Page 1 of 1

Gosloka IPA

Posted: 19. Sep 2010 12:14
by kalli
Ég lagði í þennan IPA nýlega. Mig langaði til að fá léttan og ferskan bakgrunn fyrir massívan humlakeim. Ég notaði til þess pilsner malt að megninu til og minna magn af pale ale og öðru malti. Í uppskriftinni er líka smá hveiti til þess að fá betri haus á bjórinn. Uppskriftin byggir á Tri-Centennial sem er í öðrum þræði.

Vatnsleiðréttingarnar eru fyrir Burton vatn. Þetta er mín fyrsta tilraun til að leiðrétta vatn og sennilega hafa einhverjir eitthvað við leiðréttinguna að athuga.

Þetta gekk allt upp og úr varð ágætisdrykkur. En hér kemur uppskriftin:

BeerSmith Recipe Printout - http://www.beersmith.com" onclick="window.open(this.href);return false;

Recipe: Gosloka IPA

Brewer: Kalli brugg

Asst Brewer:
Style: India Pale Ale

TYPE: All Grain

Taste: (35,0)



Recipe Specifications

--------------------------

Batch Size: 25,00 L

Boil Size: 34,83 L

Estimated OG: 1,065 SG

Estimated Color: 8,6 SRM

Estimated IBU: 67,4 IBU

Brewhouse Efficiency: 65,00 %

Boil Time: 90 Minutes



Ingredients:

------------

Amount Item Type % or IBU

5,00 kg Pilsner (2 Row) Bel (2,0 SRM) Grain 60,61 %

2,00 kg Pale Malt (2 Row) Bel (3,0 SRM) Grain 24,24 %

0,50 kg Munich Malt (9,0 SRM) Grain 6,06 %

0,45 kg Wheat Malt, Ger (2,0 SRM) Grain 5,46 %

0,30 kg Caramunich Malt (56,0 SRM) Grain 3,64 %

25,00 gm Centennial [10,00 %] (90 min) Hops 24,5 IBU

36,80 gm Centennial [10,00 %] (Dry Hop 7 days) Hops -

50,00 gm Centennial [10,00 %] (20 min) Hops 27,7 IBU

84,00 gm Centennial [10,00 %] (5 min) Hops 15,3 IBU

0,33 tsp Irish Moss (Boil 10,0 min) Misc

1,00 gm Baking Soda (Mash 60,0 min) Misc

5,00 gm Chalk (Mash 60,0 min) Misc

6,00 gm Epsom Salt (MgSO4) (Mash 60,0 min) Misc

6,00 gm Gypsum (Calcium Sulfate) (Mash 60,0 min) Misc

1 Pkgs SafBrew Ale (DCL Yeast #S-33) Yeast-Ale





Mash Schedule: Single Infusion, Medium Body, Batch Sparge

Total Grain Weight: 8,25 kg

----------------------------

Single Infusion, Medium Body, Batch Sparge

Step Time Name Description Step Temp

60 min Mash In Add 21,52 L of water at 76,6 C 67,8 C





Notes:

------

Muna að forhita meskikerið.



-------------------------------------------------------------------------------------

Re: Gosloka IPA

Posted: 20. Sep 2010 11:28
by kristfin
örugglega fín uppskrift.

ég geri ráð fyrir 22 lítrum í meskingu og 15 í skolun.
ég setti þessar tölur í ez water töflu. þá fæ ég þetta út:

Code: Select all

Target water profile:	Burton(IPA)				
Starting Water (ppm):					
Ca:	4,65				
Mg:	0,9				
Na:	8,9				
Cl:	9				
SO4:	2				
CaCO3:	20				
					
Mash / Sparge Vol (gal):	5,8	/	4,0		
Mash / Sparge Vol (liters):	22	/	15		
Dilution Rate:	0%				
					
Adjustments in grams (grains) Mash / Boil Kettle					
CaCO3 (Chalk):	5	(77)	/	0	(0)
CaSO4 (Gypsum):	6	(93)	/	0	(0)
CaCl2 (Cal.Cloride):	0	(0)	/	0	(0)
MgSO4 (Epsom):	6	(93)	/	0	(0)
NaHCO3 (Baking Soda):	1	(15)	/	0	(0)
NaCl (Table Salt):	0	(0)	/	0	(0)
HCL Acid:	0	(0)	/	0	(0)
Lactic Acid:	0	(0)	/	0	(0)
					
Mash Water / Total water / Burton(IPA) water (ppm):					
Ca:	158	/	96	/	352
Mg:	26	/	16	/	24
Na:	21	/	16	/	44
Cl:	9	/	9	/	16
SO4:	260	/	156	/	820
CaCO3:	159	/	103	/	262
					
RA (mash only):	31	(8 to 13 SRM)			
Cl to SO4 (total water):	0,06	(Very Bitter)			
Cl to SO4 Burton(IPA)	0,02				
þetta ætti að vera ok fyrir meskinguna og nýtinguna, en það vantar mikið uppá að vera með burton vatn eftir. mjög ósennilegt að biturleikinn skili sér eins og hjá burton.

ég held að þetta ætti betur við

Code: Select all

Target water profile:	Burton(IPA)				
Starting Water (ppm):					
Ca:	4,65				
Mg:	0,9				
Na:	8,9				
Cl:	9				
SO4:	2				
CaCO3:	20				
					
Mash / Sparge Vol (gal):	5,8	/	4,0		
Mash / Sparge Vol (liters):	22	/	15		
Dilution Rate:	0%				
					
Adjustments in grams (grains) Mash / Boil Kettle					
CaCO3 (Chalk):	6	(93)	/	0	(0)
CaSO4 (Gypsum):	0	(0)	/	46	(710)
CaCl2 (Cal.Cloride):	0	(0)	/	0,5	(8)
MgSO4 (Epsom):	0	(0)	/	9	(139)
NaHCO3 (Baking Soda):	0	(0)	/	4,7	(73)
NaCl (Table Salt):	0	(0)	/	0	(0)
HCL Acid:	0	(0)	/	0	(0)
Lactic Acid:	0	(0)	/	0	(0)
					
Mash Water / Total water / Burton(IPA) water (ppm):					
Ca:	114	/	356	/	352
Mg:	1	/	24	/	24
Na:	9	/	44	/	44
Cl:	9	/	16	/	16
SO4:	2	/	790	/	820
CaCO3:	154	/	175	/	262
					
RA (mash only):	72	(11 to 16 SRM)			
Cl to SO4 (total water):	0,02	(Very Bitter)			
Cl to SO4 Burton(IPA)	0,02				
en nota bene ég er alger nýgræðingur í þessu líka. má vera að ég sé að misskilja þetta big time

Re: Gosloka IPA

Posted: 20. Sep 2010 11:42
by kalli
Ég þarf að skoða þetta vel. Mig grunar að ég muni brugga fleiri IPA en aðra stíla.

Hvar fannstu leiðbeiningar um hvernig eigi að skipta vatnsleiðréttingum milli meskingar og suðu?

Re: Gosloka IPA

Posted: 20. Sep 2010 11:53
by kalli
Ég var að finna nokkuð góðan þráð hér: http://www.homebrewtalk.com/f128/how-mu ... il-137022/" onclick="window.open(this.href);return false;

Athyglisvert hvað ipscman segir um Dortmund og Vienna bjóra.

Re: Gosloka IPA

Posted: 20. Sep 2010 12:50
by kristfin
ég las palmer um vatnið, skoðaði síðan þetta frá bobby_m http://www.homebrewtalk.com/f128/water- ... et-144461/" onclick="window.open(this.href);return false;

það sem ég geri núna er að ég byrja á því að stilla meskinguna inná SRM gildið og nota til þess ez water calculator excel skjalið. síðan bæti ég við restinni til að fá lokavatnið og bæti því við í suðunni.

Re: Gosloka IPA

Posted: 20. Sep 2010 12:57
by kristfin
skrefin sem ég tek með excel skjalið:

1) set inn magnið af vatni í meskingu og skolun. til samans á það að gefa heildarvatnið
2) vel profile, í þessu tilviki Burton (IPA)
3) yfirleitt notar maður kalk (chalk) eða gypsum (gips) til að stilla meskinguna. þeas residual alkalinity. fyrir þennan bjór miða ég við 14 SRM, og 6 grömm af kalki gefa mér 72 RA sem er fínt fyrir 11-16 SRM.
4) síðan bæti ég við skolunarvatnið (og blanda því í suðupottinn þegar allt er komið þangað). byrja yfirleitt á epsom salti ef við á, þar sem það er eina saltið sem gefur magnesíum, en líka súlfat.
5) dunda síðan við að stilla þetta af svo ég sé með nokkurnvegin rétt magn af salti miðað við profile og hlutfallið milli cloride og sulfíðs sé það sama hjá mér og í profile.

þegar ég er síðan sáttur þá fer ég á "Raw Text format" síðuna, afrita niðurstöðurnar og lími í uppskrifitina.

Re: Gosloka IPA

Posted: 20. Sep 2010 12:59
by kristfin
kalli wrote:Ég var að finna nokkuð góðan þráð hér: http://www.homebrewtalk.com/f128/how-mu ... il-137022/" onclick="window.open(this.href);return false;

Athyglisvert hvað ipscman segir um Dortmund og Vienna bjóra.
þetta er alveg rétt held ég. ég skil hinsvegar profilana sem eru á netinu, eins og í ez water skjalinu, að þeir séu góðir fyrir viðkomandi stíla, séu ekki hárnákvæmir skv. staðsetningunni. ég hefi allavega notað vienna profilinn óbreyttan í vienna lagerinn minn (sennilega besti bjórinn minn hingað til)