Page 1 of 1
SmackPack
Posted: 16. Sep 2010 17:49
by kalli
Ég keypti Wyeast 3068 SmackPack frá Englandi og það var að berast í hús. Tollurinn var ansi lengi að afgreiða þetta svo sendingin, sem fór af stað 9. september var nú fyrst að berast. Pakkinn var aðeins svalur þegar ég fékk hann. Ætli gerið sé nothæft eftir þetta?
Re: SmackPack
Posted: 16. Sep 2010 19:07
by kristfin
ég mundi ekki hafa áhyggjur.
græjaðu bara startara og sjáðu til. þetta ger þolir allt.
kreistu bara pokann og hafðu hann uppi hjá þér í nótt. þá er hann flottur í fyrrmálið og skelltu honum þá í startara og síðan í bjór um helgina.
ef það klikkar, þá geturðu fengið hjá mér. ég er með þetta í gerbankanum mínum
Re: SmackPack
Posted: 16. Sep 2010 19:54
by gunnarolis
Þetta er það sem ég hef klikkað á allan tímann. Að sofa ekki með smack-packinn uppí hjá mér nóttina eftir að ég smacka hann.
Re: SmackPack
Posted: 16. Sep 2010 19:58
by kristfin
ég las einvherstaðar að þetta væri besti hitinn fyrir pokann eftir að maður sprengir innri pokann. til vara má hann vera bara við stofuhita
ef ekki, þá er maður ekki að nýta kraftinn í gernæringunni og gerkraftinum.
þetta ger er rosalegt, göslast áfram af slíkum krafti.
Re: SmackPack
Posted: 16. Sep 2010 21:26
by kalli
Glætan að ég taki gerið með upp í rúm

Konan er í nógu mikilli samkeppni fyrir
En ég brugga ekki alveg strax úr þessu. Fyrst þarf ég að verða mér úti um hveiti og pilsner en svo verður líka lagt í hveitibjórinn frábæra sem var í boði á Klambratúni.
Re: SmackPack
Posted: 17. Sep 2010 08:19
by kalli
Meðan ég man, ég er með 1L glerflösku með tappa og vatnslás. Dugar það til að gera startara eða þarf ég 2L flösku?
Re: SmackPack
Posted: 17. Sep 2010 09:23
by kristfin
það á alveg að vera nóg. góða bragðið við þetta ger kemur þegar það er stressað.