Page 1 of 1
Smá áfall
Posted: 15. Sep 2010 19:53
by Idle
Upp úr miðjum maí lagði ég í nokkra bjóra. Sökum vinnu, svo sumarfrís og leti, og svo aftur vinnu (og leti), kom ég því aldrei í verk að tappa þeim á flöskur, ekki einu sinni að fleyta ofan af gerkökunum í hreinar fötur. Mér varð því ekki svo hverft við áðan þegar ég ætlaði að taka mælisýni áður en ég byrjaði átöppunina. Stækur fnykurinn sem gaus upp úr fötunum ætlaði að kæfa mig. Logsveið í nefið og niður í lungu. Þessu verður hellt niður innan stundar. Held að ég sitji á um 45 lítrum af ediki.

Re: Smá áfall
Posted: 15. Sep 2010 20:00
by sigurdur
Sjitt ..
Þú hefur ekki ákveðið að búa til tómatsósu í staðinn þá?

Re: Smá áfall
Posted: 15. Sep 2010 20:19
by Idle
Nei, þessu helli ég bara niður. Lærði þó mína lexíu af þessu.
Uppfært: Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að ég pantaði mér Barley Crusher í dag.

Re: Smá áfall
Posted: 15. Sep 2010 22:27
by anton
Það er umræða hér
http://fagun.is/viewtopic.php?f=2&t=1104 um hvaða öl passar með skötu -- mér sýnist við vera komin með eitthvað sem er nægilega ógeðslegt til að passa með skötunni . Skata og annar skemmdur matur ætti ekki að skemma og yfrigænfa bragðið af þessum sérstæða mjöð

Re: Smá áfall
Posted: 15. Sep 2010 22:36
by Idle
anton wrote:Það er umræða hér
http://fagun.is/viewtopic.php?f=2&t=1104 um hvaða öl passar með skötu -- mér sýnist við vera komin með eitthvað sem er nægilega ógeðslegt til að passa með skötunni . Skata og annar skemmdur matur ætti ekki að skemma og yfrigænfa bragðið af þessum sérstæða mjöð

Tja... Ég myndi fremur drekka edikið eitt og sér, en að sóa því í svelgi án bragðlauka (ég borða allan "þorramat", siginn fisk, og held mikið upp á hákarl...). Kæst skata, selshreifar, vestfirskur hnoðmör og slíkt flokkast ekki undir matvæli.
Allt í góðu gamni; þeir sem geta komið þessu ofan í sig án þess að gretta sig eru hetjur í mínum augum.

Re: Smá áfall
Posted: 16. Sep 2010 09:41
by kristfin
bummer siggi. ég er meira í því að hella niður bjór í flöskum. þeas missa glerkúta í gólfið
ég get hinsvegar sagt þér að ég hefi verið að hella soldið af bjór niður. fyrstu dökku bjórarnir mínir sem fóru á flöskur hafa ekki elst vel, en ég helli þeim yfir humlabeðið mitt svo einvher njóti góðs af.
Re: Smá áfall
Posted: 16. Sep 2010 11:46
by hrafnkell
Ég hellti niður um 100 lítrum af bjór um daginn.. Það var miður, en holræsakerfi borgarinnar nýtur góðs af.
Re: Smá áfall
Posted: 27. Sep 2010 02:24
by Andri
Ég leyfi þessu alltaf að njóta vafans.. Ég er mjög nískur á áfengi

Ég hef geymt allskonar bjóra sem voru ekki góðir í fyrstu, Coopers bjórinn minn er fínn núna eftir tvö ár.
Siggi, smakkaðirðu edik bjórinn?

Re: Smá áfall
Posted: 27. Sep 2010 08:34
by Idle
Andri wrote:Ég leyfi þessu alltaf að njóta vafans.. Ég er mjög nískur á áfengi

Ég hef geymt allskonar bjóra sem voru ekki góðir í fyrstu, Coopers bjórinn minn er fínn núna eftir tvö ár.
Siggi, smakkaðirðu edik bjórinn?

Ég rak tunguna í þetta, og bragðið var hið sama og lyktin. Hreint edik. Enginn vafi þar á ferð.
