Page 1 of 1

Belgíuferð

Posted: 20. Aug 2010 11:14
by sigurjon
Sæl verið þið öll.

Ég viðurkenni fúslega að hafa verið mjög óvirkur síðasta ár, enda latur, latur maður.

Hins vegar ætlum við Hallur að fara til Belgíu í byrjun september og ætlum að heimsækja Antwerpen, Brugge (skemmtilegt nafn) og Brüssel. Við munum leggja þunga (enda báðir þungir menn) áherzlu á bjórsmökkun í ferðinni, ásamt súkkulaði og matar.

Gaman væri ef þið væruð tilkippileg að gefa okkur e-r ráð og máski benda á e-ð sem er þess virði að skoða/smakka.

Kv. Sjón

Re: Belgíuferð

Posted: 25. Aug 2010 11:27
by halldor
Ég er með milljón hugmyndir fyrir ykkur þar sem ég er búinn að vera að skipuleggja svona ferð fyrir okkur vinina síðustu 10 mánuði :)
Sæktu þér Google Earth og ég skal senda þér hnitin (og athugasemdirnar sem þeim fylgja) að geggjuðum stöðum í Belgíu. Við förum reyndar ekkert til Antwerpen en mig minnir að ég sé með einhverja góða staði þar inn í Google Earth.
Hvenær farið þið? Náið þið Belgian Beer Weekend í Brussel 3.-5. september?
Sendu mér emailið þitt í PM og ég sendi þér Google Earth fælinn minn.

PS. Við erum að fara út á föstudaginn þannig að þú þarft að svara fljótt :)