Page 1 of 1

Gashella

Posted: 5. Sep 2010 19:00
by gosi
Hvar á landinu er hægt að kaupa gashellu líkt og þessa?
Image

Re: Gashella

Posted: 5. Sep 2010 21:12
by anton
ég held að þetta sé frekar kallað gasbrennari hér heima

google: http://fastus.is/forsida/vorulisti/nana ... k_220=9823" onclick="window.open(this.href);return false; - but 39þusnd...

Lítið til að eldunargræjum fyrir gas hérna á klakanum...

Re: Gashella

Posted: 5. Sep 2010 21:17
by OliI
http://www.muurikka.is" onclick="window.open(this.href);return false; er með svipaðar gashellur. Söluaðilar eru tilgreindir á heimasíðunni hjá þeim.

Re: Gashella

Posted: 5. Sep 2010 21:21
by hrafnkell
Ef þú ert að pæla í þessu fyrir bjórgerð, þá mæli ég frekar með plastfötu og hitaelementum. Mun ódýrara og auðveldara að redda sér græjunum í það.

Re: Gashella

Posted: 6. Sep 2010 10:16
by Oli
Gasið hefur virkað vel hjá mér, suðan fljót að koma upp og góður kraftur í henni.

Við gerðum tvöfalda uppskrift að Helles um daginn, annar skammturinn soðinn á gashellu, hinn í plastunnu með elementi. Bragðið af þessum skömmtum var alls ekki það sama, það var greinilegt brunabragð af þeim skammti sem var soðinn í tunnunni, gæti hafa verið eitthvað sót á elementinu áður eða bara of mikill hiti. Þarf að passa vel upp á þessi element. Það hefur gefist vel að hita vatn í tunnunni og sjóða virtinn á gashellu.

Re: Gashella

Posted: 6. Sep 2010 10:20
by hrafnkell
Oli wrote:Gasið hefur virkað vel hjá mér, suðan fljót að koma upp og góður kraftur í henni.

Við gerðum tvöfalda uppskrift að Helles um daginn, annar skammturinn soðinn á gashellu, hinn í plastunnu með elementi. Bragðið af þessum skömmtum var alls ekki það sama, það var greinilegt brunabragð af þeim skammti sem var soðinn í tunnunni, gæti hafa verið eitthvað sót á elementinu áður eða bara of mikill hiti. Þarf að passa vel upp á þessi element. Það hefur gefist vel að hita vatn í tunnunni og sjóða virtinn á gashellu.
Hvernig element varstu með? Venjuleg úr hraðsuðukatli?

Re: Gashella

Posted: 6. Sep 2010 13:44
by Oli
hrafnkell wrote:
Oli wrote:Gasið hefur virkað vel hjá mér, suðan fljót að koma upp og góður kraftur í henni.

Við gerðum tvöfalda uppskrift að Helles um daginn, annar skammturinn soðinn á gashellu, hinn í plastunnu með elementi. Bragðið af þessum skömmtum var alls ekki það sama, það var greinilegt brunabragð af þeim skammti sem var soðinn í tunnunni, gæti hafa verið eitthvað sót á elementinu áður eða bara of mikill hiti. Þarf að passa vel upp á þessi element. Það hefur gefist vel að hita vatn í tunnunni og sjóða virtinn á gashellu.
Hvernig element varstu með? Venjuleg úr hraðsuðukatli?
Ég á þessa tunnu ekki, en þetta eru víst þrjú löng element 1500 w hvert.

Re: Gashella

Posted: 6. Sep 2010 14:00
by kristfin
þetta er hættan með elementin. en væntanlega er ekki hægt að bera þetta saman nema með því að gera svona hlið við hlið.

ég hef alltaf verið skíthræddur við elementin og ekki þorað að nota hraðsuðukatlaelementin í wirtinn.

Re: Gashella

Posted: 6. Sep 2010 14:19
by Idle
Ég hef prófað suðutunnuna hans Bjössa (einmitt þrjú löng element, minnir 1600W hvert), og varð ekki var við neitt aukabragð. Ef maður hrærir aðeins í þessu af og til, og keyrir aðeins á svo mörgum elementum sem þarf til að viðhalda suðu, held ég að þetta eigi ekki að vera neitt vandamál.

Re: Gashella

Posted: 6. Sep 2010 14:39
by Oli
Idle wrote:Ég hef prófað suðutunnuna hans Bjössa (einmitt þrjú löng element, minnir 1600W hvert), og varð ekki var við neitt aukabragð. Ef maður hrærir aðeins í þessu af og til, og keyrir aðeins á svo mörgum elementum sem þarf til að viðhalda suðu, held ég að þetta eigi ekki að vera neitt vandamál.
Þessi suðutunna er eins og hjá Bjössa.

Re: Gashella

Posted: 6. Sep 2010 14:44
by anton
Ætli það skipti ekki miklu máli í þessu samhengi yfirborðsflatamál elementana. Hlutfallslega lítil en öflug element skapa líklega meiri staðbundin hita en stærra element sem ekki er eins öflugt og eiga því frekar til að brenna wirtinn.

Það að hræra/hreyfa wirtinn jafnar líka út hitan í wirtinum

Re: Gashella

Posted: 6. Sep 2010 14:58
by hrafnkell
Hraðsuðukatlaelementin eru nú flest mjög svipuð - líklega svipað eða sama flatarmál á þeim.

Ég hef notað 4 hraðsuðukatlaelement í allar mínar brugganir án þess að hafa fundið brunabragð. Kannski er ég með svona lélega bragðlauka :)

Ég prófaði hisnvegar einusinni 4500w element og það skaðbrenndi virtinn - Alltof lítið flatarmál á þeim. Þurfti að hella niður 60l af bjór útaf því.

Re: Gashella

Posted: 6. Sep 2010 16:09
by Stebbi
Það er langbest að fjölga elementum eins og hægt er og hafa þau þá minni í wöttum í staðin. Með því er líka hægt að fá mun betri hitastýringu með því að slökkva á ákveðnum fjölda eftir að suðu er náð, það er líka mun betri nýting á rafmagni að hafa bara rétt nóg til að halda suðu en að yfirskjóta það með stórum elementum.

Re: Gashella

Posted: 6. Sep 2010 17:05
by sigurdur
Fjöldi elementa og wattastærð skiptir ekki höfuðmáli, heldur stuðullinn watt/flatarmál. Því lægri watt/flatarmál því minni líkur eru á því að brenna virtinn.

Fyrir ykkur sem að eigið kanski erfitt með að sjá þetta fyrir ykkur, þá getið þið ímyndað ykkur stækkunargler og sól.
Ef þið einbeitið mikið af sólargeislum á mjög lítið svæði (hátt watt/flatarmál hlutfall) þá verður mun meiri einbeittur hiti til heldur en ef þið dreifið sólargeislunum yfir stærra svæði (lágt watt/flatarmál hlutfall).

Wattastærð elementa segir mun meir um það hversu hratt það getur hitað ákveðið magn af vökva, eða hversu vel það getur haldið suðu á vökva.

Það má vel vera að það sé betri nýting á kílówöttum ef maður hefur bara rétt nóg til þess að halda suðu, en það hefur ekki alltaf jafn góð áhrif á lokaniðurstöðu virtsins sem maður er að sjóða. Tilgangur suðu er að leysa sum óæskileg efni úr virtinum (t.d. DMS) og láta ákveðin efni falla úr upplausn.

Re: Gashella

Posted: 7. Sep 2010 09:34
by ElliV
Sá svona svipaða gashellu hjá Bílaraf í Hafnarf. Þeir eru með vörur fyrir ferðavagna.
En þar sem þessi þráður er farinn að snúast um element, ég smíðaði plastpott með elementum en þar sem ég var hræddur um að brenna virtinn á þeim lækkaði ég spennuna á hvert í 110v og er með 6 element.
Það kemur aðeins hvítt lag á elementin eftir hverja suðu en ekki meira en á botninn á stálpotti.
Ég hef meiri áhyggjur að það losni einhver efni úr plastinu að sjóða í langan tíma
Hafa einhverjir uppl. um hvort það geti verið?

Re: Gashella

Posted: 7. Sep 2010 09:53
by gosi
Já þessi þráður er farinn út í allt annað en spurt var um.
En ég þakka samt fyrir þau svör sem svöruðu spurningunni.
Ætli maður verði ekki að kaupa að utan. Það þýðir ekkert annað.

Re: Gashella

Posted: 7. Sep 2010 10:44
by hrafnkell
ElliV wrote:Sá svona svipaða gashellu hjá Bílaraf í Hafnarf. Þeir eru með vörur fyrir ferðavagna.
En þar sem þessi þráður er farinn að snúast um element, ég smíðaði plastpott með elementum en þar sem ég var hræddur um að brenna virtinn á þeim lækkaði ég spennuna á hvert í 110v og er með 6 element.
Það kemur aðeins hvítt lag á elementin eftir hverja suðu en ekki meira en á botninn á stálpotti.
Ég hef meiri áhyggjur að það losni einhver efni úr plastinu að sjóða í langan tíma
Hafa einhverjir uppl. um hvort það geti verið?
Ef þú ert með rétt plast (PP), þá á það að þola allt að 140°C án þess að það losni einhver efni úr því.

Re: Gashella

Posted: 7. Sep 2010 21:38
by Stebbi
sigurður wrote:Fjöldi elementa og wattastærð skiptir ekki höfuðmáli, heldur stuðullinn watt/flatarmál. Því lægri watt/flatarmál því minni líkur eru á því að brenna virtinn.
Í langflestum tilfellum er beint samhengi á milli lengdar á elementi og watta stærð. Í það minsta í þeim stærðum sem við erum að díla við með suðutunnur. Hitastafir úr suðupottum/djúpsteikingarpottum eru sjálfsagt bestir þar sem þeir eru ekki krullaðir upp á sama svæðinu eins og element úr hraðsuðukatli.

Re: Gashella

Posted: 7. Sep 2010 22:53
by sigurdur
Stebbi wrote:Í langflestum tilfellum er beint samhengi á milli lengdar á elementi og watta stærð. Í það minsta í þeim stærðum sem við erum að díla við með suðutunnur. Hitastafir úr suðupottum/djúpsteikingarpottum eru sjálfsagt bestir þar sem þeir eru ekki krullaðir upp á sama svæðinu eins og element úr hraðsuðukatli.
Þetta er ekki fullkomlega rétt hjá þér. Við erum komnir langt út fyrir upphaflega umræðuefnið og látum þar við sitja.
Ef það er áhugi á að ræða um hitöld þá er hægt að stofna nýjan þráð um það umræðuefni.

Re: Gashella

Posted: 25. Sep 2010 03:57
by Squinchy
anton wrote:ég held að þetta sé frekar kallað gasbrennari hér heima

google: http://fastus.is/forsida/vorulisti/nana ... k_220=9823" onclick="window.open(this.href);return false; - but 39þusnd...

Lítið til að eldunargræjum fyrir gas hérna á klakanum...
Ég keypti anna af þessum brennurum þarna á myndinni, þetta er mulnings vél!

Re: Gashella

Posted: 25. Sep 2010 14:08
by OliI
Sko...mér þykir þetta vel í lagt með verðið, 39.000 + vsk.
Mér sýnist þetta hér vera nokkuð svipað fyrirbrigði:
http://www.hyttelivsenteret.no/krabbeko ... p-583.aspx" onclick="window.open(this.href);return false;
og þetta...
http://www.gasservice.no/default.asp?k=64&id=90&aid=181" onclick="window.open(this.href);return false;
eða hvað?...

Re: Gashella

Posted: 14. Nov 2010 16:17
by BeerMeph
Fann einn ódýran

http://www.jacksonscamping.com/foker-si ... 78#tdesc_2" onclick="window.open(this.href);return false;

Hann er 24*24 cm og kostar um 8000 kr, svo bætist væntanlega við sendingarkostnaður.

Hann er samt ekki nema 2,5 kw sem ég veit ekki hvort sé nógu gott fyrir cirka 30 L suðu?

Væri fínt að fá comment um það frá einhverjum rafvirkjanum.

Re: Gashella

Posted: 14. Nov 2010 17:11
by sigurdur
Ég veit ekki alveg hvernig rafvirkjar eiga að vera betri en einhverjir aðrir að svara þessu, en hér er mitt svar.

Þessi litli brennari er 2.5kW sem að jafngildir 8530.354 BTU.
Sjá þessa reiknivél http://www.jbbrewsupplies.com.au/calcul ... arget.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Miðað við 50% nýtni á brennaranum (þokkaleg nýtni), þá tekur það 134 mínútur að ná suðu frá 20°C á vatni með þessum brennara.

Ef þú ætlar að vera með brennarann úti í kulda og vind, þá er enn meira tap.

Ég persónulega mæli ekki með þessum litla brennara.

Re: Gashella

Posted: 14. Nov 2010 17:25
by BeerMeph
sigurdur wrote:Ég veit ekki alveg hvernig rafvirkjar eiga að vera betri en einhverjir aðrir að svara þessu, en hér er mitt svar.

Þessi litli brennari er 2.5kW sem að jafngildir 8530.354 BTU.
Sjá þessa reiknivél http://www.jbbrewsupplies.com.au/calcul ... arget.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Miðað við 50% nýtni á brennaranum (þokkaleg nýtni), þá tekur það 134 mínútur að ná suðu frá 20°C á vatni með þessum brennara.

Ef þú ætlar að vera með brennarann úti í kulda og vind, þá er enn meira tap.

Ég persónulega mæli ekki með þessum litla brennara.
Nei þá myndi maður nú frekar nota bara keramik helluna

Re: Gashella

Posted: 14. Nov 2010 17:34
by sigurdur
Hehe, já