WC-barki í meskikeri
Posted: 16. Sep 2010 09:29
Ég hef verið að nota kælibox sem meskiker með WC-barka og plastslöngu. Tók svörtu slönguna innan úr WC-barkanum og tengdi slöngu inn í kæliboxið. Tengdi saman með hosuklemmu þannig að þetta var alveg þétt. Mér finnst meskingin heppnast í grundvallaratriðum vel. Góð hita einangrun og allt það.
Ég hef hins vegar smá áhyggjur af því hvað það rennur alltaf hratt úr því þegar ég safna virti, hvort að síunin með WC-barkanum sé of gróf . Mér finnst eins og ég sé að fá mikið hveiti í gegn og efast stundum um að ég sé að fá jafn tæran virt og hægt er að fá. Ég hef aldrei lent í neinu sem heitir "stuck-sparge" og aldrei lent í neinu blódjobbi eins og það var einhversstaðar kallað. Ekki það að ég sé að óska eftir því en mér finnst það svolítið dularfullt hvað þetta gengur vel.
Því datt mér í hug að leita til ykkar með það hvort þið séuð sammála mér með að þetta sé dularfullt. Hvort að einhver hafi bætt síunina með WC-barkanum á einhvern hátt.
Ég hef hins vegar smá áhyggjur af því hvað það rennur alltaf hratt úr því þegar ég safna virti, hvort að síunin með WC-barkanum sé of gróf . Mér finnst eins og ég sé að fá mikið hveiti í gegn og efast stundum um að ég sé að fá jafn tæran virt og hægt er að fá. Ég hef aldrei lent í neinu sem heitir "stuck-sparge" og aldrei lent í neinu blódjobbi eins og það var einhversstaðar kallað. Ekki það að ég sé að óska eftir því en mér finnst það svolítið dularfullt hvað þetta gengur vel.
Því datt mér í hug að leita til ykkar með það hvort þið séuð sammála mér með að þetta sé dularfullt. Hvort að einhver hafi bætt síunina með WC-barkanum á einhvern hátt.