Page 1 of 1

Aldur á möluðu korni

Posted: 13. Sep 2010 14:00
by Bjössi
Var að klára upp gamla afganga, meðal annar átti ég til um 5kg af Pale Ale og sirka 2kg af Pilsner, og smá af Munic 2 sem ég geymdi í lokaðri síldartunnu úti á svölum
þetta er frá því í fyrra, oktober eða november, ég var búinn að heyra að geymslutími væri um 3 mánuðir á möluðu en áhvað að prófa samt
náði ágætis nýtingu eða 70% og virtur smakkaðist fínt
það sem ég er að velta fyrir mér hvað er geymslutímin á þessu í raun og veru veit það einhver fyrir víst?
Las einhverstaðar að eftir því malað er eldra þeim um verri nýting fær maður, en það stenst ekki miða við mínar tölur

Re: Aldur á möluðu korni

Posted: 13. Sep 2010 14:06
by sigurdur
Ég myndi telja líklegt að bragð/lykt breytist eftir lengri geymslutíma, þú ættir samt að geta nýtt kornið og fengið góða niðurstöðu úr því.

Re: Aldur á möluðu korni

Posted: 13. Sep 2010 14:50
by Idle
Ég held að það séu engar fastar tölur, því að sjálfsögðu ræðst það af geymsluaðstæðum líka. Eitthvað af korninu mínu er á svipuðum aldri, þ. e. ok/nóv. 2009, og þó ilmurinn hafi dofnað, er það í góðu lagi. Það er geymt í upprunalegum pokum, lokað inni í skáp við "herbergishita", og loftraki mjög takmarkaður.
Í gær lagði ég t. d. í einn úr um hálfs árs gömlu PA, og það var alls ekkert athugavert við það. Nýtnin rétt um 80%. :)