Page 1 of 1

Innflutningur á korni

Posted: 16. Aug 2010 10:44
by Bjössi
Sælir

Ég er aðeins að ath með áhuga á innflutning á pale ale malti meðan þessi óvissa er með Ölvisholt
http://www.warminster-malt.co.uk/pdfs/mainproducts.pdf" onclick="window.open(this.href);return false;
standard optic pale ale

Ég fékk verð frá breskum framl á 2000kg (2 prettum) á 1350GBP til Immingham
http://www.warminster-malt.co.uk/" onclick="window.open(this.href);return false;
flutningur var ym 400€ en ég er ekki viss í hvaða toll flokk þetta lendir
en kostnaður per 25kg ætti ekki að vera meira en 4000-5000kr og er ég þá búinn að reikna með 25% fyrir toll og annað.

2000kg er mikið en flutningur á 1 bretti er mun dírari en 2 bretti
einnig hef ég ekki aðstöðu til að geyma 2 palla

ath: ég er ekki búinn að fá nýtt verð í flutning eða nýtt verð í malt
ég fékk þessi verð í Des 2009

er áhugi fyrir þessu?

Re: Innflutningur á korni

Posted: 16. Aug 2010 11:05
by kristfin
það eru ekki margir hér sem eru að kaupa sér 25 kíló í einu, hvað þá 2 bretti. ég hefi ekki mikla trú á að þetta gangi.

Re: Innflutningur á korni

Posted: 16. Aug 2010 11:23
by Bjössi
á svo sem ekki von á þvi heldur, en sakar ekki að spurja

Re: Innflutningur á korni

Posted: 16. Aug 2010 17:54
by sigurdur
Ef það væru nokkur stór brugggengi þá myndi þetta mögulega ganga, en það þyrfti einhver að taka þetta inn og liggja með það (með tilheyrandi vandamálum).
2 bretti eru 80 25kg pokar, frekar mikið.

Eina vitræna í stöðunni er að fá verslun hingað til landsins eða nokkrir að hópast í pantanir saman.

Re: Innflutningur á korni

Posted: 16. Aug 2010 22:03
by Bjarki
Það er spurning hversu mikið magn félagsmenn vilja kaupa. Ef 25 kg kosta 4-5.000, ef keypt eru 2 tonn hvað kostar sama magn ef keypt er 1 tonn ? Þó það sé 50% meira er pokinn er samt sem áður ódýrari en frá Ölvisholti. Get hugsað mér að taka 2-3 stk. prívató ef finnast fleiri kaupglaðir sem ég þarf ekki nema 15-20 stk. svoleiðis :)

Re: Innflutningur á korni

Posted: 17. Aug 2010 02:17
by Eyvindur
Ég á þónokkra kunningja vestanhafs í heimabruggi, og þeir hafa allir varað við því að hópa sig saman til að kaupa hráefni í brettavís. Það endar alltaf með því að einhverjir detta út og aðrir sitja uppi með allt of mikið korn, og tapa peningum. Ég myndi fara mjög varlega í svona pælingar.

Re: Innflutningur á korni

Posted: 17. Aug 2010 08:14
by kalli
Það eru ekki margir kostir í stöðunni. Það er annaðhvort að fara í hóppöntun eða að hver og einn panti fyrir sig, sem er augljóslega miklu dýrara pr. kíló. 160 - 200 kr. á kíló á Bjössa malti er fínt verð.

Fyrir mitt leyti væri ég tilbúinn til að taka tvo sekki.

Bjössi, væri nokkuð hægt að taka annað brettið með Pale Malt og hitt með Pilsner Malt á sama góða verðinu? Ég held það verði auðveldara að koma korninu út þannig.

Re: Innflutningur á korni

Posted: 17. Aug 2010 08:49
by Bjössi
Ég skal skoða málið með 1 bretti verð, og sjá til hvernig ladið liggur
annars er rétt sem "kristfin" segir að oft endar svona með veseni fyrir þann sem pantar
annað er líka að 1 bretti tekur mikið pláss og ég hef akkurat enga aðstöðu til að geyma

Re: Innflutningur á korni

Posted: 17. Aug 2010 11:41
by kristfin
ég trú ekki annað en við getum fengið base malt hja´ölvisholti. ef við fáum ekki speciality malt, þá bara kaupir maður það að utan. ég ætla allavega að gefa mér þetta.

Re: Innflutningur á korni

Posted: 17. Aug 2010 20:28
by sigurdur
Jæja, þessi póstur gæti verið lausnin að kornvandamálum hjá ykkur.
http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=14&t=1084" onclick="window.open(this.href);return false;