Page 1 of 1

Úr ekstraktbruggun yfir í All grain?

Posted: 22. May 2009 20:59
by nIceguy
Sælir, hvernig er það, er það heilmikið mál að skipta yfir í all grain? Það þarf ekki svo mikið meira af tækjabúnaði eða hvað?

Ég er í raun með sáralítið eins og er, stóran pott og tvo gertanka og svo smáhluti. Ef ég ætla að meskja malt þarf ég í raun ekki bara "meskiker" þ.e.a.s eitthvað til að sía wortinn frá eftir meskingu? Er eitthvað annað sem þarf? Þarf eitthvað að kæla wortinn niður áður en suðan hefst aftur með humlum?

Heheh er bara að pæla hvort maður eigi að fara alla leið ... All in!

Re: Úr ekstraktbruggun yfir í All grain?

Posted: 22. May 2009 22:15
by Stulli
Ekki hika við að fara alla leið!

Varðandi tækjabúnaðinn, þá fer allt eftir því hvað þú vilt brugga mikið í einu. Mitt persónulega álit er, að ef að maður fer í all-grain á annað borð, að þá eigi maður að leggja í amk. 20L, útaf allri vinnunni sem að fer í þetta.

En ef þú vilt halda þig við þína 10L þá þarftu helst 20L pott og jú, einhverskonar síunargræju/meskiker. Eyvindur póstaði eitthvað um að meskja í stórum síupoka í suðupottinum, svo tekur maður bara pokann uppúr skolar smá og sýður, frekar einfalt. Ég held að það sé eitthvað um þetta hérna einhversstaðar.


PS
það er til fallegt íslenskt orð fyrir wort - virt ;)

Re: Úr ekstraktbruggun yfir í All grain?

Posted: 22. May 2009 22:50
by Hjalti
Það stefnir allt í all inn hjá mér...

Munurinn á síróps dótinu í speciallity grains og LME er svo svakalegur að ég get bara ekki beðið eftir hinu.

Meskiker er eithvað sem hægt er að heimasmíða með ódýru kæliboxi úr Jysk (ef þú ert í mörk sem kennd er við Dani)

Svo þarftu einhvern Immersion Chiller, og það er í raun það erfiðasta hjá mér. Ég er nefnilega ekki með neitt gott vatnsinntak þar sem ég brugga. Er bara með krana sem er ekki með samvinnufúsan haus.

Re: Úr ekstraktbruggun yfir í All grain?

Posted: 22. May 2009 23:12
by Oli
Ég er einmitt að sanka að mér hlutum í þetta núna. Er búinn að fá stóran pott, er að redda kæliboxi en erfiðast (og dýrast) er að redda maltmyllunni.
Ég ætla að sleppa immersion chiller til að byrja með.

Re: Úr ekstraktbruggun yfir í All grain?

Posted: 22. May 2009 23:34
by Hjalti
Kæliboxið kostar undir 2000 kall í Rúmfó. Kostar ekki jack :) Svo bara smá piping dót úr byko og þú ert sett :)

Re: Úr ekstraktbruggun yfir í All grain?

Posted: 23. May 2009 00:15
by Öli
Hjalti, ertu búin að tala við pípara um millistykki á kranahausin ? Það er hægt að mixa ótrúlegustu hluti í kranaheiminum.

Re: Úr ekstraktbruggun yfir í All grain?

Posted: 23. May 2009 00:18
by Hjalti
Hausinn hjá mér er einhver sturtuhaus sem ég get still með einum hnappi í A dreyfingu eða B dreyfingu.

Ef ég ætla að fara að mixa tengingarnar eithvað meira en þarna uppi þá verð ég að fara alveg niður í tengi og aftengja helvítis draslið og því nenni ég eginlega ekki að fórna fyrir þetta alltsaman.

Ég er með svolítið annað plan fyrir þetta samt og vona að það gangi upp. Það er að draga frekar gúmíleiðslu úr kjallaranum í sameignini upp í íbúð og reyna þannig á þetta. Annars er það einhverskonar leiðsla úr þvottahúsinu sem verður að ná þarna inn. Sé samt til hvað ég geri með þetta og hversu langt ég geng í þessu.

Re: Úr ekstraktbruggun yfir í All grain?

Posted: 23. May 2009 05:30
by nIceguy
Þarf nokkuð chiller? Það er vissulega fljótlegra og þægilegra en ekki möst eða hvað? Einhverjir hafa svo verið að kaupa stóran pott, bora á hann gat neðst og setja krana þar í og svo falskan botn úr rústfríu stáli. það er cool, en dýrt heheh.

Re: Úr ekstraktbruggun yfir í All grain?

Posted: 23. May 2009 07:12
by Stulli
Mér finnst algjört möst að vera með chiller. Bæði til að minnka hættu á að óviðkomandi gerlar komist í virtinn og til þess að fella hot-breakið vel út.

En varðandi meskikar, þá er ekkert heilagt við það að nota kælibox, amk svona fyrst ámeðan að maður er að koma sér í gang. Þegar að ég byrjaði, þá tók ég tvær fötur, boraði fullt af götum í annað, setti svo afaní hinn og var kominn með fínasta meskiker. Skipti samt fljótlega yfir í 40L Gott kæli (þetta týpíska bandaríska sem að þið hafið örrugglega séð einhversstaðar á netinu, appelsínugulur sívalningur), setti í það falskan botn og krana og nota það enn.

Re: Úr ekstraktbruggun yfir í All grain?

Posted: 23. May 2009 10:15
by olihelgi
Þetta er spennandi.

Planið hjá mér var að ná góðum tökum á extract brugguninni áður en að ég færi yfir í all-grain. Þar sem að ég er bara búinn að gera einn IPA sem að tókst þolanlega þá veit ég ekki hvort að ég stekk strax yfir í all-grain. Ég byrjaði að brugga um svipað leyti og Freysi en hann er greinilega kominn ljósárum á undan mér í þessum efnum. :D

En ég kem örugglega til með að fara yfir í all-grain einkum og sér í lagi ef maður getur keypt base maltið í Ölvisholti. Svo finnst mér nýmalað kaffi mun betra en instant kaffi og þess vegna hlýtur all-grain að gefa manni möguleika á því að gera spennandi og betri bjóra.

Re: Úr ekstraktbruggun yfir í All grain?

Posted: 23. May 2009 12:53
by Eyvindur
Já, ég get vottað það að munurinn á extract og AG er sláandi... Það liggur við að ég sjái eftir því að hafa ekki bara byrjað strax í AG frá upphafi, þar sem ferlið er ekki mikið flóknara og hráefnið er ódýrara... En aðalatriðið er að afraksturinn er yndislega ferskur og góður, og maður hefur 100% stjórn á öllu saman.

Re: Úr ekstraktbruggun yfir í All grain?

Posted: 23. May 2009 13:17
by Stulli
Eyvindur wrote:En aðalatriðið er að afraksturinn er yndislega ferskur og góður, og maður hefur 100% stjórn á öllu saman.
Heyrheyr

Re: Úr ekstraktbruggun yfir í All grain?

Posted: 23. May 2009 14:34
by nIceguy
Já þetta hefur maður heyrt...heheh ég var hins vegar að smakka IPAinn minn í gær sem er þéttpakkaður Simcoe, Cascade, og Chinok humlum og með einhverjar þrjár tegundir speciality malts og ég verð að segja þetta er einn besti IPA sem ég hef smakkað og ég er fyrirfram IPA áhugamaður. Kom mér verulega á óvart með þessum bjór. Þannig að ef All grain er betra þá er það eitthvað stjarnfræðilega gott hehehe. Hlakka mikið til að fara All in!

Re: Úr ekstraktbruggun yfir í All grain?

Posted: 23. May 2009 15:13
by arnilong
Fyrir mig er það sérstaklega það að byrja með eins lítið unnið efni og hægt er, alveg eins er það þegar ég elda mat, þá vil ég gjarnan gera eins mikið frá grunni og ég get. Mér finnst það mjög verðlaunandi. Ég er stoltastur af bjórunum sem ég geri einmitt vegna þess að ég byrjaði á korninu. Jú og mér finnst líka gott að hafa mikla stjórn á ferlinu, endalaust hægt að leika sér með meskingu á korni. Ég held að þetta sé spurning um það hvað hentar hverjum og einum, maður er auðvitað mikið fljótari að gera extract bjór svo að tími sparast. Ég get líka alveg trúað því að margir extract bjórar eru í gæðum á við all-grain en suma bjóra er bara ekki hægt að ná spot-on með extract.

Svo hef ég ekki mikla reynslu á extract bjórgerð þannig að ég veit ekki mikið. Ég hef allavega aldrei fundið þetta extract twang sem rætt er mikið um á þessum spjallþráðum. Er það eitthvað sem þið þekkið?

Re: Úr ekstraktbruggun yfir í All grain?

Posted: 23. May 2009 16:02
by Stulli
Nákvæmlega Árni. Það er þessi 100% stjórn sem að fékk mig til þess að gera all-grain alveg frá upphafi. Ég er ekki að segja að all-grain sé betri en extract, maður á einfaldlega miklu meira í bjórnum með því að brugga alveg frá grunni. Auk þess sem að það eru margir stílar sem að er nær ómögulegt að brugga með extracti (bæði vegna lit og kolvetnis prófíl).

Svo held ég að brugga allgrain sé langbesta aðferðin fyrir þá sem að eru hér á Íslandi fyrst að Ölvisholt er farið að selja malt. Extract dollurnar sem að eru í umferð hérna á klakanum eru að mínu mati mjög vafasamar og það er sjúklega dýrt að flytja inn almennilegt extract af sjálfsdáðum.

Re: Úr ekstraktbruggun yfir í All grain?

Posted: 23. May 2009 20:51
by arnilong
Já, nákvæmlega. Ekki vit í öðru en að vera í all-grain hérna á íslandi núna, ölvisholti að þakka. Áfram ölvisholt!

Re: Úr ekstraktbruggun yfir í All grain?

Posted: 24. May 2009 05:24
by nIceguy
Ég skil ykkur mæta vel, það er bara eitthvað annað við að baka súkkulaði köku frá grunni en betty crocker shake a cake heheh. Munurinn á gæðum er oft ekki neitt rosalegur. ÉG verð að fara skipta yfir....hmmm ætti kannski að klára prófin fyrst!

Uss það þyrfti að halda íslenskt heimabruggfestival :) Svo maður geti smakkað hjá ykkur bjórinn.

Re: Úr ekstraktbruggun yfir í All grain?

Posted: 24. May 2009 14:57
by Eyvindur
Við gerum örugglega eitthvað í líkingu við festival fyrr eða síðar, þótt eflaust verði það smátt í sniðum.

Betty Crocker samlíkingin er góð. Ég hef vanalega líkt þessu við pasta. Kit 'n' kilo sírópin (Cooper's o.s.frv.) eru eins og frosið örbylgjupasta... Virkar alveg til að seða sárasta hungrið, en gerir ekki mikið fyrir bragðlaukana. Extract er eins og að kaupa kjöt, grænmeti, pasta og sósu í krukku, elda það allt og setja saman eftir sínu höfði. Það getur verið ótrúlega gott, en kemst ekki alveg á sama stall og þegar maður fer alla leið. Sem er þá þriðja stigið (AG): Að gera allt frá grunni. Búa til sósu og pasta alveg frá grunni o.þ.h. Ferlið er lengra og flóknara, en útkoman verður líka enn betri.

Re: Úr ekstraktbruggun yfir í All grain?

Posted: 27. May 2009 21:58
by ulfar
Ég fór beint í all-grain sem var erfitt því ég átti enga vini og ekki var hægt að kaupa malt á landinu. Í dag er allt breytt. Heilt áhugamannafélag komið á kopinn og auðvelt að verða sér úti um malt. Því hvet ég þig óli til þess að fara beint í all grain. Potturinn er í raun eina alvöru fjárfestingin. Keypti minn 40 ltr í bakó-ísberg en þeir selja frekar ódýra potta.

Re: Úr ekstraktbruggun yfir í All grain?

Posted: 27. May 2009 22:29
by Eyvindur
Eitt hefur þó ekki breyst... Þú átt enga vini...

Re: Úr ekstraktbruggun yfir í All grain?

Posted: 27. May 2009 23:18
by Oli
Ég er kominn með 50 ltr pott :massi: Kælibox fyrir meskingu, nú vantar mig bara maltmyllunna.....já og kannski smá malt líka en það reddast á mánudag :)