Page 1 of 1
Kútapartý Fágunar 2010
Posted: 10. Aug 2010 11:31
by sigurdur
Fágun hefur ákveðið að halda kútapartý sem þakklætisvott fyrir þá meðlimi sem að hafa skráð sig að fullu í félagið með greiðslu félagsgjalda og þá sem að hafa skráð sig á vefsíðuna.
Öllum er frjálst að mæta á þennan atburð, fullgildir meðlimir, skráðir einstaklingar og aðrir áhugasamir. Öllum er velkomið að mæta með gesti með sér.
Það verður heimagerður bjór og glös á staðnum til veitinga. Meðlimum er frjálst að koma með eigin veitingar að heiman til að gefa öðrum að smakka eða til eigin neyslu.
Það verður opið grill og allir hvattir til að koma með eitthvað létt á grillið. Grilláhöld verða á staðnum en önnur mataráhöld og borðbúnað (stóla og borð) þarf hver og einn að koma með.
Áhugasamir geta svo rölt saman í miðbæinn til að skemmta sér. Við hvetjum alla til að mæta og njóta matar og drykkjar í góðum hópi.
Staðsetning
Klambratún við grillaðstöðuna.
Tímasetning
Milli 17:00 og 19:00, Laugardaginn 21. Ágúst 2010.
Ekki er hægt að ábyrgjast að bjórinn endist allan tímann þannig að fólk er hvatt til þess að mæta tímanlega til að smakka allt.
Við minnum á að neysla áfengis og stjórnun ökutækja fer ekki saman, verið tilbúin að skilja farartækin eftir.
Stjórnin.
Re: Kútapartý Fágunar 2010
Posted: 10. Aug 2010 14:46
by arnarb
Ég geri ráð fyrir að mæta með fjölskylduna og draga vini með. Stefni á að grilla einhvern þægilegan fingramat svo maður hafi lausar hendur í smakkeríið

Re: Kútapartý Fágunar 2010
Posted: 10. Aug 2010 16:00
by kristfin
ég kem með hele famelien og jafnvel petang kúlurnar fyrir krakkana.
hveitibjórinn sem átti að vera í mínum kút, fór fyrir lítið. ég kem samt með pilsner eða enskan rúg ipa
Re: Kútapartý Fágunar 2010
Posted: 10. Aug 2010 18:24
by arnarb
Ég á Pale Ale á flöskum og stefni á að mæta með það.
Re: Kútapartý Fágunar 2010
Posted: 17. Aug 2010 10:22
by arnarb
Við minnum alla á að það verða plastglös, kaldur bjór, heitt grill og grilláhöld á staðnum.
Hinsvegar þarf hver og einn að mæta með stóla, borð, mat og mataráhöld.
Fjölmennum á Klambratúnið!
Stjórnin
Re: Kútapartý Fágunar 2010
Posted: 17. Aug 2010 21:43
by sigurdur
Hverjir hafa hugsað sér að mæta?
Ég mun líklegast mæta með fjölskylduna og a.m.k. einn vin
Re: Kútapartý Fágunar 2010
Posted: 17. Aug 2010 21:45
by valurkris
Ég mun mæta með konuna og einn vin
Re: Kútapartý Fágunar 2010
Posted: 17. Aug 2010 22:08
by ulfar
Ég kem með fjölskylduna

Re: Kútapartý Fágunar 2010
Posted: 17. Aug 2010 22:13
by kristfin
ég mæti með famelíuna og einhverja félaga jafnvel.
er ekki eins viss með hvað ég hef með mér. það rekur hver harmleikurinn annan þveran hjá mér. núna lak slanga í skápnum og enskur ipa um öll gólf
en ég er allavega með einn kút af bohem lager (með notty

)
Re: Kútapartý Fágunar 2010
Posted: 17. Aug 2010 22:47
by arnarb
Ég mæti með fjölskylduna og amk 2 vini.
Re: Kútapartý Fágunar 2010
Posted: 17. Aug 2010 22:58
by Andri
Andskotinn ég er að fara í norðurá!!"#$%#&%
Re: Kútapartý Fágunar 2010
Posted: 21. Aug 2010 20:33
by Bjarki
Þakka kærlega fyrir frábært partý og góðan bjór. Dónalegt af kuldabola að mætta svona óboðin tók langan tíma að ná hrolli úr kropp.
Re: Kútapartý Fágunar 2010
Posted: 21. Aug 2010 21:36
by Hjalti
Þetta var flott. Takk fyrir mig. Kuldaboli er ný losnaður úr mér... Kostaði alveg glas af Laphroaig til að losna við hann....
Re: Kútapartý Fágunar 2010
Posted: 22. Aug 2010 18:18
by arnarb
Kuldahrollurinn fór ekki úr mér fyrr en eftir einn Skjálfta!
Takk kærlega fyrir gærkvöldið - allir sem mættu. Veðrið hefði mátt vera betra en bjórinn og félagsskapurinn var frábær.
Re: Kútapartý Fágunar 2010
Posted: 22. Aug 2010 21:47
by sigurdur
Takk fyrir mig, þetta var mjög skemmtilegt.
Gaman að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta

Re: Kútapartý Fágunar 2010
Posted: 22. Aug 2010 22:20
by hrafnkell
Helvítis vesen, mér fannst þetta vera um næstu helgi...
Var mætingin góð?
Re: Kútapartý Fágunar 2010
Posted: 22. Aug 2010 22:31
by sigurdur
Mætingin var ágæt, ég mætti aðeins seinna þannig að ég missti af nokkrum en það var ágætis hópur samt.
Re: Kútapartý Fágunar 2010
Posted: 22. Aug 2010 22:45
by Stebbi
Korvalinn hans Kristjáns sá alveg um að halda kuldabola í burtu eða athyglini frá honum.
Takk fyrir mig og ég stefni á að koma með kút næst.
Re: Kútapartý Fágunar 2010
Posted: 29. Aug 2010 14:23
by kalli
Mig langar að þakka fyrir smakkið á Klambratúni og hrósa bjórunum. Sérstaklega var föl ölið hans Arnars var ljúffengt og sömuleiðis hveitibjórinn. Í leiðinni langar mig að spyrja hvort hægt sé að fá uppskriftina að hveitibjórnum. Ég hef lagt í hveitibjór einu sinni og hann var misheppnaður (WB06). Verð að gera aðra tilraun.
Re: Kútapartý Fágunar 2010
Posted: 29. Aug 2010 22:25
by sigurdur
Re: Kútapartý Fágunar 2010
Posted: 12. Sep 2010 15:42
by halldor
Takk fyrir mig og mína. Ég mætti með konu og barni (og vinum) og allir skemmtu sér vel. Snilld að hafa þetta nálægt grilli og leiktækjum.
Stjáni (Kristfin) átti bjór dagsins/kvöldsins að mínu mati; Korval. Svo var hveitibjórinn hans Sigurðar ótrúlega ljúfur.
Þetta ætti klárlega að vera árlegur viðburður.