Page 1 of 1

Nýr notandi hér

Posted: 20. Aug 2010 22:35
by flang3r
Sælt veri fólkið!

Guðmundur heiti ég og er áhugamaður um gerjun.

Ég ætla mér til þess að byrja á því að gerja áhugavert öl.

Enn er óákveðið um hvort það eigi að vera Ale, mjöður, lager eða hvað annað en ég stefni alla vegana á bjórinn.

:beer:

Ég vil einnig bæta við að ég er að dunda mér við að lesa How to brew eftir John J. Palmer

Re: Nýr notandi hér

Posted: 20. Aug 2010 22:39
by arnarb
Sæll Guðmundur og velkominn í hópinn.
Vonandi finnur þú sitthvað áhugavert hér á vefnum.

Stefnir þú á All-grain bruggun?

Re: Nýr notandi hér

Posted: 20. Aug 2010 22:44
by flang3r
Þakka þér fyrir arnarb!

Ég verð að viðurkenna að ég sé það mikill nýliði að ég veit ekki hvað það þíðir.

Áttu við að ég sé opinn fyrir öllu hráefni ?

Re: Nýr notandi hér

Posted: 20. Aug 2010 22:46
by flang3r
Ef þú átt við dósa kittin þá er mér verulega illa við þau.

Ég ætla mér að nota besta hráefni mögulegt og vanda valið vel.

Re: Nýr notandi hér

Posted: 21. Aug 2010 12:31
by sigurdur
Vertu velkominn.
Fyrst þú ert að lesa how to brew, þá getur þú flett upp all-grain bruggun upp í henni.

Re: Nýr notandi hér

Posted: 23. Aug 2010 16:26
by flang3r
Þakka þér fyrir það sigurður.

Ég var ekki kominn að all grain kaflanum í bókinni en jújú ég stefni á gerjun af þessu tagi.

Ætla að hefja smíðina á græjunum eftir 1 viku