Page 1 of 1
Pöntun af keg connection.
Posted: 27. Aug 2010 16:39
by gunnarolis
Sælir félagar.
Ég ætla að panta mér kúplingar fyrir sanke kúta af kegconnecion.com. Þar sem að shipping kostnaðurinn er 200 dollarar í það minnsta ætlaði ég að athuga hvort að einhverjir vilji kaupa sér eitthvað af síðunni og deila þar með sendingarkostnaðinum.
Þessi síða er með nánast allt sem þarf fyrir kúta, hvort sem það eru korny kútar, pony kútar eða sanke kútar.
Einnig væri ágætt, ef einhver þarna úti hefur reynslu af því að nota sanke kúta, að sá hinn sami deili reynslu sinni af því að nota þá kúta.
Síðan er spurning hvort ég ætti að kaup mér þrýstijafnara þarna, eða hvort það sé ódýrara að gera það bara beint hérna heima?
Re: Pöntun af keg connection.
Posted: 27. Aug 2010 16:55
by Stebbi
Ég fann einn seljanda á Ebay sem vildi rukka tæpa $50 fyrir flutning á 3 kúplingum til Íslands. Þar kostaði S system kúpling 35 dollara. Ég skal reyna að finna linkinn á það.
....og
hér er hann.
Re: Pöntun af keg connection.
Posted: 27. Aug 2010 17:04
by kristfin
ef þú ert bara að pæla í kúplingunum þá mæli ég með ebay í usa eða uk. það er alltaf einvjver sem á leið þar um sem getur síðan stungið þessu í töskuna sina
Re: Pöntun af keg connection.
Posted: 27. Aug 2010 19:40
by gunnarolis
Stebbi ertu búinn að panta þér, eða ætlarðu að gera það?
Hvernig sankey kúta ertu með?
Kristján nennirðu að senda mér símanúmerið þitt í PM, ég þarf að taka þig á teppið.
Re: Pöntun af keg connection.
Posted: 28. Aug 2010 10:17
by Stebbi
gunnarolis wrote:Stebbi ertu búinn að panta þér, eða ætlarðu að gera það?
Hvernig sankey kúta ertu með?
Ég er ekki búin að panta mér kúplingu, er að toga í síðasta spottann hérna heima áður en ég panta mér, gæti hugsanlega fengið eina til að koma mér af stað.
Kútarnir eru svona kútar sem ég fékk gefins og meira segi ég ekki þar sem þessi kútamál á Íslandi virðast vera alvarlegri en kynferðisaftbrot í kirkjuni. Þeir eru með S kúplingu.
Re: Pöntun af keg connection.
Posted: 28. Aug 2010 10:44
by gunnarolis
Er ekki nóg að vera með sankey, CO2 tank, regulator, CO2 slöngu, bjórslöngu og picnic tap?
Er ég að gleyma einhverju mikilvægu?
Re: Pöntun af keg connection.
Posted: 28. Aug 2010 15:56
by Stebbi
Ekki gleyma kúplinguni. Það ætti að duga svo lengi sem þú ætlar bara að setja bjór í glös.
Annars er ég búin að vera að gæla við að breyta stútnum þannig að það sé hægt að setja slaufuloka og slöngutengi í staðin fyrir einstefnulokan og setja venjulega 1/4 tommu loftkúplingu fyrir Co2 við hliðina á Sankey systeminu. Maður er þá að vísu eitthvað búin að veikja kútinn en þá er hægt að koma kolsýru inn og bjór út um slöngutengið. Kanski ég fórni einum kút í tilraunastarfsemi, varla tími því samt.