. frv. og verð á öllu saman. Þætti vænt um að fá innskot Stjána hérna.

4kg á 10þ er of mikið. hylkið sem ég nota er 6kg og var áður slökkvitæki hjá stofnun hér í bæ. áður en þið sjáið fyrir ykkur að ég hafi stolið því af landspítalanum, þá get ég sagt ykkur að því var hent þar sem það var með amerískum krana. ég rataði á réttan ruslagám.
ég fann gamalt slökkvitæki í sorpu um daginn. lét þrýstiprófa og allt virkaði. nema helvítis kraninn fór ´þá að leka. er að vona að ég geti lagað hann, næst þegar ég hef tíma til að dunda í pakkningum.
ef ég græja það gamla, ca 2kg, þá get ég mögulega verið með aukahylki til sölu.
annars mæli ég með því að ebaya regulator og fittings. elta vörubíla fyrir hylki og kúta. ef það gengur ekki þá taka þá heim frá breuvland.
Re: Verð á kolsýruhylkjum
Posted: 29. Sep 2010 14:25
by kristfin
annars var einvher að spurja mig út í shank og fittings. ég á eitthvað aukadót ef ykkur vantar. krana, shank, tail og soddan.
Re: Verð á kolsýruhylkjum
Posted: 29. Sep 2010 16:27
by Squinchy
Áttu nokkuð auka Gas-inn tengi á corny kút ?
Re: Verð á kolsýruhylkjum
Posted: 29. Sep 2010 17:24
by anton
Ég er að spá í að fá samþykki hjá húsfélaginu fyrir svona hylki, það ætti að duga eitthvað og jafnvel hægt að hafa sódavatn líka.

- Lítið hylki :)
- image244_sm.jpg (55.79 KiB) Viewed 4152 times
Re: Verð á kolsýruhylkjum
Posted: 29. Sep 2010 21:47
by kristfin
Squinchy wrote:Áttu nokkuð auka Gas-inn tengi á corny kút ?
ég á svoleiðis. ekki auka, en sem ég gæti verið án meðan nýtt væri að koma frá úglöndum