Page 1 of 1
Þorláksmessuöl
Posted: 1. Sep 2010 13:48
by Dori
Sælir félagar
Nú er líklega ágætur tími til að huga að "jólaölinu".
Mér datt í hug að koma af stað þræði þar sem hægt væri að deila hugmyndum um hvernig stíll/uppskrift hentaði Þorláksmessuskötunni! Væntanlega bragðmikill og rammur.
Eigiði eitthvað input í þetta? (geri ráð fyrir að allir félagar fágunnar séu miklir smekkmenn og viti fátt betra en kæst skata)
D
Re: Þorláksmessuöl
Posted: 1. Sep 2010 15:36
by Oli
Við Vestfirðingarnir fáum okkur alltaf skötu

Mér hefur fundist gott að fá bjór í dekkri kantinum og kannski aðeins sætan með skötunni, ekki of ramman. Spurning hvort að góður dunkel henti ekki vel

Re: Þorláksmessuöl
Posted: 1. Sep 2010 17:49
by hrafnkell
Ég hef hingað til drukkið einhvern horbjóð með skötunni.. En það væri spennandi að búa til einhvern almennilegan bjór!
Re: Þorláksmessuöl
Posted: 1. Sep 2010 18:51
by kristfin
úlfar bjó til dökkan bjór fyrir jólin í fyrra.
var nær 100% munich malt. það verður jólabjórinn minn í ár
Re: Þorláksmessuöl
Posted: 1. Sep 2010 20:22
by Oli
Ég er einmitt að spá í að prófa dunkel uppskriftina hans Jamils í Brewing classic styles, bara munich malt og smáskvetta af carafa II.
Re: Þorláksmessuöl
Posted: 2. Sep 2010 09:28
by Dori
Það hljómar vel. Einhvern veginn grunar mig samt að gott aðventu- og hátíðaöl henti kannski ekki endilega með skötu eða mat skyldum henni. Kannski ætti Þoráksmessuöl að vera nær Þorraöli í karakter.
- eða hvað finnst ykkur?
D
Re: Þorláksmessuöl
Posted: 2. Sep 2010 09:39
by Oli
Dori wrote:Það hljómar vel. Einhvern veginn grunar mig samt að gott aðventu- og hátíðaöl henti kannski ekki endilega með skötu eða mat skyldum henni. Kannski ætti Þoráksmessuöl að vera nær Þorraöli í karakter.
- eða hvað finnst ykkur?
D
Jú jú en hvernig er karakter Þorraöls eiginlega

?
Re: Þorláksmessuöl
Posted: 6. Sep 2010 01:03
by aki
Þórbergur Þórðarson bruggaði hina frægu Þorláksdropa (
http://thorbergur.is/index.php?option=c ... &Itemid=47) fyrir Þorláksmessu, úr rúsínum, sykri og pressugeri... og drakk þá svo með ákveðinni seremóníu. Ég hef fengið ágæta versjón af þessum dropum úr vínberjum (þegar þau voru á brunaútsölu) og banönum. Væri eflaust hægt að þróa eitthvað betra með möltuðu byggi í stað sykurs.
Re: Þorláksmessuöl
Posted: 6. Sep 2010 16:06
by karlp
mér finnst of seint að byrja að hugsa um jólaöl. ölið mitt var bruggað í lok júni. í 2008, ég bruggað Oct 1, en var ekki tilbuið fyrir en mars.
2007, ég bruggað oct 29, og var lika ekki tilbuin fyrir en mars/april. Kansski ég var of snemma þessum ári, kannski ekki.
En, bjór sem passa vel við skata?

ekki hugmynd.
Re: Þorláksmessuöl
Posted: 12. Sep 2010 19:58
by Eyvindur
Ég held að ég myndi velja einhvern mjög ramman bjór með skötu - IPA eða jafnvel Double IPA, mjög líklega með smá rúgi. Ástæðan fyrir því er að ég myndi vilja bjór sem sker duglega í gegnum ammóníakið, hamsatólgina og det hele. Ég held að sætur bjór gæti bara lagst ofan á skötubragðið og útkoman orðið þrúgandi. Það er minn túkall.
Re: Þorláksmessuöl
Posted: 13. Sep 2010 21:51
by Stebbi
Ég hugsa að bjór í líkingu við Móra gæti passað vel með skemmdum mat, hann er nógu bragðmikill og flókinn til að drepa niður óbragðið af vesfirskri skötu. Enda verður skötubjór að vera þannig að við sem ekki látum plata okkur í ammoníakveisluna við langborðið, getum drukkið okkur óendanlega skemmtileg af honum einhverstaðar undan vindi.
Re: Þorláksmessuöl
Posted: 13. Sep 2010 22:23
by kristfin
ég drekk gewurhstraminer með skötunni. finnst það passa vel saman.
ekki búinn að ákveða hvaða bjór verður með henni líka