Smá vandræði í rifsberjavínsgerð.

Spjall um víngerð og allt henni tengt.
Post Reply
thu1000
Villigerill
Posts: 2
Joined: 8. Sep 2010 16:52

Smá vandræði í rifsberjavínsgerð.

Post by thu1000 »

Góðan dag ágæta fólk.

Ég hef lagt í nokkrar léttvínslagnir undanfarna mánuði en nú var ég að prufa í fyrsta skipti að gera rifsberjavín.

Lagði í rifsberjavín fyrir 10 dögum. Nú er sykurflotvoginn sýnir hún -1 sem þá ætti að segja mér að sykurinn sé að verða uppurinn við gerjunina. það er svona 1 mínóta til 2 á milli bobla ég set áfengisflotvogina í þá sýnir hún 0.

Getur verið að ég hafi fengið óæskilega gerla í blönduna. Lyktar allt í lægi. Á eftir að setja stoppið í og útfellingarefnin.

Kv T
thu1000
Villigerill
Posts: 2
Joined: 8. Sep 2010 16:52

Re: Smá vandræði í rifsberjavínsgerð.

Post by thu1000 »

Virðist vera að ég hafi fundið eitthvað svipað hérna neðar.

Ég setti ekki sikurflotvog í löginn í upphafi þannig að ég hef ekki samanburð.

http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=4&t=345" onclick="window.open(this.href);return false;
ElliV
Villigerill
Posts: 33
Joined: 4. Sep 2009 23:15

Re: Smá vandræði í rifsberjavínsgerð.

Post by ElliV »

Þú hefur bara fengið öfluga og góða gerjun. Hef nokkrum sinnum gert rifsberjavín og það er alveg eðlilegt að þau fari í -5
Ef þú veist hvað fór mikið af sykri í lögunina og hvað þetta eru margir lítrar er alveg hægt að finna hvað sykurflotvogin hefði sýnt í byrjun.
Passaðu að þegar þú setur gerstoppið útí að hella ekki beint í vínið taktu ca 2 dl af víninu og blandaðu gerstoppinu samanvið það og helltu því svo rólega samanvið. Ef maður setur metabisulphitið (gerstopp)beint samanvið getur liturinn á víninu dofnað.
Post Reply