Page 1 of 1

Geymsla á hráefni.

Posted: 1. Sep 2010 17:52
by raggi
Sælir.

Veit einhver hvað malt geymist lengi. Segjum bara í lokuðum plastkassa. Eins með humlana, er betra að geyma þá í kælir eða skiptir það engu máli.
Bara að spá hvort maður sé nokkuð að birgja sig óþarflega mikið upp. :)

Kv
Raggi

Re: Geymsla á hráefni.

Posted: 1. Sep 2010 17:56
by anton
Er einmitt búinn að vera að spá í því sama. það sem ég hef komist að er humla í frystir a.m.k. 1 ár og ómalað korn í vel lokuðum sekkjum án ljóss í a.m.k. ár ef hráefnið er ferskt þegar það mætir í hús.

En þetta eru ferskvörur svo það borgar sig að miða t.d. við hálft ár myndi ég segja, allavega fyrir "BASE" möltin, en kannski leyfa sér að eiga hin aðeins lengur...allavega það sem ég hugsaði

svo eftir framleiðslu úr hráefni hef ég heyrt að það sé mjög erfitt að geyma lengi :drunk: