Page 1 of 1

Ber í bjórinn

Posted: 29. Aug 2010 22:42
by valurkris
Jæja þá er maður búin að vera í berjamó og var ég að pæla í að ger tilraun með hveitibjórinn minn.

ég ætla mér að setja berin í secondary en var að pæla hvernig maður eigi að hreinsa berin til að minka líkur á síkingu.

Re: Ber í bjórinn

Posted: 29. Aug 2010 23:43
by hrafnkell
Búa til saft og sjóða það.

Eða setja berin í í lok suðu - En þá græðirðu líklega lítið bragð.

Re: Ber í bjórinn

Posted: 30. Aug 2010 08:33
by Oli
Þú getur hent berjunum í sjóðandi vatn í smástund til að sótthreinsa en þá þarftu líklega að nota pektínensím í bjórinn.

Þú getur líka sett berin í fötu með smá vatni, sett svo campden töflur út í og látið standa yfir nótt.

Ég myndi hinsvegar bara skola þau vel og frysta, setja svo í secondary. Ég gerði hindberjahveitibjór í sumar, keypti frosin ber og setti beint í secondary, engin sýking eða neitt en bjórinn var ekki orðinn góður fyrr en 2 mán seinna ca.

Re: Ber í bjórinn

Posted: 30. Aug 2010 20:29
by valurkris
Oli wrote:Þú getur hent berjunum í sjóðandi vatn í smástund til að sótthreinsa en þá þarftu líklega að nota pektínensím í bjórinn.

Þú getur líka sett berin í fötu með smá vatni, sett svo campden töflur út í og látið standa yfir nótt.

Ég myndi hinsvegar bara skola þau vel og frysta, setja svo í secondary. Ég gerði hindberjahveitibjór í sumar, keypti frosin ber og setti beint í secondary, engin sýking eða neitt en bjórinn var ekki orðinn góður fyrr en 2 mán seinna ca.
Hvað gera pektínesím og campdem töflur :?:

Re: Ber í bjórinn

Posted: 31. Aug 2010 00:03
by gunnarolis
Í Radical Brewing talar Randy Mosher um að þegar það er verið að brugga með berjum sé best að setja þau út í secondary. Þá er gerflóran orðin sterk í bjórnum og það þarf meira til þess að sýkja bjórinn/koma honum úr jafnvægi. Hann mælir einnig með því að frysta berin fyrst, það rífi frumuveggina og drepi hugsanlegar bakteríur, sem eru tveir kostir.

Mundu bara að láta berin ná stofuhita aftur í sótthreinsuðu íláti áður en þú setur þau útí. Að setja þau útí frosin er ekkert spes hugmynd.

Re: Ber í bjórinn

Posted: 31. Aug 2010 08:32
by Oli
valurkris wrote: Hvað gera pektínesím og campdem töflur :?:
ef þú sýður ávexti losnar pektín úr þeim or virkar sem hleypir, þá myndast litlar agnir í bjórnum og hann verður óskýr - pectin haze - pektínensím - pektólasi leysir pektínið hinsvegar upp.

Campden töflur fást í ámunni og innihalda metabísúlfít til að drepa óæskilegar örverur, mikið notað í víngerð.
http://en.wikipedia.org/wiki/Campden_tablets" onclick="window.open(this.href);return false;
gunnarolis wrote: Mundu bara að láta berin ná stofuhita aftur í sótthreinsuðu íláti áður en þú setur þau útí. Að setja þau útí frosin er ekkert spes hugmynd.
Einmitt, gott að taka það fram :)

Re: Ber í bjórinn

Posted: 31. Aug 2010 11:31
by valurkris
Takk fyrir