Page 1 of 1
Áhugi á BarleyCrusher
Posted: 13. Aug 2010 12:16
by anton
Er að spá í að fjárfesta í millu. af "Barley Crusher" gerð
Eins og gengur og gerist þá er að jafnaði hægt að spara með því að kaupa meira í einu, þá sér í lagi sendingarkostnaðinn, sem er hlutfallslega lægri með fleiri eintökum.
Ef einhver hefur áhuga á að fjárfesta í Barlay Crusher græju, 7lb eða 15lb, þá er tækifærið hér og nú.
7lb kostar 25-35 þúsund og 15lb 30-40 þúsund heim til mín komið, svona eftir því hvort einhver hefur áhuga að slá í græju.
Ég myndi að sjálfsögðu ekki vilja leggja út fyrir innflutningi og sköttum, svo ég myndi vilja fá tryggingu, t.d. 50% af kaupverði, fyrirfram og svo restin við afhentingu..
Jæja? Anyone? Eða eru allir með græjurnar í lagi nema ég?
Re: Áhugi á BarlayCrusher
Posted: 13. Aug 2010 12:38
by sigurdur
Ég myndi mögulega slá í ef ég væri ekki með smíðafíkn .. búinn að rústa einni millu og er að smíða aðra

Re: Áhugi á BarlayCrusher
Posted: 13. Aug 2010 12:40
by anton
Svo þá má segja að þú sért "barley crusher"-crusher
Re: Áhugi á BarleyCrusher
Posted: 13. Aug 2010 16:20
by kristfin
ég smiðaði mér kvörn,
sjá hér.
ef það er áhugi fyrir svoleiðis, þá gæti fengið félaga minn til að smíða nokkrar í viðbót. hann þyrfti amk 25þ til að dekka efni og vinnu.
ég mundi reyndar hafa þær aðeins öðruvísi. ekki eins löng kefli og væntanlega úr 60-80mm stáli.
Re: Áhugi á BarleyCrusher
Posted: 29. Aug 2010 23:56
by Idle
Ég hef mjög mikinn áhuga. En því miður leyfir buddan ekki svo mikið þessi mánaðamótin, þar sem ég hafði hugsað mér að taka þátt í pöntuninni frá Brouwland.com.
Samt, ég ætla að hugsa málið aðeins næstu daga, þ. e. ef þú ert ekki þegar búinn að panta?
Re: Áhugi á BarleyCrusher
Posted: 30. Aug 2010 09:14
by anton
ahh, búinn að panta.
Hefði sparað nokkra $ með því að panta fleirri. En þetta útlegst á einhvern 30k !
Re: Áhugi á BarleyCrusher
Posted: 30. Aug 2010 10:00
by hrafnkell
Svo má ekki gleyma að það eru vörugjöld á þessu, 20% minnir mig.
verðið er semsagt:
Verð * sendingarkostnaður * USD * 1,20 * 1,255
Ég pantaði mér svona seinasta vetur og er mjög sáttur.
Re: Áhugi á BarleyCrusher
Posted: 30. Aug 2010 10:31
by anton
jamm, nákmvæmlega, ég reyndar hélt að það væri 10% tollur á þessu, en þessi tollaskrá er ekki skemmtilegasta lesefnið - ég vildi gjarnan flokka þetta sem búsáhöld/eldhúsáhöld þar sem hlutar þess eru úr járni

-- en það er allavega hægt að reyna að telja þeim hjá póst-tollinum trú um það ef þetta verður tollað öðruvísi hjá póstinum en þannig, í versta falli er þetta þá 33þúsund með tollmeðferðargjöldum og öllu.
Svo er það bara að mala eins og köttur!
Re: Áhugi á BarleyCrusher
Posted: 2. Sep 2010 12:39
by anton
Fyrir áhugasama þá endaði í aðeins 27.660.- í skottið til mín
10% tollur skv
https://vefafgreidsla.tollur.is/tollali ... T=73239300" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Áhugi á BarleyCrusher
Posted: 2. Sep 2010 12:40
by hrafnkell
Óþolandi þetta pakk sem gerir tollskýrslurnar þarna. Algjör geðþóttaákvörðun hvaða tollflokk vörur eru settar í, og dagamunur.
Re: Áhugi á BarleyCrusher
Posted: 2. Sep 2010 12:44
by anton
Jamm, þessvegna sendi ég "þeim" það tollanúmer sem ég valdi mér og það var tollað skv því.
ÉG hef margoft lent í vitlaust tolluðum vörum og ef það hallar á mig þá læt ég lagfæra það og það er yfirleitt ekki stórmál.
Hef því miður líka lennt í að flytja inn vörur sem voru tollaðar of lítið... fékk einusinni 40þúsund króna bakreikning...1 ári seinna, já sæll!
svo í öllu falli er gott að vera með þetta á hreinu.
Re: Áhugi á BarleyCrusher
Posted: 3. Sep 2010 09:10
by Idle
Fékk tölur frá B C Products Enterprises Inc. í gær, sem eru (miðað við 6 til 10 daga með flugpósti):
7lb hopper: $178.50 ($114.50, og $64 í sendingarkostnað) = $178,5 * 120 * 1,2 * 1,1, eða 28.274 kr.
15 lb hopper: $203.00 ($138.00 og $65 í sendingarkostnað) = $203 * 120 * 1,2 * 1,1, eða 32.155 kr.
Datt svo í hug að biðja um áætlaðan flutningskostnað ef ég tæki tvær eða þrjár í viðbót, og bíð nú eftir svörum.
Re: Áhugi á BarleyCrusher
Posted: 3. Sep 2010 09:21
by anton
Jamm. Þeir sögðu við mig þegar ég var að skoða þetta: "It would be cheaper on multiple orders due to the shipping costs and being able to ship more than one mill in the same box." En gáfu mér svosem engin dæmi varðandi sparnaðinn.
Ég endaði með að kaupa í gegnum Beersmith:
http://beersmith.com/barley_crusher.htm" onclick="window.open(this.href);return false;
Ath, þeir taka sama í shipping fyrir minni ($64) en millan er nokkrum $ ódýrari ($109.95 í stað $114.5) sem munar í dollurum 4.55 en í krónum 4.55*120*1.1*1.255=753ISK

sem er kannski ekki mikið - en munar engu í kaupum fyrir þig þar sem millan er svo send af stað beint frá framleiðanda en ekki í gegnum 3ja aðila (beersmith).
Re: Áhugi á BarleyCrusher
Posted: 11. Sep 2010 16:35
by Idle
Randy wrote:The price for 4 Barley Crushers with the 7 pound hoppers would be $567.00 including shipping and handling. Which breaks down to 4 Mills @ $100.00 USD per mill and $167 USD for shipping and handling.