Page 1 of 1

[ÓE] US-05 og amerískir humlar

Posted: 10. Aug 2010 19:08
by Classic
Fölölið mitt hefur verið að gera svo stormandi lukku, og dágóður tími þangað til ég fæ aftur hráefni að utan fyrir næstu lögun (og þá verður pantað í 2-3, plús IPA sem verður svipaður í grunninn bara meira "karlmanns"), svo ég var að íhuga að búa til "hallærisútgáfu" úr Munton's extrakti úr sjoppunum hér heima. Verður trúlega aldrei jafn góður, en hann er hressilega humlaður, svo þeir ættu að fela það versta, svo getur maður litið á þetta sem gott innlegg í reynslubankann varðandi muninn á góðu DME og LME úr dós.

Til þess að geta það vantar mig eftirfarandi:
1pk Safale US-05
23g Simcoe og 20g Cascade (til að vera eins og fyrsta útgáfa) EÐA únsu af Centennial og annað eins af Cascade (til að verða í líkingu við framtíðarplanið, langar allavega fyrst ég er að taka sénsinn á þessu á annað borð helst að líkja sem nánast eftir öðru hvoru til að fá samanburðinn á maltinu beint í æð með sömu humlaskammta í gangi).

Get fátt boðið í skiptum annað en náttúrulega bara beinharða seðla, á ekkert af svona dóti á lager, og það eina af tilbúinni vöru sem ég er stoltur af er akkúrat bruggið sem er að klárast of hratt og ég er með þessu ævintýri að reyna að líkja eftir í hallæri...

Ef einhver á svona dót sem hann er tilbúinn að selja, endilega senda línu með verðhugmynd á bjolli "at" gmail.com, eða einfaldlega svara þræðinum, lít hér inn nánast daglega.

Re: [ÓE] US-05 og amerískir humlar

Posted: 10. Aug 2010 21:31
by kristfin
ég á örugglega cascade og centenniel fyrir þig. er ´líka aflögufær á us05.
ef þú ert klár í nottingham, þá geturðu fengið nokkurra daga krukku af því

Re: [ÓE] US-05 og amerískir humlar

Posted: 10. Aug 2010 23:06
by Classic
Ekki verra að geta sótt allt á sama staðinn. Hvað viltu fyrir þetta? Held ég haldi mig við þurrgerið, er enn á "sáldurstiginu", of blautur bakvið eyrun til að leggja í startera úr annararkynslóðar geri. :P

Re: [ÓE] US-05 og amerískir humlar

Posted: 11. Aug 2010 00:07
by kristfin
þegar gerið er í krukku er það úr síðustu lögun. bara hrista og hella. shake'n'bake.

en skv. netinu þá er simcoe illútskiptanlegt. ég hef aldrei prófað þá. ég get hinsvegar látið þig hafa
Nugget
Cascade
German Northern Brewer
US Goldings
Saaz
Styrian Golding
GR hellertauer
Centennial
Chinnock
og þú bara breytir uppskriftinni.

Re: [ÓE] US-05 og amerískir humlar

Posted: 11. Aug 2010 18:41
by Classic
Það var alltaf planið í næstu pöntun að prófa Centennial sem beiskjuhumal, svo ég geri það sömuleiðis í þessari tilraun, vil sem fyrr segir eltast við sömu humla og í annarri hvorri útfærslunni, til að breyta sem minnstu öðru en sykuruppsprettunni. Únsa af Centennial og únsa af Cascade er þá planið, sem og pakki US-05, nema þeir hafi fuðrað upp á útsölunni þinni. :P

Hvernig og hvenær get ég nálgast þetta ?

Re: [ÓE] US-05 og amerískir humlar

Posted: 11. Aug 2010 20:39
by kristfin
ég er með pakka af us05 og sitthvora únsuna með þinu nafni á.

hringdu bara á undan þér, 860 0102

Re: [ÓE] US-05 og amerískir humlar

Posted: 11. Aug 2010 22:41
by Classic
Flott mál. Bjalla á þig eftir vinnu á morgun.