Skrúftappar

Spjall um víngerð og allt henni tengt.
Post Reply
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Skrúftappar

Post by Örvar »

Ég er að spá í að prófa að gera eplavín og hef verið að taka frá vínflöskur með skrúftöppum og var að spá hvort það sé kannski ekki í lagi að nota svona skrúftappa aftur?

Eitthver hér sem veit eitthvað um þetta eða hefur prófað þetta?
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Skrúftappar

Post by Idle »

Ég veit ekki með skrúftappana á vínflöskum. Myndi treysta þeim varlega. Skemmst frá því að segja að ég lagði opna Lambrusco flösku á hliðina í kælinum, og það dropaði örlítið úr henni.

Sjálfur fór ég ódýrustu leiðina, og notaði tómar gosflöskur, hálfs-, eins- og tveggja lítra. Sótthreinsaði með joðófórlausn. Kolsýrði m. a. s. (CO2 hlutfallið var 2,2), og það gekk allt eins og í sögu. Í gær var liðið nákvæmlega eitt ár frá því ég setti það á flöskur, og síðustu flöskurnar eru enn í góðu lagi.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Skrúftappar

Post by Örvar »

Langar helst ekki að setja þetta bara í plastflöskur en er heldur ekki til í að kaupa eitthverja kork græju bara fyrir þetta.
Held ég prófi bara að nota þessar vínflöskur með skrúftöppunum.
Er bara soldið smeikur um að þéttingin í töppunum sé bara einnota
arnarb
Gáfnagerill
Posts: 242
Joined: 14. Jun 2009 22:30

Re: Skrúftappar

Post by arnarb »

Sælir.
Ég hef notað glerflöskur með skrúftöppum með ágætisárangri. Það kemur reglulega fyrir að tapparnir forskrúfist en ég kemst í lítið notaða tappa sem ég nota til endurnýjunar.

Ég prófa alltaf einhverjar flöskur hvort þær leki en hef ekki lent í neinum vandræðum með þetta.
Arnar
Bruggkofinn
Örvar
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 20. Aug 2010 12:11
Location: Hafnarfjörður

Re: Skrúftappar

Post by Örvar »

Hefuru þá verið að kolsýra í flöskunum?
Var að pæla þá hvort tapparnir haldi þrýstingnum eða hvort þeir leki og vínið verði flatt...
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Skrúftappar

Post by sigurdur »

Ef þú ætlar að kolsýra þá giska ég á að skrúftappar séu ekki málið, nema þú sért með PET plastflöskur.
Ég myndi nota bjórflöskur (málmtappar) eða kampavínsflöskur (korktappar) fyrir kolsýrt vín.
Post Reply